Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1966, Qupperneq 6

Fálkinn - 10.01.1966, Qupperneq 6
6. HLUTI Framhaldssaga eftir Frances og Richard Lockridge. Myndskreyting: Peter Schiirmann. „Hvað meinarðu — manstu ekki eftir? Þú hefur aldrei komið þarna fyrr.“ Röddin var angistarfull. „Nei,“ sagði hann hljómlaust. Hún tók í hendina á honum og hélt henni. „Þetta með sprengikúluna — var það í Kóreu?“ Hann hafði grafizt niður, sögðu þeir honum. Það leið lang- ur tími áður en þeir fundu hann. Seinna mundi hann eftir sér á sjúkrahúsinu, þar sem hann var að reyna að svara lækn- inum, sem virtist aldrei heyra til hans. / „Mér fannst ég vera tvær persónur. Önnur ennþá grafin langt niðri. Hin virtist horfa á úr fjarska.“ Barbara beið eftir að hann héldi áfram. „Annars var þetta víst höfuðhögg — ekkert sem þeir höfðu áhyggjur af.“ „John, af hverju kom þetta upp í huga þér núna? „Ég veit það ekki,“ sagði hann. „Mér datt í hug ...“ Hann lauk ekki við setninguna. Hún botnaði fyrir hann: „Þér datt í hug að kannski — hvernig á ég að koma orðum að þessu — hefði orðið nokkurs konar persónuklofningur og að þið — þessar tvær persónur lifðu sitt hvoru lífinu? Getur verið, að þér detti þessi fjar- stæða í hug, John?“ Hann horfði á hana. „Það er stundum eins og einhver skuggi sé á eftir mér. „Ég hef aldrei heyrt aðra eins bölvaða vitleysu," sagði Barbara, og það brá fyrir reiði í rödd hennar. „Heldur þú eitt augnablik, að ég hefði þá aldrei orðið þess vör?“ Hún beið eftir að hann svaraði. Hann svaraði henni ekki með orðum. Hann dró hana til sín og kyssti hana löngum kossi. Þegar hún gat talað aftur, sagði hún: „Nú skulum við fara og finna þetta tré á tennisvellinum.“ Shapiro leynilögreglumaður hafði talað við Miller og Grady. Þeir myndu svo tala við lögregluna í Danbury. Nú ók hann frá Brewster sömu leið og hann hafði komið. Keðjan yfir trjágöngin hjá Piermont hafði verið losuð. Shapiro fannst það skrýtið og ók yfir hana. Þegar hann kom nær, sá hann ljós í mörgum gluggum. Allt í einu sá hann mann fyrir framan bílinn. Maðurinn bar byssu. Shapiro stöðvaði bílinn og maðurinn sagði: „Hvert ert þú að fara?“ „Er hr. Piermont heima?“ spurði Shapiro. „Hér er enginn herra — dó fyrir 30 árum ...“ Hann hætti. „Ert þú sölumaður?“ 6 FÁLKINN „Nei, ég er í lögreglunni. Fyrir nokkrum klukkustundum kom ungt par hingað. Þau töluðu við einhvern, sem var að klippa tré.“ „Þau töluðu við mig, ég var að snyrta trén.“ „Hvað voru þau að spyrja þig um?“ sagði Shapiro. „Um Titus-stúlkuna,“ svaraði hinn. „Kemur þér þetta við?“ „Já,“ svaraði Shapiro. „Hverju svaraðir þú?“ „Að hún væri ekki hér. Væri í Florida með gömlu kon- unni.“ Hann færði sig nær og spurði, hvort það væri nú al- veg víst, að hann væri í lögreglunni. Shapiro sýndi honum lögreglumerkið. „Ég verð víst að trúa því,“ sagði maðurinn. „En svo er víst ekki þar. Þess vegna kom gamla frúin heim — ein.“ Hann horfði aftur á merkið, sem Shapiro hélt á. „Því ferðu ekki og talar við frúna, ef þú ert að forvitnast um stúlkuna?“ „Það er ágæt hugmynd,“ sagði Shapiro. Maðurinn snerist á hæl og gekk upp að húsinu. Hann fór inn. Eftir andartak kom hann út aftur og kinkaði kolli. Shapiro ók upp að húsinu. Hávaxin gömul kona stóð í dyr- unum. Hún var svartklædd og síuddist við staf. „Þú ert snar í snúningum,“ sagði hún. Röddin var gömul en án skjálfta. „Það eru aðeins tuttugu mínútur síðan eg hringdi. Hún snéri sér við og gekk inn. Maðurinn, sem var ennþá með byssuna, benti honum að fylgja henni. Shapiro elti hana inn í setustofu. „Seztu þarna,“ sagði hún, og benti á hæg- indastól. „Já, mér þykir þú fljótur til.“ Hún beið. Hún hafði skörp augu í svona litlu andliti. Þau voru svört. „Ég er leynilögreglumaður frá New York — og þeiti Shapiro,“ sagði Shapiro. „Við erum að reyna að hafa uppi á ungri stúlku.“ „Auðvitað," sagði hún. „Til hvers heldur þú, að ég hafi hringt? Hún er skjólstæðingur minn — var skjólstæðingur minn. Julie Titus. Því ert þú eins og köttur í kringum heitan graut. Reyndu að komast að efninu.“ Það var hægara sagt en gert. Hann reyndi: „Þú virðist hafa hringt í lögregluna. Ég vissi ekkert um það. „Ætlarðu að láta mig halda, að þú hafir aðeins átt leið hér um af tilviljun?“ spurði hún. Hann var þolinmóður. Hann sagði henni hvernig stóð á því, að hann var staddur þarna.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.