Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1966, Page 16

Fálkinn - 10.01.1966, Page 16
 í .jí; hur eflrr Afyanfpiprm'm ug í tlrnhvld tU Lrmrtntí Urkttrrtnffer snmt Je rrhiintitdne tirfurín&'r Anna fékk lofsamlegan vitnisburð þegar hún útskrifaðist úr konunglega danska tónlistarháskólanum: „Fr0ken Anna Sigridur Pjeturss har ganske særlig udmærkede pianistiske evner. Ved afgangseksamenen vakte hun stor opmærksomhed ved sin fortrinlige præstation. Hvis hendes udvikling fortsæt- tes sáledes har man al grund til at vente en smuk fremtid for hende som pianistinde.“ varði og útskrifuð sem konsertpíanisti. Hrósinu var hellt yfir mig úr öllum áttum, og burtfararprófið mitt vakti mikla athygli. Það var minn stóri dagur sem ég gleymi aldrei. Þar voru nokkrir íslendingar viðstaddir auk margra annarra. Sérstakt lof fékk ég fyrir túlkun mína á Carneval Schumanns. Eftir á var mér boðið í hádegisverð með skólastjórninni og prófdómurunum, en það þótti enginn smáræðis heiður. Meðal prófdómaranna var hið mikla tónskáld Dana, Carl Nielsen; f hann hældi mér á hvert reipi og sagði meðal annars; ’De er en perle*. Það var uppörvandi að fá hrós hámenntaðra músik- manna, og ég var náttúrlega í sjöunda himni. En þó að allar dyr hafi staðið mér opnar í Danmörku sem listamanni settist ég að á íslandi vegna pabba míns.“ „Sóttirðu mikið konserta?“ „Já, á hverju kvöldi meira og minna, það var þáttur í náminu, og músíknemar fengu frímiða. Ég var svo óreynd í byrjun, að mér fannst bara ekkert gaman, kunni hreint og beint ekki að hlusta. En það stóð ekki lengi.“ „Spilaðirðu ekki sjálf á konsertum?“ „Jú, oft innan skólans og í félagi ungra tónlistarmanna. Maður spilaði og spilaði til að æfa sig í að koma fram. Konsert- ar skólans voru fyrir almenning, og þetta var mikilsverður undirbúningur fyrir aðra tónleika síðar meir. Ég var með í kammermúsík og kom líka oft fram sem einleikari. Strax meðan ég var á fyrsta námsári bauð mjög þekktur sellisti, Hye- Knudsen, núverandi hljómsveitarstjóri dönsku óperunnar, mér að spila með sér og kunnum fiðluleikara í píanótríói, en ég var svo bjálfaleg að neita. Ég treysti mér ekki út í það; ég var slíkt blávatn til að byrja með, að ég vissi sjálf lítið um 16 FÁLKINN getu mína. En það átti vel við mig að troða upp. Þá var ég í essinu mínu.“ „Varstu ekkert taugaóstyrk?" „Jú, en ég var nógu vel undirbúin til þess að það sakaði ekki. Það er frumskilyrði að hafa örugga tækni og kunna verkin til hlítar. En ég var kröfuhörð við sjálfa mig og vand- lát eins og alvariegir listamenn eru oftast.“ „Hvað hélztu marga konserta hér heima?“ „Því miður aðeins þennan eina sjálfstæða. Ég fékk reyndar áskoranir víða að um að halda fleiri, en ég þekkti þá ekki þennan íslenzka sið að halda konserta í metratali eins og a. m. k. söngvarar gerðu oft. Ég spilaði konsertprógrammið á landamóti í Kaupmannahöfn, og þess var getið í dönskum blöðum, 19. júní spilaði ég fyrir konurnar hér, og Carneval spilaði ég á konserti með Hljómsveit Reykjavíkur sem sjálf- stæður liður á efnisskránni." Oíreyndi sig á œfingunum „Hefurðu ekki verið með vöðvabólgu í handleggjunum í mörg ár?“ „Jú, það var nú mitt ólán og eini skugginn á námsárunum í Kaupmannahöfn. Ég æfði mig gegndarlaust og hef sennilega ofreynt mig, því að ég hafði litlar hendur og hugsaði ekkert um að hlífa mér. hafði bara ekki vit á því. Kennarinn minn spurði stundum: ’Hvað eruð þér nú gömul? Er nokkur von til þess að höndin stækki?1 Maður þreytist náttúrlega við mikl- ar æfingar, en ég var ung og áhugasöm og hélt áfram, þó að ég yrði uppgefin. Síðar sagði prófessor Riera mér, að maður ætti aldrei að sitja við æfingar lengur en klukkutíma í einu.“ „Þetta hlýtur að hafa háð þér mikið?“ „Já auðvitað, og þess vegna vildi ég ekki halda áfram að koma fram sem sólisti fyrr en ég væri búin að jafna mig. En ég treysti mér vel til að spila sem undirleikari og taka þátt í kammermúsík. Ég spilaði undir fyrir flesta einsöngvara Anna Pjeturss um það leyti sem hún hélt konsertinn sinn í Nýja Bíói.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.