Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1966, Side 15

Fálkinn - 10.01.1966, Side 15
vildi hún vinna gegn henni á sinn hát't og hækkaði því ekki kennslugjaldið, þótt aðrir tækju orðið tvær krónur. Ætli verð- bólgan væri eins mikil í dag ef fleiri hefðu gert eins og hun? En hún vann ósköpin öll. var að kenna frá morgni til kvölds alla virka daga, og á sunnudögum saumaði hún og ’krúsaði1 prestakraga, sem kallað var, fyrir flestalla presta landsins. Amma var merkilegur persónuleiki og feiknalega dugleg kona, þó að líkamskraftar hennar væru ekki miklir. Fólkið skírði hana frú Petersen, af því að þá þótti kurteisi að snúa öllu upp á dönsku, og undir því nafni er hún þekktust, en sjálf kallaði þún sig alltaf Önnu Pjetursson. Það er of lítið á hana minnzt þegar talað er um brautryðjendur í músík á íslandi. Verst þótti mér, að hún skyldi ekki lifa það að heyra konsertmn minn; það hefði verið dálítil uppbót fyrir alla hennar fórn- fýsi við okkur systkinin.“ Yngsti nemandinn í tónlistarháskólanum danska „Hvert fórstu frá ömmu þinni?“ „Ég fór til Ameríku með mömmu minni þegar ég var þrettán ára og var tæp tvö ár í New York. Þar gekk ég í skóla og lærði líka að spila, en þegar ég hugsa um þennan tíma finnst mér hann líkastur draumi. Ég spilaði á landamóti í New York þegar ég var fjórtán ára, en það var áður en ég byrjaði fyrir alvöru að stúdéra músík.“ „Og hvenær gerðist það?“ „Við fluttum til Danmerkur þegar ég var fimmtán ára. Þá fór ég í tíma til prófessors Haraldar Sigurðssonar, þess mikla snillings, og bjó mig undir inntökupróf í Konservatóríið, en þangað komst ég í janúar 1922.“ „Varstu ekki óvenju ung?“ „Jú, ég var yngsti nemandinn. Eftir fyrsta námsárið keppti ég um frípláss samkvæmt ráðum kennarans míns — pabbi hafði lítil ráð á að kosta mig, en mér fannst músíkin vera mín köllun og langaði að halda áfram. Það voru eitthvað um fjörutíu nemendur sem tóku þátt í þessari keppni, af þeim fengu fjórir frípláss, og ég var númer eitt Þá spilaði ég 32 tilbrigði eftir Beethoven.“ „Varstu alltaf hjá Haraldi?" „Já, og þegar ég segi ’kennarinn minn‘ á ég við hann og hann einan, þó að ég hafi lært hjá fleirum. m. a. um tíma hjá hinum fræga Teichmúller í Leipzig og prófessor Riera í París. fslenzka þjóðin veit alltof lítið um þann dásamlega listamann sem hún á í Haraldi Sigurðssyni, en hann hefur unnið sér frægð og viðurkenningu í öðrum löndum og ávallt sem íslenzkur píanóleikari. Mig langar að segja þér smásögu um hvaða álit músíkmenn í Danmörku höfðu á honum Einu sinni spilaði hann undir hjá söngvara af minni gerðinni — ég fletti einmitt fyrir hann þá eins og raunar oftar — og daginn eftir sagði krítíkin í blöðunum, að söngvarinn hefði átt að geta smitazt af snilli undirleikarans, því að Haraldur Sigurðs- son hefði meiri músík í litlafingri sínum en margur tónlistar- maðurinn í öllum kroppnum." Námsárin einn hamingjudraumur „Hvað er þér minnisstæðast frá námsárunum?" „Þau voru einn hamingjudraumur. Ég lifði og hrærðist í músíkinni, og píanóið var mér allt. Ég naut þess að spila og fá að læra sem mest, og mér fannst alveg óskaplegt ef frí- dagur lenti á píanótíma hjá mér. Námið gekk mjög vel og var ævintýri líkast. Þarna kom ég telpa fáfróð um músík- bókmenntirnar og óvön að hlusta á konserta, en tók skjótt svo miklum framförum, að ég var komin á pallinn fyrr en Anna Pjeturss við hljóðfærið. j f FÁLKINN 15 L

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.