Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1966, Qupperneq 17

Fálkinn - 10.01.1966, Qupperneq 17
okkar og kóra og æfði með kórum í fleiri ár, en oftast voru mér fengin veigaminnstu verkefnin, og stundum hef ég verið sótt þegar aðrir vanræktu störf sín, og síðan sparkað. Það hefur verið sagt um mig, að ég vildi ekki spila un^ir, en það er alls ekki satt; ég hef aldrei neitað þegar ég hef verið beðin að spila undir hjá einhverjum. En í mörg ár hef ég mætt tómlæti hjá músíkmönnum hér og ekki fengið tækifæri til að koma fram. Aldrei hefur mér verið boðið að taka þátt í kammermúsík hér á landi. íslenzk menning hefur haft ráð á að bola mér út úr músíklífinu þótt meðalmennskan sé óvíða borguð hærra verði en einmitt á fslandi — kannski mega konur ekki vera of mikilhæfar í þessu karlaríki? Þá sjaldan ég fékk að koma fram sem undirleikari í útvarpinu varð ég að rífast til að vera nefnd eins og hinir, og það þótti frekja af mér, en nú verða menn landsfrægir fyrir að spila á grammó- fón í útvarpið! íslendingar eru alltaf að tala um spillandi erlend áhrif á menningu sína, en mér er spurn — standa þeir vörð um það sem bezt er hjá þeim sjálfum?“ „Fékkstu aldrei bata á þessari vöðvabólgu?“ „Jú, árið 1938 fór ég til Danmerkur og lærði nýja aðferð hjá prófessor Rachlew þannig að ég gat aftur farið að spila meira þrátt fyrir mínar veiku hendur án þess að stokkbólgna frá fingurgómum og langt upp á handleggi.“ „Gaztu þá ekki farið að spila aftur opinberlega?“ „Ég gerði það og kom fram á nokkrum konsertum, en ráða- menn í músíklífinu hér hafa þagað vandlega um mig og ekki veitt mér mikil tækifæri. Það eina skipti sem eytt var á mig prentsvertu var ég rægð opinberlega, en einn íslenzkur listamaður hafði þó þann drengskap að hringja til mín. ’Anna Pjeturss', sagði hann, ’þér skuluð ekki taka yður þetta nærri; þér eruð of góður listamaður til þess’. En frá þessum tíma hefur verið alger þögn um mig.“ „Þú hefur kennt heilmikið?“ „Já, mér fannst það ágætt, og á þriðja áratug sat ég og kenndi í sömu stofunni og amma mín forðum. Skemmtilegast þótti mér að vinna með langt komnum nemendum og auð- vitað þeim sem höfðu áhuga og hæfileika." Vantar gagnrýni um útvarpsmúsík „Fylgistu vel með tónlistarlífinu hér?“ „Aðallega í útvarpinu. Og að undanskildum nokkrum góðum listamönnum finnst mér mætti vera meiri reisn yfir þvi og minni lognmolla. Músíkgagnrýnin mætti líka vera betri að mín- um dómi. Og hvernig stendur á því, að eingöngu er skrifað um konsertpallamúsík, en ekki orð um útvarpsmúsíkina sem flæð- ir þó inn á hvert heimili? Útvarpið ætti að gera meira að því að örva íslenzka píanóleikara, en söngurinn virðist sitja í fyrir* rúmi þegar hérlendir listamenn láta til sín heyra í útvarpi. Við eigum orðið álítlegan hóp af ágætum píanóleikurum, en hvenær koma þeir fram þar? Mér finnst yfirleitt alltof lítið um píanó- músík — íslendingar þjást af hljómsveitarsýki, og jafnvel Chopin, þetta meistaraskáld píanósins. er spilaður í hljóm- sveitarbúningi í íslenzka Ríkisútvarpinu. Það er ekki nóg að framleiða listamenn — við verðum líka að örva þá til dáða, og þar finnst mér útvarpið hafa brugðizt skyldu sinni.“ „Var pabbi þinn músíkalskur?" „Já, mjög, hann hafði afar næma tilfinningu fyrir músík, og útvarpið hefur áreiðanlega ekki átt betri hlustanda en hann. Oft kom hann heim úr Sundlaugunum á sunnudags- morgnum bara til að heyra eitthvert tónverk sem hann vildl ekki missa af. Á námsárum mínum skrifaði hann í póesíbók- ina mína þessi orð: ’Músíkin er ein af beztu leiðunum til sambands við upptök alls hins góða. Megi þér auðnast, Anna mín, að komast sem lengst í þinni fögru mennt'. Músíkin var honum lífsnauðsyn, bókstaflega talað; hann gat ekki án henn- ar verið.“ Ú hefur þrátt fyrir allt ekki séð eftir því að leggja fyrir* þig músík?“ „Ja, hvað skal segja? Músíkin er í mér, hún er hluti af mér og minni tilveru og hefur alltaf verið. Að sumu leyti hefur hún verið mér blesSun og að öðru leyti kannski bölvun, en ég get ekki verið annað en músíkant, því að það er mitt eðli. f henni getur maður verið sannur og sjálfum sér trúr, hún er eintal mannsins við guð og samband okkar við hið æðsta. Það ætti að stjórna heiminum með músík — þá ættu kannski færri bágt.“ ★ ★ Á íslandi hefur Reykjalundur einkaleyfi til framleiðslu á LEGO system. LEGO system er alþjóðlegt vöruheiti á byggingarten- ingum af ýmsum gerðum og stærðum, leilcfangi, sem ungir og gamlir háfa yndi af. LEGO system er framleitt í fjölmörvum löndum og eignast hvarvetna aðdáendur. vixmuheimilid ad Reykjalundi LEGO leikandi - - heimur ! FÁLKINN II

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.