Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1966, Qupperneq 22

Fálkinn - 10.01.1966, Qupperneq 22
:■ ■ : LIÓSMYNDUN er ný lislgreín sem nýtur œ meiri viðurkenningar og vinsœlda um allan heim. Segja má að ljósmyndun sé sú listgrein sem þróast örast í dag og stendur nú jafnfœtis gömlu listgreinunum hvað túlkunarhœfi snertir. Margar stefnur eru uppi um hvernig nota á Ijós- myndatœkin til þess að túlka frumleika og feg- urðarskyn listamannsins. Hver listamaður velur sér sinn stíl eins og í öðrum listgreinum, og verk hans verða auðþekkjanleg af handbragð- inu. Löng saga liggur að baki þess sem nú hefur séð dagsins ljós í ljósmyndun. Hugmyndin að fyrstu myndavélinni varð til meðal menntaðra Araba um 350 fyrir Krist, Árið 1544 var gerð í HoIIandi teikning af fyrirhugaðri myndavél sem nota átti sem teikniáhald. Á 17. öld smíðaði Þjóðverjinn Zahn myndavél sem varð grundvöllur fyrir þeim myndavélum sem nú eru notaðar. Árið 1826 tók Frakkinn Joseph Niépce fyrstu ljósmyndina. Hér á landi er fjöldi manna sem tekur ljós- myndir sér til gamans, og nokkur hluti þeirra vinnur sannarlega með hug listamannsins. Á Iandinu er starfandi klúbbur áhugaljósmyndara með meira en 500 félagsmönnum, og hefur hann verið athafnasamur á undanförnum árum, meðal annars gefið út blað um ljósmyndun og haldið sýningar. Að þessu sinni kynnir Fálkinn ungan ljós- myndara, Rúnar Gunnarsson að nafni, sem er eiginlega bœði áhugaljósmyndari og atvinnu- Ijósmyndari. Það er algengt að unglingar fáist við Ijósmyndagerð, og Rúnar var ekki gamall þegar hann byrjaði. Fyrir nokkrum árum vann hann sem blaðaljósmyndari hjá Alþýðublað- inu, en hélt síðan til Bandaríkjanna til náms, gekk á skóla í Santa Barbara í Kaliforníu og nam þar grundvallartriði ljósmyndalistarinnar, Ijósmyndatcekni og ^nyndbyggingu. Eftir heim- komuna hefur hann verið nemandi hjá Stúdíó Guðmundar í Garðastrœti 8 og er nú að ljúka námi. Hann hefur skapað sér sérstakan stíl sem kemur fram í sterkri myndbyggingu, miklum andstœðum, djarfri notkun ljóss og skugga.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.