Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1966, Blaðsíða 5

Fálkinn - 10.01.1966, Blaðsíða 5
Sigurður Friðþjófsson, fréttastjóri Þjóðviljans. Þorsteinn Thorarensen, fréttastjóri Vísis. Matthías Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins. þótt vissulega mætti sitthvað tína til: Hafís lagðist að Norðurlandi í ofanverðum marzmánuði, fyllti firði og flóa og lokaði siglingaleiðum. Sumir nefndu hann mesta hafís í hálfa öld og þótti þetta að sjálfsögðu tíðind- um sæta; ýtti ögn við mönn- um í heimilishlýju þeirra og velsæld. Er sumri tók að halla fluttu blöðin fregnir af mesta áfengis- smygli, sem vitað er um. Mörg- um sæmdarmanni þótti þá — og ekki að ástæðulausu — sem vixill heiðarleikans í þessu landi hefði endanlega verið af- sagður. Fréttin um Skarðsbók kom skemmtilega á óvart, þótt þeir sem við blöðin starfa vissu hvað klukkan sló nokkru áður en kaupin voru kunngerð. Hún er án efa það sem mestan fögn uð vakti af öllu því mikla fréttamagni, sem blöðin létu á þrykk út ganga á árinu. Sumum kann að virðast bros- legt að gefa sýknt og heilagt út ávísanir á aldagamla frægð og menningu. En hvað annað skyldi vera vænlegri hvatning til nýrra afreka og megna að forða okkur frá umkomuleysi í allsnægtum? Vísir: MÉR finnst að bókauppboðið í London, þegar Skarðs- bók var seld hafi verið mesta frétt ársins 1965. Víst hefur Sigurður Benediktsson selt margar merkilegar bækur á árinu, en ætli Skarðsbókar- salan verði þó ekki í sérflokki á því sviði. Hugsið ykkur 4,3 milljónir króna fyrir þessa bók, sem þó er tiltölulega ómerkileg móti öilum dýrgripunum sem við „eigum“ enn í Kaupmanna- höfn. Dýr skyldi þá Sæmundar- Edda. Ef til vill minnist ég þessa atburðar, af því að ég átti áður svo margar skemmtilegar pers- ónulegar minningar frá hand- ritamálinu, dvöl í Árnasafni og viðræður við sjálfan erkióvin- inn Bröndum-Nielsen í forsal Konunglegu bókhlöðu. En þó verður sala Skarðs- bókar ennþá stærri frétt vegna þess, að hér var svo mikið í húfi, ekki aðeins skrælnuð skinnblöð eða nokkrar milljón- ir krória, heldur var hér teflt um heiður íslands. Gat það ver- ið að íslendingar létu á tímum þegar síldargróðinn hrúgast í land, þetta eina tækifæri ald- anna ónotað til að verða hæst- bjóðendur, þegar þegar eigin frægð og virðing yrði lögð undir hamarinn. Ég get sagt það hér, að það var talsverð spenna og eftir- vænting ríkjandi, þegar náJg- aðist hádegi þennan dag og við biðum eftir símtalinu frá London. Lokunartími blaðsins eða „deadline" eins og það er kallað var kominn, en gat ég nokkuð annað gert, en að biðja menn að halda öiiu opnu. Og loks kom samband- ið, það var ágætur vinur Vísis, Björn Björnsson kaupmaður í London, sem margsinnis hef- ur sýnt okkur, að hann er bet- ur búinn en margur blaða- Framh. af bls. 37. Morgunblaðið: MÉR koma fáir atburðir i hug sem eru stórum merk- ari en aðrir. Ég held að 1965 sé einna helzt ár lítilla inn- lendra atburða sem þó hafa sumir hverjir verið blásnir upp eins og stórtíðindi væru. Marg- ar slíkar sápukúlur eru nú þegar teknar að hjaðna. Fundur Vínlandskortsins er auðvitað eftirminnilegur at- burður sem snertir sögu okk- ar og afgreiðsla handritamáls- ins var mikill gleðiauki öllum íslendingum, en vafasamt að télja það innlendan atburð. Aftur á móti var fundur Norð- urlandaráðs í Rvík. snemma á árinu tímamótaviðburður í sögu okkar og afstöðu til frænd- þjóðanna. Sem blaðamanni þótti mér hvað skemmtilegast að fylgjast með þessu merka þinghaldi. Það var örvandi framlag til norrænnar sam- vinnu sem ég tel við eigum að hlúa að og efla eftir megni. Samneyti og vinakynni við Norðurlandaþjóðir eru heil- næmt mótvægi við stórþjóða- áhrifum hér á landi. Óvenjumargir svipmiklir og eftirminnilegir samtímamenn hafa látizt á þessu ári, ég nefni aðeins andstæðurnar séra Bjarna Jónsson og prófessor DungaJ, sem þó áttu kannski meira sameiginlegt en flesta grunar. En kannski verður mér hvað minnisstæðust leitin að Jóhanni Löve, ekki sízt fyrir þá sök hve vel tókst til í lokin. Ég hef persónulega reynslu fyrir því — hana fékk ég nú skömmu fyrir hátíðarnar — að forráða- menn lögreglunnar í Reykja- vik og slysavarna eru í senn hugljúfir drengskaparmenn og frábærir skipuleggjendur, er voða ber að höndum. Um leið og ég sendi Jóhanni Löve og fólki hans jólakveðjúr minn- ist ég þeirra manna sem á erfið- um tímum í svartasta skamm- deginu hafa sannfært mig um að fórnarlund og náungakær- leikur eru enn meginstrengur í okkar annars kvíslóttu samtíð. Sú persónulega reynsla þykir mér markverðust niðurstaða ársins 1965. Reykjavík, 23. des. 1965. Matthías Joliannessen. Þjó5vil|inn: AÐ sem ég myridi segja að væri stærsta fréttin var stöðvun síldveiðanna í maí, er síldarskipstjórar sigldu skip- um sínum til hafna til að mót- mæla sildarverðinu og bráða- birgðalögunum um skattlagn- ingu bræðslusíldar. Fyrst og fremst þá kom þessi frétt svo mjög á óvart. Að vísu vissu menn að sjómenn og skip- stjórar voru mjög óánægðir með þessa verðákvörðun, en ég hugsa að fæstir eða engir hafi búizt við að nást myndu slík samtök um mótaðgerðir, þar sem skipin voru dreifð úti á miðunum. Þessar mótmælaaðgerðii báru svo þann árangur að ríkis- stjórnin var knúin til að falla frá bráðabirgðalögunum og sjó- menn fengu nokkra leiðrétt- ingu mála sinna. Nú getur auðvitað verið að gerzt hafi stærri atburðir, en þeir áttu sér þá langan aðdrag- anda og komu fréttir af þeim ekki eins á óvænt og þessi frétt um stöðvun síldveiðanna. FÁLKINN 5

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.