Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1966, Blaðsíða 35

Fálkinn - 10.01.1966, Blaðsíða 35
r 1 . , Aika gerði hlé á sogu sinnl. ^lún faldi andlitið í höndum sér og fór að gráta. Chiang beið. Hann sagði ekki neitt, horfði aðeins á skjálfandi axlir hennar og beið. Eftir nokkrar mínútur rénaði ekkinn og Aika þerraði af sér tárin með vasaklút Chi- angs. „Þetta er búið,“ sagði hún. „Þetta er um garð gengið. Viltu gefa mér eitt glas enn?“ Chiang hellti I glasið hennar. Áika dreypti á þvi og sagði: Mér líður betur núna. Ég ekki sorgmædd lengur.“ „Þú þarft ekki að segja mér niðurlagið, nema þú óskir þess sjálf,“ sagði Chiang. „Það var gott að vinkona þín skyldi koma i tíma til að bjarga þér.“ „Nei, hún kom ekki réttum tirna," sagði Aika. „Hún var hálf- tíma of sein. Þegar hún kom inn hún fann mig á gólfinu. Snag- inn hafði brotnað. Höfuð mitt rakst á hornið á handlauginni. Þegar ég raknaði við, ég lá á rúminu, japanska vinkonan min hjá mér. Hún bar mig i rúmið og batt um sárið. Sérðu þetta ör? Hér rakst ég á handlaugina.1' Hún benti með fingri á enni sér og Chiang sá hvítt ör, sem var hálf hulið af hári hennar. Hann hafði tekið eftir því áður, en aldrei grunað, að það ætti sér harmsögu. „Japanska vinkona min vissi hvað ég hafði gert,“ hélt Aika áfram. „Hún gaf mér rækilegt tiltal. Hún sagði guð- irnir ekki leyfa mér að deyja. Guðirnir væru reiðir og refsuðu mér með þessu sári á ennið. Hún var mjög einlæg, japanska vin- kona. Svo ég trúði henni. Við héldum þessu leyndu milli okk- ar. Ég fékk skilnað frá manni mínum. Ég var með barni. Mað- urinn minn vissi það. Hann vilja ekki skilnað en ég fékk hann. Níu mánuði seinna ég átti Johnny. Ég vissi hvers vegna guðirnir voru reiðir við mig; af því ef ég drepa sjálfa mig, ég drepa Johnny lika.“ „Er ekki fyrrverandi manni þínum kunnugt um allt þetta? Ég á við sjálfsmorðstilraunina?" „Nei, hann veit ekki. Aðeins tvær manneskjur vita — vin- kona mín og ég. Nú veizt þú það. Ég sagði engum nema þér.“ „Þú getur treyst mér,“ sagði Chiang. „Ég mun ekki segja þetta neinum." „Mér svo sem sama núna,“ sagði Aika og lauk við vinið í glasi sínu og bað um meira. Chiang fyllti enn glasið fyrir hana. Hann fann til reiði vegna einhvers, en gat ekki gert sér grein fyrir hvað það myndi vera. Ef til vill heimskulegt atferli Aiku. „Hvers vegna léztu ekki manninn þinn sjá fyrir ykkur?" spurði hann. „Michael vildi sjá fyrir okkur," sagði Aika. „Ég lét hann gera það. En peningar hans minntu mig á hann. Hverjum mánuði ég fékk peninga hans, fór ég að gráta. Það er of sárt. Ég vildi gleyma honum. Ég vildi láta börnin mín ,vaxa af mat, sem ég kaupi fyrir mina eigin pen- inga, ekki hans, svo börnin mín minna mig ekki á hann. Ég fékk vinnu á veitingastað í San José. Eftir hálft ár ég endur- sendi allar ávísanir hans. Svo fór ég að vinna hjá herra Tan- aka. En kaupið ekki nóg til að framfleyta þremur börnum. Ég vinna mér inn aukapeninga á nóttunni svo ég hef nóg til að sjá fyrir börnunum." Skyndi- lega reis hún á fætur og tók að dansa um herbergið með tómt glasið í hendinni. „Ég búin að kveðja ástiiia að eilifu. Verið þið sælir herra Huggins og herra Larson. Ég gef þér sólarhring frest að koma aftur til mín. Þú komst ekki. Það er mjög gott. Svo ég þurfi ekki að þjást meira. Svo ég get gleymt; þetta er miklu betra og ég er glöð ...“ „Þú ert drukkin, Aika,“ sagði Chiang. Aika hló, kom til hans og settist í fang honum. „Er ég það? Nei, það held ég ekki. Ég bara hamingjusöm. Ég er frjáls kona núna, skilurðu það? Óháð — er ekki það rétta orðið? Ég búin að kveðja ástina. Héðan af hef ég ekkert með hana að gera. Aldrei! “ Chiang tók af henni glasið og lagði það á skrifborðið. Siðan þreif hann um handlegg henni og sagði: „Hlustaðu á mig, Aika, í síðasta Skipti bið ég þig um að giftast mér. Viltu giftast mér?“ Aika horfði á hann um stund, viðkvæmnislega. Svo lagði hún hendina um hnakka hans og kyssti hann létt á ennið. „Nei, Chiang. Gerðu það fyrir mig að spyrja ekki aftur.“ „Hvers vegna er ég þér svona ógeðfelldur?" Aika hló. „Nei hvernig get- urðu sagt annað eins? Þú ert anzi laglegur og þú voða góður maður. Áður en ég kynntist Michael, ég hefði kannski getað elskað þig. Þegar ég búin að kynnast Michael ég get aðeins elskað einhvern, sem er líkur honum. — En nú get ég elskað engan." „John Larson hlýtur að hafa líkst Michael töluvert," sagði Chiang eftir stutta stund. „Ekki mjög mikið. Báðir háir, grannir, hafa ljóst hár. Ég gat orðið ástfangin af honum. Hann mjög aðlaðandi fyrir mig. En hann er eins og Michael. Hann elska mig ekki raun og veru. Ég er fegin að ég slapp frá honum. Þú ert ekki reiður við mig, er það?“ „Nei,“ svaraði Chiang, „því skyldi ég vera það?“ „En mér sýnast þú óhamingju- sarnur." „Já, ég er það.“ Aika kyssti hann aftur á enn- ið, og kossinn var lengri og ást- úðlegri en áður. „Þú ert bezti maðurinn, sem ég hef kynnzt. Hvernig get ég nokkurn tima launað þér allt þetta góða, sem þú hefur gert fyrir mig?“ Chi- ang tók hana i faðm sér, grúfði andlitið við brjóst hennar ög tókst með herkjubrögðum að bæla niður grátinn. Morguninn eftir, þegar Chiang vaknaði, var Aika farin. Á kodd- anum við hlið sér fann hann miða; nokkur orð vandlega skrifuð á bréfsefni gistihússins: „Ég er farin aftur til vinnu minnar. Þakka þér fyrir, Chiang. Reyndu að gleyma mér. Vertu sæll.“ X. Allan morguninn var Chiang að reyna að finna ráð til þess að bægja frá sér hugsuninni um Aiku. Þetta var hin sorglegri hlið tilverunnar, hugsaði hann með sér, að þvi heitara, sem maðurinn þráir eitthvað óhöndl- anlegt, þeim mun fastar læsir það sig um hugann. Það voru vissulega grimmdarlegar ráð- stafanir örlaganornanna; líkast þvi að gefa hungruðu fólki myndir af mat. Á leið sinni til skrifstofunnar velti hann því fyrir sér, hvort margar konur myndu vera eins og Aika og skilja eftir sig óhamingju og ólæknandi sár, hvar sem þær færu. En þegar hann hugleiddi hina raunveru- legu sögu hennar, snerist reiði hans öll að kynbræðrum hans. Aika hafði verið fórnardýr karl- manna, ónærgætinna og tilfinn- ingasljórra karlmanna, sem gerðu konur að miskunnarlaus- um kvölurum. Hann var kominn á þá skoðun, að grimmd kvenna, sem sumum karlmönnum varð æði tiðrætt um, ætti langoftast rót sína að rekja til samskipta þeirra við svikula og tilfinninga- lausa karlmenn. Honum varð hugsað til Lar- sons og hvoi’t hann hefði elskað Aiku í raun og veru. Ef hann elskaði hana, þá hefði hann án efa farið aftur til hennar innan sólarhrings. Falslaus ást setti engin skilyrði. Hann mundi eftir taugaóstyrk Johns. Maðurinn hafði að öllum líkindúm ætt fram og aftur um göturnar mest allan sólarhringinn. Á síðustu stundu hafði hann svo ákveðið, að fara ekki aftur til Aiku. I stað þess hafði hann komið til Chiangs til þess að kveðja hann og síðan hraðað sér til brautar- stöðvarinnar til þess að komast burt úr borginni áður en hann gæti komizt á aðra skoðun. En á meðan beið Aika í einhverju hótelherbergi, eins og hún hafði áður beðið eftir Michael, og leið vitiskvalir angistar og kvíða... Framh. í næsta blaði. I\IKI\\ IIVKUIE ÖT HVERFISGÖTIJ 16 SÍMI 2-1355 TRÚIOFUNAR ULRICH FALKNER GULLSM LÆKJARGÖTU 2 2. HÆÐ 7n Pl | u m 'd' ifijre D u 0 n □ n u 0 U d : Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIÐJAIM H.F. Skúlagötu 57 — Símar 23200 FALKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.