Fálkinn - 10.01.1966, Blaðsíða 26
IÖÐRUM enda stofunnar stendur maður og skemmtir hóp af fólki með
kímilegum og vel sögðum sögum úr starfi sinu. í hinum enda stofunnar
situr kona hans og lítur út eins og hún sé að sálast úr gremju.
— Geturðu skilið þetta! segir hún. — Heima er hann gjörólíkur maður.
segir aldrei frá neinu. Ef ég spyr, hvernig honum hafi gengið á skrifstof-
unni, svarar hann mér með einsatkvæðisorðum. Spyrji ég, um hvað hann
sé að hugsa, svarar hann „ekki neitt“ En þegar hann er með öðrum. þá
kjaftar á honum hver tuska!
Hún hefur líklega sjálf heyrt beiskjuna í málrómi sínum, því hún
bætti við hálf afsakandi:. — Ég skil vitanlega, að hann er þreyttur, þegar
hann kemur úr vinnunni og finnur enga hvöt hjá sér til að keppa við krakk-
ana, sem blaðra hvert upp í annað við kvöldverðarborðið. En fyrr eða
seinna kemur að því, að börnin sofna og við setjumst inn í stofu og þá
væri ef til vill ekki úr vegi að skiptast á nokkrum orðum um eitthvað
annað en húshaldið og þessa alvarlegu hluti En það er eins og við kom-
umst aldrei lengra en að tala um það, sem við erum að hafast að þá
-stundina: Hvað viltu fá með kaffinu hvað hefurðu gert af blaðinu, og hvað
er í sjónvarpinu í kvöld? Áður reyndi ég alltaf að segja honum frá, hvern
ég hefði talað við og hvað ég hafði verið að hugsa um yfir daginn, en þegar
hann' sýnir aldrei neinn áhuga, þá hættir maður því auðvitað smám saman.
Ég spyr heldur ekki af eins mikilli eftirvæntingu, um hvað hafi komið
fyrir hann, því ég veit að ég fæ ekkert svar...
„ . . . Heima er hann gjör-
ólíkur maður. Segir
aldrei frá neinu — en
þegar hann er með öðrum
þá kjaftar á honum hver
tuska ... . ”
HVERSVEGNA
TALAR
HANN
EKKI
VID MIG?
FALKINN