Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1966, Blaðsíða 13

Fálkinn - 10.01.1966, Blaðsíða 13
blá og hlýleg og svo furðulega lík augum Karls. — Mér er ánægja að kynna þig fyrir Mamie, mamma, sagði Karl. — Komdu með hana hingað og lofaðu mér að líta betur á hana, Karl. Karl var stoltur af Mamie, þegar hún gekk þvert yfir stof- una, þokkafull og mjúklega, með bros á vörum. Hún leit út eins og hún hefði margæft þetta. Hann hafði aldrei séð hana svona glæsilega og aðlað- andi í senn, og hann skildi ekki hvað kom bróður hans til að líta undan og mágkonu hans til að bíta á vörina. — Gott kvöld, frú Hender- son, sagði Mamie mjúkri röddu. — Karl hefur talað svo mikið um yður, að ég hef hlakkað til að hitta yður. Þetta hljómaði eins og utan að lærð romsa, Karl heyrði það núna, orðin flöt og líflaus. Svo hló hún allt í einu og bætti við: — Ég meina. . . þér eruð móðir Karls og ... Móðir Karls horfði á hana, síðan byrjuðu þunnar varir hennar að titra. Svo sagði hún áherzlulaust, en röddin hljóm- aði eins og hún vissi að orð hennar skildust fullkomlega. — Karl er bara drengur, það vitið þér líka Mamie, er það ekki? — Að hann er bara drengur ennþá ... Fáið yður sæti og drekkið hérna kaffi. Kærið ykkur ekki um mig. Ég er dauðþreytt. Gamla konan varpaði öndinni þungt, lokaði augunum og útilokaði sig þann- ig frá umheiminum. Mamie var svo furðu lostin, að hún stóð eins og steinrunn- in frammi fyrir frú Hender- son, meðan kinnar hennar urðu stöðugt rjóðari. Að lokum rak hún upp stuttan hlátur og gekk aftur til Karls. Hún vaggaði ör- lítið í mjöðmunum og bar höf- uðið mjög hátt. Þau höfðú öll orðið vandræðaleg, þegar frú Henderson lokaði augunum svo skyndilega. Helen gerði sér allt í einu mjög mikið far um að véra vingjarnleg við Mamie. En Karl tók eftir að bróðir hans horfði á Mamie, eins og hún væri ein af þessum glæfra- legu stúlkum, sem maður mætti stundum á götu og vissi ekki almennilega hvort manni litist á eða gengju fram af manni. — Nei, nú skulum við fá okkur sæti, og svo skal ég segja ykkur sögu, eina af þessum góðu, sagði bróðir Karls og bandaði hendi í áttina til sóf- ans. Hann sagði eina af eftir- lætis grínsögunum sínum, og nú heyrðu þau í fyrsta sinn óþvingaðan hlátur Mamie, ei- lítið hásan. — Á ég að segja eina núna, Karl, sagði hún, og hlátur- hrukkurnar kringum augun gáfu andlitinu prakkaralegan svip. En í staðinn fyrir að segja sögu byrjaði hún að tala og tala, eins og hún væri hrædd við að þagna. Það var eitthvað svo knýjandi og óeðlilegt í öllu þessu málæði, að Karl reyndi aftur og aftur að stöðva hana með smá athugasemdum. Að lokum skildi hún, að hún hafði gert sig kjánalega og steinþagnaði, og feimnin gerði svip hennar stífan og kulda- legan. Hún fann að Karl fyrirvarð sig fyrir liana. En hann aftur á móti fann taugaóstyrk Mamie í hópi fjölskyldu sinnar og minntist þess, hve stolt hún hafði verið, þegar hún bauð honum heim í fyrsta skipti. Hann minntist þess hvernig faðir hennar, stór gildvaxinn maður, flýtti sér að rísa upp úr hægindastólnum og leggja frá sér blaðið og gleraugun, þegar hann kom inn. Og hann hafði heilsað honum hjartan- lega og rætt við hann með vin- semd og hlýju. — Ég ætla að fara fram og hita kaffið, sagði Helen. Þegar hún var komin hálfa leið fram að dyrunum, sneri hún sér við og leit á Karl, mág sinn, sem var henni mjög kær, og hún dáðist að fyrir hve létt honum veittist að umgangast fólk af öllu tagi. Og hún furðaði sig á því, hvað hefði hrifið hann hjá þessari blómlega vöxnu áberandi stúlku, sem hét Mamie. — Viltu hjálpa mér frammi, John? sagði hún og beið þess að eiginmaður hennar gerði eins og hún bað hann. Um leið og þau voru horfin, sagði Karl reiðilega við Mamie: — Ég hef aldrei heyrt þig tala svona ofboðslega mikið í einu. Hvað kemur eiginlega til? — Ég veit það ekki. Ég kann illa við mig hérna. — Það á ég bágt með að skilja, sagði hann ásakandi. — Finnst þér þau ekki ágæt? — Jú, jú, flýtti hún sér að svara. — Þau eru afskaplega indæl og vingjarnleg. En það er eitthvað í augnaráði þeirra þegar þau horfa á mig, sem kemur mér til að finnast ég vera eitthvað undarleg. Þegar John kom aftur, lék hann á alls oddi. En meðan hann gekk um gólf og spjallaði létt um (Jaginti og veginn, sner- ust hugsanir hans um samtal- ið, sem hann hafði átt við konu sína í eldhúsinu. Samband þeirra bræðranna var mjög innilegt, og hann vildi alls ekki styggja Karl. Þess vegna var viðmót hans kurteist og vin- gjarnlegt, og hann talaði mikið við Mamie. Vingjarnleg rödd hans fyllti Karl nýrri von. Karl langaði til þess að spyrja hann um álit hans á Mamie, svo hann sagði: — Far þú fram í eldhús og hjálpaðu Helen. — Já, sagði Mamie hlýðin. Þegar hún stóð upp, laut hún höfði og sendi Karli augnaráð, sem nánast var biðjandi. Um leið og hún fór fram sagði Karl fljótmæltur við bróður sinn: — Hvernig geðjast þér að henni, John? — Hún er áreiðanlega ágætis stúlka, sagði John varlega. En hann leit ekki á Karl. Síðan bætti hann við lágri röddu: — Heldurðu að þú sért al- varlega ástfanginn af henni? — Já, það held ég, John. — Hvar kynntustu henni? — Á Coney eyju, þar sem ég dvaldi ásamt starfsfélaga mínum. — Og þú þekkir hana vel orðið. — Það held ég. —: Ég veit ekki hvernig ég á að koma orðum að því, Karl, en hún er dálítið áberandi í út- liti. Og — ég meina, — tekur hún hlutunum ekki dálítið létt? John leið mjög illa að verða að særa bróður sinn. En hann fann að hann varð að vera hreinskilinn. — Ertu viss um að hún sé rétta stúlkan fyrir þig, Karl? sagði hann. — Þú byggir álit þitt senni- lega eingöngu á ytra útliti hennar ennþá, John, sagði Karl. Hann bætti við og röddin varð skyndilega alvarleg: — Ég ætla að kvænast henni, John. — Þú ættir að hugsa þig vel um, sagði John ósjálfrátt með ákafa. — Eftir á er of seint að iðrast. Mamie og Helen komu inn með kaffið. En þegar þau voru öll setzt kringum sófaborðið runnu samræðurnar út í sand- inn, þó að þau reyndu í fyrstu að spjalla saman óþvingað. Augnaráð þeirra leituðu til gömlu konunnar, sem sat í stólnum sínum, einangruð, svip- urinn kaldur. Mamie var þögul. Hún fitjaði nokkrum sinnum upp á umræðuefni, en síðan íætti hún að reyna. Henni fannst hún vera forsmáð af þeim. Hún hafði verið öll af vilja gerð til þess að ávinna sér velvild þeirra, en hún vissi að það hafði mistekist, þrátt fyrir kurteislegt viðmót þeirra. Hún sat hreyfingarlaus og bein í baki í sterkgræna kjólnum sínum, og það var ofurlítill raki í lokkunum, sem féllu fram á ennið. Munnurinn var hálfopinn, rauður og ótta- sleginn. Karl tók eftir gljáan- um í stórum augum hennar, er þau hvörfluðu um stofuna. Og með rónni, sem hafði færzt yfir hana þessa stundina, hvíldi yfir persónu hennar einhver sérstakur blær, sem hreif Karl alveg sérstaklega. Hann var í einkennilegu uppnámi innra með sér. Hann leit aftur og Framh. á bls. 36. —Kari er bara dreng- ur, það vitið þér líka Mamie, er það ekki? FALKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.