Fálkinn - 10.01.1966, Blaðsíða 7
„Já, Ebenezer sagði mér allt um það. Eitthvert ungt fólk
að hnýsast."
„Ebenezer ...“ byrjaði Shapiro.
En það var tekið fram í fyrir honum. „Þessi maður, sem
þú talaðir við áðan,“ sagði hún Ebenezer Titus. Hann er að
verða gamall. Hún er þessi stúlka, sem maðurinn drap —
er það ekki? „Skjólstæðingur þinn,“ spurði hann, og var
spurður við hvern hann héldi að hún ætti eiginlega.
„Við vitum ekki hver myrti hana,“ sagði Shapiro. „Og við
vitum ekki, hvort hún var fröken Titus. Hún gekk undir
öðru nafni.“
„Evans,“ sagði frú Piermont. „Nora Evans. Til hvers held-
ur þú, að ég hafi komið heim? Ég útskýrði þetta allt fyrir
lögreglunni áðan.“
„Hvernig væri, að þú segðir mér frá þessu líka, frú.“
Hún háfði verið í Bradenton þegar hún las um morðið á
stúlku, sem hét Nora Evans. „Julie hafði skrifað mér, og
nofað þetta nafn og heimilisfang. Sagðist vera gift. Ég býst
ekki við, að það hafi verið satt.“
„Það er ekkert, sem gefur giftingu til kynna,‘ sagði Sha-
piro. „Vissir þú um þennan mann — áður, meina ég?“
Auðvitað hafði hún vitað um hann. Ekki það að Julie
hefði verið hrein og bein. Hún hafði þó reynt að kenna
henni það. Hún hugsaði sig um andartak. „Samt sem áður,
síðan hún var tíu ára .. .“
Hún virtist undrandi. „Ég?“ spurði hún. „Eftir að hún
hafði viljandi yfirgefið mig?“
Frú Piermont fékk ekki seinna bréfið fyrr en hún var kom-
in til Florida. Þar sagðist stúlkan vera gift og gaf upp
heimilisfang sitt í Elleftu götu.
„Ég geri ráð fyrir að hún hafi gefið þér upp giftingar-
nafnið sitt?“ spurði Shapiro varfærnislega.
„Já,“ sagði gamla konan. „Hún sagði að það væri frú Evans,
en ef ég skrifaði henni, þá skyldi ég nota fröken Evans. Þessi
gifting átti að vera leyndarmál. Hún sagði ekki af hverju.
En nú segir þú mér, að engin gifting hafi átt sér stað.“
Shapiro sagði henni, að þeir vissu ekki um neina giftingu.
Það væri nærri öruggt, að engin hefði átt sér stað. Hún sam-
þykkti því, og sagði, að eplið félli sjaldan langt frá eikinni.
„Ég get alveg eins sagt þér frá þessu,“ sagði hún. „Mér
þótti mjög vænt um þessa stúlku. Batt miklar vonir við
hana, en hún henti öllu frá sér. Hún sendi mér mynd af
þessum — þessari skepnu. Ja, það má nú segja, að þetla
hefur verið úlfur í sauðargæru.“
„Hefur þú þessa mynd?“ spurði Shapiro. „Já vissulega,”
sagði hún og seildist niður í svarta skinntösku, sem var við
hlið hennar á gólfinu.
Hún sagði honum frá því, að hún hefði tekið hana i fóst-
ur — ekki löglega samt — Litlu Julie Titus — litlu rauð-
hærðu Briggs-Hill stúlkuna. Þetta voru allt nýjar fréttir
fyrir Shapiro.
„Ég gerði það sem ég gat til að vernda hana,“ sagði frú
Piermont. „En það hefur ekki verið nóg. Einhvern veginn
hefur hún hitt þennan — þennan mann. Hann fékk hana til
að yfirgefa mig orðalaust. Seinna skrifaði hún og bað mig
afsökunar. Hún sagðist ætla að giftast. Þetta var í október."
„Reyndir þú ekkert til að fá hana til þín aftur?“
FALKINN
7