Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1966, Blaðsíða 18

Fálkinn - 10.01.1966, Blaðsíða 18
Magiiús, Anna og Vílhjálinui* á Röðli 1. janúar sl. tók ný hljómsveit við af Elfari Berg á Röðli og sá sem stýrir henni er ekki neinn viðvaningur, en það er Magnús Ingimarsson, hinn snjalli út- setjari og píanóleikari. Ekki hefur hann kastað til höndunum með val á söngv- urum, en það eru þau Anna Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson. Anna hef- ur m. a. sungið á Röðli og átt þar vin- sældum að fagna. Vilhjálmur hefur ekki fyrr sungið með reykvískri hljóm- sveit, en síðast var hann með Ingimar Eydal og félögum á Akureyri, en hljóm- platan þeirra með lögunum ,,Á sjó“ og „Litla sæta ljúfan. ..“ er að slá öll met í sölu hér, en það er einmitt Vilhjálm- ur, sem syngur síðara lagið. Jafnframt söngnum leikur hann á bassagítar. Aðrir meðlimir hljómsveitarinnar eru: Garðar Karlsson, hinn kunni gítarleikari, Alfreð Alfreðsson, sem ekki ætti að vera óstyrk- ur með kjuðana, og svo er það auðvitað Magnús sjálfur á píanóið. Ég leit inn á æfingu hjá þeim dag nokkurn í desember, í því skyni, að rabba lítillega við hljómsveitarstjórann og söngvarana. Magnús kvaðst vera mjög ánægður með, hvernig valið í hljómsveitina hefði tekizt. Á betri mannskap hefði varla verið völ. Þá kvaðst hann hafa heyrt að aðstaða öll á Röðli væri með ágætum og betri húsbændur væri tæplega hægt að hugsa sér. Ekki er þetta í fyrsta sinn, sem hann tekur að sér hljómsveitarstjórn. 1959—1960 gegndi hann því hlutverki í Framsóknarhúsinu (nú Framh á bls. 42 • TOM JONES SYNGUR UM JAMES BOND • Þið kannist flest við hið fræga gítarlag, Walk don’t run, en það var mjög vinsælt í Bandaríkjunum og víðar fyrir um það bil fjórum árum. 1964 var það gefið út á plötu á ný í örlítið breyttri útsendingu og hét nú Walk don’t run ’64 og aftur gerði þetta gamalkunna lag mikla lukku í flutningi Ventures, þó það næði skiljan- lega ekki fyrri vinsældum. Höfundur umrædds lags er John Barry og það sem meira er, hann hefur samið alla tón- list við James Bond myndirn- ar, en mörg laganna hafa náð miklum vinsældum eins og t. d. Goldfinger flutt af Shirley Bassey og 007 úr DR. NO. Þá er lag úr nýjustu myndinni THUNDERBALL þegar farið að fikra sig upp bandariska listann, en það er sungið af Tom Jones, og nú er að vita hvort TOMMI JÓNS kemst eins hátt á vinsældalistanh með James Bond og hún Shirley Bassey. Honum ætti ekki að verða skotaskuld úr því miðað við það, hvað What’s new Pussycat? úr samnefndri kvikmynd náði langt. Þar var Sean Connery að vísu ekki í aðalhlutverkinu, heldur hinn góðkunni Peter Sellers, en lagið, sungið af Tom Jones nýtur mikilla vinsælda. Það er orðin hefðbundin venja, að ef minnzt er á er- lenda kvikmynd, sem vakið hefur athygli, að klykkt er út með því að segja að umrædd mynd verði sýnd hér bráðlega. Þetta er álíka leiðigjarnt og endirinn á ævintýrunum . . 18 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.