Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1966, Blaðsíða 31

Fálkinn - 10.01.1966, Blaðsíða 31
óveðrum áður en radarinn kom til sög- unnar fellur nú niður. Hins vegar er maður laus við það sálarstríð sem skip- stjórinn hlýtur oft að hafa átt í þegar hann varð að sigla upp á von og óvon gegnum þokuna þangað til hann kom auga á vita.“ Afkoma manna ólíkt betri nú „Var ekki óttalega þvingandi að búa með svona mörgum í káetu?“ „Jú, það leiddi náttúrlega af þessari nánu sambúð, að enginn gat átt neitt prívatlíf, og þegar í hafnir var komið þá flýði maður bara skipið til að geta farið sinna ferða ótruflaður. Ef til vill hafði einn hásetinn gesti sem hinir þekktu ekki, og þá reyndu þeir að fara eitthvað annað á meðan. Ég eignaðist marga vini í strandhöfnunum heima og erlendis, enda þekki ég orðið urmul af fólki úti um allar jarðir eftir þennan langa tíma á sjónum.“ , „I hvaða hafnir fannst þér bezt að koma?“ „Þegar ég var yngri langaði mig til staða sem höfðu upp á mikla gleði að bjóða, vegna þess að þá vildi ég skemmta mér og sjá lífið, en núna er ég hrifnastur af litlum rólegum bæj- um sem eiga sér sögu. Káupmannahöfn varð fljótt mín uppáhaldsborg, og í rauninni þekki ég hana betur en Reykjavík. Hún var okkar heimahöfn fyrir stríð, en til Reykjavíkur komum við ekki nema einu sinni á ári, því að við sigldum á svæðið frá Djúpavogi til Hornstranda. Þá var líf skipshafn- arinnar talsvert annað en nú er; kaup- ið var ekki hærra en það, að við þessir yngri strákar gátum ekki veitt okkur nema lítið og fói'um helzt í Tivoli og bíó eða á mjólkurbari og ódýra dans- staði þar sem maður þurfti ekki að kaupa nema kaffi og kannski eina brauðsneið allt kvöldið. Þetta var í há- toppi kreppunnar, og t. d. voru körin lxjá norskum sjómönnum sízt betri en hjá okkur, en eitthvað skái’ri hjá Dön- um og Svíum. Nú er afkoma manna ólíkt betri, þótt alltaf sé kvartað um of lág iaun, og sjómennirnir kynnast öðrum hiiðum á lífinu þegar þeir fara til útlanda, af því að þeir hafa efni á að sjá meira og fara á dýrai'i staði.“ „Hvernig var með tungumálakunn- áttuna?" „Ja. það var skammariega litið kennt af tungumálum í Stýrimannaskólanum, en sjómannamálið lærist af sjálfu sér þegar maður fer að sigla til annarra landa Ég hafði lært dálítið í dönsku heima og var farinn að lesa ástar- rómana í vikublöðunum.11 „Og þar hefurðu fengið allan nauð- synleeasta orðaforðann." „Já náttúrlega, en á takmörkuðu sviði þó. Um leið og maður fór út fyrir þetta daglega mál gekk það verr Svo var enskan; í henni æfðumst við mest þegar við byrjuðum að sigla til Ame- ríku í stríðinu.“ Verst að vera vopnlaus „Var ekki óhugnanleg tilfinmng að sigla um höfin á stríðstímum og geta alltaf átt von á loftárásum. kafbátum og hverju sem var?“ „Maður hugsaði ekki svo mikið um það meðan á því stóð — það var kann- ski verra á eftir. Fyrst sigldum við einskipa, en þegar Bandarikjamenn gengu í stríðið hófsf kafbátahernaður um allt Atlantshafið, og þá var tekið upp á að sigla í ’convoy* eða skipalest- um. Skipin hópuðu sig saman, og með þeim fóru korvettur þeim til varnar. Fæstum man ég eftir þrjátíu og þremur skipum í lest, en flestum hundrað sex- tíu og sjö — sú lest kom frá Ameríku og splundraðist öll í kafbátaárás; okk- ur taldist svo til, að kringum sextíu skip hefðu sloppið, enda voru stöðug- ar árásir í fimm nætur.“ „Hvernig leið ykkur eiginlega á meðan?“ „Verst þótti okkur að vera vopnlaus- ir. Maður er oft að fordæma gi'immd í stríði, en ég er hræddur um, að ég hafi verið orðinn það herskár, að ég hefði getað skotið á andstæðingana með köldu blóði og meira að segja hlakkað í mér hefði ég hitt. Seinna fengum við loftvai'nabyssur í skipin, en þó að ég væri stundum á byssuvakt varð ég aldrei svo heppinn að fá að skjóts á flugvél." „Sást þú með eigin augum skip skotin niður?“ „Já. til dæmis sá ég einu sinni nokk- ux’s konar ofansjávai'orrustu sem end- aði illa, bæði fyrir okkar fólk og fjand- mennina. Við vorum á leið til New York, og það var búið að leysa upp skipalestina, því að ekki voru eftir nema 90—100 mílur í höfn Við sigld- um samhliða skipi sem var að fara með amerískar hjúkrunarkonur heim í fi'í, en um kvöldið hitti tundurskeyti skipið þeii'ra, og það byrjaði strax að síga að framan. Skömmu síðar fengu þeir annað skeyti, og þarna sökk skip- ið rétt við hliðina á okkur, en korvett- an hafði fengið nasasjón af því hvar kafbáturinn hélt sig og gat pressað hann upp á yfii'borðið og beitt sínum byssum á hann. Það var skipzt á skot- um af miklu kappi, og að lokum reisti kafbáturinn nefið og sökk siðan — hvað okkur þótti vænt um að sjá svínið fara niður! Rétt á eftir sprakk allt ! 'oft FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.