Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1966, Blaðsíða 34

Fálkinn - 10.01.1966, Blaðsíða 34
4 • Aika Framh. af bls. 29. blíndi á simaáhaldið nokkur augnablik, siðan gekk hún inn í svefnherbergið og lagðist niður á m.iúkt hjónarúmið. Reiðin ólg- aði og sauð í henni. Um miðnætti hringdi síminn en Aika flýtti sér ekki að anza honum. Að líkindum var þetta einhver hinna japönsku vina hennar, sem vildi óska henni gleðilegra jóla. Þegar hún svar- aði gat hún varla trúað því, að þetta væri Michael. Það var iðrunarhreimur í rödd hans. „Við skulum vera saman um áramót- in, ástin min,“ sagði hann. „Ég kem til Los Angeles þann tuttug- asta og níunda, ég lofa því.“ Aika var komin á fremsta hlunn með að spyrja hann hvers vegna hann gæti ekki komið strax, en hún stillti sig um það. Reiði hennar var þegar rokin út í veður og vind. Hún var sæi og glöð. Hana iangaði til að segja Michael eitthvað frá börn- unum, en hann mátti ekki vera að því, að tala lengi i símann. Hann óskaði henni og börnun- um gleðiiegra jóia og lagði á. Þann tuttugasta og áttunda desember kom Michael án þess að gera boð á undan sér. Hann 34 FÁLKINN var i ljósum fötum, hár, grann- ur og dásamlega sólbrúnn; henni fannst hann fallegri og myndar- legri en nokkru sinni. Hann hafði með sér heilan hlaða af gjöfum, sem hann hafði keypt fyrir jólin. 1 átta klukkustundir var litla íbúðin þrungin lífi, hlýju og hamingju. Michaei lék við börnin tímunum saman, telp- urnar iðuðu af fjöri og kátínu og klifruðu um hann allan. Eftir kvöldverð komu þau börnunum í rúmið með miklum eftirgangs- munum og eyddu síðan því, sem eftir var kvöldsins i svefnher- berginu. Aika naut hvers augna- bliks þessara hamingjustunda eins og það væri dropi af dýr- mætum guðaveigum, og neitaði sér um að sofna, enda þdtt þreytt væri eftir ástríðufullan ástarleik kvöldsins. Klukkan var að ganga tólf, þegar Michaei bærði á sér í örmum hennar. Allt i einu kipptist hann við og leit á úrið sitt. „Drottinn minn dýri, er komið fram að mið- nætti?" hrópaði hann upp yfir sig. „Ég verð að fara.“ Um stund mælti Aika ekki orð af vörum. Hún var rugluð og agndofa. Hún horfði á Michael flýta sér í föfin og fann til sárs- auka, sem óx jafnt og þétt eins og þegar deyfing rénar eftir uppskurð. Þegar Michaei hafði fest á sig þverslaufuna, kyssti hann hana blíðlega og sagði að sér fyndist leitt að þurfa að fara. „Verður þú að fara?" spurði Aika. „Já, elskan," sagði Michael og fór í frakkann. „Ég kom með móður minni." „Hvenær kemurðu aftur?" spurði Aika eftir augnabliks þögn. „Ég get ekki sagt um það, ástin mín,“ sagði Michael og kyssti 'hana aftur. „Ég sagði þér, að móðir mín kom með mér.“ „Þú verður ekki hjá mér og börnunum um áramótin?" „Mamma vill fara heim á morgun. Ég kem og heimsæki þig einhvern tima i vor. Þú þarft engu að kvíða, ástin min. Ég skrifa þér og sendi þér pen- inga..." „Michael," greip Aika fram i fyrir honum. „Ég gef þér sólar- hrings frest til að snúa aftur til min.“ Hún hafði aldrei áður misst stjórn á skapi sínu við Michael, en nú gat hún ekki lengur haft taumhald á reiði sinni. „Gjörðu svo vel að velja milli mín og mömmu þinnar. Ef þú ekki kemur aftur áður en sólarhringur er liðinn, þá vii ég fá skilnað." „Hvað gengur að þér, gullið rnitt?" spurði Michael. „Ertu að reyna að vera fyndin?“ „Ég vil fá skilnað, Michael," sagði Aika rólega, „ef þú kemur ekki aftur til mín.“ „Þú veizt ekki um hvað þú ert að tala,“ sagði Michael og reyndi að hlæja. „Heyrðu, ástin mín, þú ert frú Huggins, þú átt tvö börn og heimili og það er vel séð fyrir þér. Þú ert góð eiginkona og ég elska þig. Farðu nú ekki að tileinka þér neina ameriska ósiði, eins og skilnað og ómerkilega fyndni. Við erum ung og höfum tímann fyrir okk- ur.“ „Gjörðu svo /el að fara, Michael," sagði Aika. Hún fór fram úr rúminu og ýtti Michael fram að dyrunum. „Farðu núna og hugsaðu þig um. Ég bíð í sólarhring. Ef þú verður ekki kominn aftur, þá fæ ég lögfræð- ing.“ „Heyrðu, elskan mín .. „Ekki segja meira núna, Michael," sagði Aika. Hún ýtti honum út úr svefnherberginu og lokaði dyrunum. I tuttugu og fjórar klukkm stundir beið Aika eftir manni sínum. Michaei kom ekki aftur. Skömmu eftir miðnætti næsta kvöid, gaf hún loks upp alla von. Hún var ekki reið; aðeins sorgmædd yfir þvi, að Michael skyidi ekki skilja, að hún gat ekki lifað án hans. Hún hafði átt með honum hamingjusöm ár og var þess fuliviss, að hún myndi aldrei elska annan mann, jafnvel þótt hún héldi áfram að lifa. Það var til einskis að reyna. Bezt væri að binda enda á það allt saman. Börnin höfðu sofið rúmlega fjórar klukkustundir. Hún tók upp símaáhaldið og hringdi til japanskrar vinkonu sinnar og bað hana að koma klukkan tvö. Hún þyrfti á barnfóstru að halda. Hún bað hana um að ganga inn án þess að hringja dyrabjöllunni, dyrnar myndu vera ólæstar. Síðan fór hún inn í herbergi barnanna og virti litlu telpurnar fyrir sér um stund. Linda, sem var hálfs þriðja árs, svaf vært í hjónarúminu; Margarette var eins árs, hún svaf í barnarúminu með litla brúðu í fanginu. Aika kyssti þær varlega á ennið. Svo gekk hún út úr barnaherberginu og inn í setustofuna og settist niður. Hún horfði á litla jólatréð; loft- bólurnar í litlu, grænu kertun- um minntu hana á einmanalegt jólakvöldið. Hún var fegin því, að þurfa ekki að þola jafnvel enn einmanalegra gamlárskvöld; nú myndi hún aldrei framar þurfa að brjóta heilann um svör við hinum sífelldi spurningum Lindu: „Hvar er pabbi? Hvers vegna er hann ekki hjá okkur?" Hún myndi aldrei þurfa að skrökva að henni framar. Hún fór inn í svefnherbergið. Þar opnaði hún fataskápinn og tók út úr honum fjölda af göml- um hálsbindum, sem Michael átti. Hún batt þau saman i snatri og bjó til snöru, síðan fór hún inn í baðherbergið og festi end- ann um snaga á hurðinni. Hún sté upp á barminn á baðkerinu, lagði snöruna um háls sér og stökk...

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.