Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1966, Page 27

Fálkinn - 10.01.1966, Page 27
Hinum megin í stofunni hlæja gestirnir að einhverju, sem maður hennar er að segja. Hún snýr sér undan, eins og hún þoli ekki að horfa á þetta lengur og allt í einu þusar hún út úr sér: — Það versta er, að stundum finnst mér það alókunn- ugur maður, sem kemur heim á kvöldin og borðar matinn, sem ég hef eldað, situr fyrir framan sjónvarpið og liggur við hliðina á mér á nóttunni! Veiztu, að ég er opinskárri, einlæg- ari við þig, en þegar ég tala við minn eiginn mann? Við erum gamlar skólasystur, en ég hef ekki hitt hana í mörg ár, ekki síðan áður en hún gifti sig. Þá ræddum við heilmikið um það, hvers við óskuðum af þeim, sem við mynd- um einhvern tíma giftast, hvaða eiginleika við teldum mikil- vægasta. Nú sitjum við saman og tölum um æskudrauma okkar — og um veruleikann.. — Manstu hvernig við létum okkur dreyma um að hitta einhvern, sem við myndum þekkja betur en alla aðra og sem inyndi þekkja okkur betur en allir aðrir, segir hún. — Betur en pabbi og mamma, betur en bezta vinkonan. Einhvern, sem hægt væri að vera algjörlega eðlilegur og einlægur við. Einhvern, sem gæti hjálpað manni að skilja allt, sem maður ekki komst til botns í einsamall sem maður gæti talað við um allt, milli himins og jarðar . . . — Manstu, hvað okkur fundust augun hafa mikla þýðingu? segi ég. Manstu hvernig okkur fannst, að eitthvað hefði gerzt, ef við gátum andartak horfst í augu við þann, sem við vorum hrifnar af? — En hve oft horfist maður í augu við manninn, sem maður er giftur? Hve oft skiptast hjón á augnatillitum! Það er alltaf eitthvað verið að sýsla, borða, sauma eða leysa krossgátu. Hann sér ekki einu sinni, hvórt hún er bólgin um augun af gráti. Hann sér hana ekki frekar en hún væri eldavélin. Hefur eldavélin grátið? Hlægileg fjarstæða. Konan getur varla verið að gráta. Hún er þarna bara. — Og þó fórum við fyrstu samveruárin könnunarferðir í einkalíf og hugsanir hvors annars. Þá töluðum við um hvað okkur féll vel og miður, um skóladagana, um foreldra okkar og hverja við hefðum þekkt áður. Ef til vill átti ég oftar frumkvæðið, þegar rætt var um persónulega hluti, segir hún. — Ef til vill var það ég, sem spurði meira og sagði meira frá. En hann svaraði að minnsta kosti og hlustaði á það, sem ég var að segja. Þá þekktum við hvort annað. En núna? Við höfum breytzt töluvert síðan, hugsað nýjar hugsanir og érum ríkari að reynslu — sem við höfum ekki sagt hvort öðru frá. Þegar við vorum trúlofuð, vissi ég með hverjum hann vann og hvernig honum geðjaðist að þeim. En ég veit ekkert um þær konur, sem ráðnar hafa verið til fyrirtækisins síðustu árin, né hvernig honum fellur við þær. Ég veit ekki "hvort hann hefur enn sömu skoðanir varðandi tryggð í hjóna- bandi og áður eða hvort þær hafa breytzt þessi ár, sem hann hefur verið kvæntur. Ég veit ekki hvort hann hefur sama álit á mér . . . HÚN lítur enn í áttina til hans. Nú situr hann í áköfum samræðum við eina dömuna, og hún verður dálítið ró- legri þegar hún sér, að það er ein hinna eldri. En rödd henn- ar er enn þrungin kvíða: — Ég reyni að segja við sjálfan mig, að hann vinni erfiða vinnu og vilji helzt af öllu losna við að tala um hana þegar hann er kominn heim. Ég segi sjálfri mér, að sennilega hafi hann ekki tekið þátt í neinu skemmti- legu og athyglisverðu, eða neinu, sem honum finnst þess vert, að segja frá því og það sem hann þarfnist öðru fremur þegar hann komi heim, sé að hvíla sig en ekki að brjóta heilann í samræðum. En þegar við erum í félagsskap, þá kemur upp úr kafinu, að hann hefur frá ýmislegu skemmtilegu að segja, þá hefur hann bæði hugsað og upplifað kynztrin öll! Hvers vegna? Er þetta svo miklu skemmtilegra — að segja ókunnugum frá því en ekki konunni sinni? Við fyrstu athugun virðist þetta hreint og beint lúalegt, eins og honum væri svo miklu meira í mun að sýna ókunnugu fólki vinsemd. En ef til vill er skýringin sú, að frásögn er miklu auðveldari, þegar áheyrandinn er mjög nákominn manni. Þá þarf ekki að þræða götu sannleikans eins nákvæm- lega; það má skreyta hann ofurlítið, þannig að það sem sagt er frá, ver'ður skemmtilegra. Þegar maðurinn segir konu sinni frá einhverju, sem komið hefur fyrir hann, vill hún vita nákvæmlega hvað gerðist og hver þáttur hans var í því. Hún lítur eftir fleiru en frásagnar- gildi sögunnar, hún leitar að því sem sagan segir henni um hann. Úr þessu verður áður en varir mikið, flókið og alvar- legt mál; hann neyðist ef til vill til að skilgreina hlutdeild sína í því, á þann hátt, sem hann kærir sig ekki um. Onnur ástæða fyrir því, að maðurinn þegir um atburði dagsins við konu sína kann að vera sú, að hann komizt að því fullkeyptu, ef konur koma þar við sögu á einn eða annan hátt. Hann hefur vitað frá því fyrst er hann kynntist konu sinni, að það sem hún hefur hvað mestan áhuga á, eru sam- skipti hans við aðrar konur. Hún hefur aldrei spurt hann jafn vandlega út úr, um árangur hans í starfinu eða afrek hans í íþróttum eða hvað beri á góma i kunningjahópnum, eins og um hvaða stúlkur hann hafi þekkt — hvað hafi verið á milli þeirra og hvað þau hafi tekið sér fyrir hendur saman — enda þótt þrjú fyrstu atriðin skipti hann ef til vill miklu meira máli. Og Þegar hún hafði komið honum af stað, eat þráfaldlega orðið rifrildi úr því. Hann veit af dýrkeyptri reynslu, að nefni hann konur þá vaknar grunur hjá henni, sem dregur með sér ásakanir svo oft verða langar og þreyt- andi útskýringar nauðsynlegar. Þá er betra að setjast bak við dagblaðið og þegja, þegar gamla gráhærða skrifstofu- stúlkan hættir heldur en að hætta sér út í erfiðar bollalegg- ingar um, hvað kunni að gerast, ef sú nýja verður ung og Ijóshærð. HANN á erfitt með að skilja konu sína og afstöðu hennar gagnvart öðrum konum. Hann hefur aldrei kynnzt bví af eigin raun, hvernig það er, að tilheyra kyni, sem nær ein- göngu er metið eftir aldri og útliti. Geri hann samanburð á sjálfum sér og öðrum karlmönnum, ræður það ekki mestu, hvort þeir séu yngri eða laglegri, heldur hvort þeir séu dug- legir og hafi hærri tekjur — og þetta hvorttveggja getur ávallt staðið til bóta. En í hvert skipti, sem kona hans stend- ur andspænis annarri konu. sem er yngri og fallegri, finnst henni að hún hafi beðið ósigur — vonlausan fullnaðarósigur — á tveim veigamiklum og hættulegum sviðum. Hann skilur ekki hina ævarandi þörf konu sinnar fyrir hughreystingu og uppörvun vegna þess að hún er að eldast og vegna þess að aðrar eru fallegri. Hann skynjar aðeins, að hann er á hálum ís, ef aðrar konur ber á góma. Þegar hún þráir svo mjög að segja honum frá öllum hugs- unum sínum og viðbrögðum, þá á það einnig rætur sínar að rekja til óttans um að vera metin — og elskuð — eftir svo fallvöltum mælikvarða, sem æskan og útlitið eru. Hún vill sannfærast um, að hann þekki hana í raun og veru, til þess að geta reitt sig á, að það sé hún. sem honum þyki vænt um. í stað þess tekst henni ef til vill aðeins að koma honum á þá skoðun, að hún sé hógómleg. Hann, sem sér á andlitssvip hennar og öllum hennar daglegu gerðum, hvernig hún er, hann þarf ekki að láta endurtaka fyrir sig löng samtöl við nágrannafrúna, til þess að komast að því. EN efnahagsmálin þá, hvers vegna vill hann ekki heldur tala um þau? spyr hún. — Það ætti þó að vera hlutlaust umræðuefni. En allt að einu er nærri ógerningur að fá hann til að tala um peninga. Hann svarar aðeins „ekki núna“ eða „einhvern tíma seinna" eða að ég skuli ekki vera að nöldra. Ef hann er hræddur um að ég verði of eyðslusöm, eða skamm- ast sín fyrir sína eigin eyðslusemi, þá gæti ég skilið að hann vildi ekki segja mér hvað hann hefur miklar tekjur. En hann segir mér það, það er bara eins og við getum aldrei rætt út um það, hvað við höfum efni á að kaupa. Ef ég hef til dæmis séð kjól, sem mig langar til að eiga ... — Þá veizt þú líklega jafnvel og hann, hvort peningar eru til fyrir honum. — Ég veit, að ef við minnkum ofurlítið við okkur á öðrum sviðum, þá gæti ég keypt hann. En þá fæ ég samvizkubit út af því, að við skulum þurfa að spara annað við okkur til að kaupa kjól handa mér. Og þess vegna vil ég ræða um það Framh. á bls. 41. FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.