Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1966, Side 37

Fálkinn - 10.01.1966, Side 37
• Sviðsljósið Framh. af bls. 18. Glaumbær), en þar annaðist Sigrún Jónsdóttir sönginn. Þá hefur hann m. a. leikið með hljómsveitum Gunnars Orms- levs og Björns R. Einarssonar. Einnig hefur hann eins og kunnugt er starfað í mörg ár með hljómsveit Svavars Gests. Aðspurður um lagavalið, sagði hann að reynt yrði að hafa það sem fjölbreytilegast og við sem flestra hæfi. Anna Vilhjálms kvaðst hlakka til að starfa með þess- ari nýju hljómsveit og hún sagðist ekki vera í neinum vafa um, að þetta myndi ganga mjög vel. „Það er mjög líklegt, að aldursflokkur gestanna breytist eitthvað og vona ég það. Ekki svo að skilja, að mér líki ekki þeir, sem ég syng fyrir núna. Nei, það er af og frá. Hins yegar hefur mér alltaf fundizt skemmtilegra að syngja fyrir fólk á öllum aldri. Þó má ekki skilja orð mín svo, að það sé eingöngu æskufólk, sem sækir Röðul núna, en það virðist vera út- breiddur misskilningur." „Hvernig leggst það í þig að fara að syngja fyrir Reykvík- inga?“ spurði ég Vilhjálm. „Mjög vel, enda hef ég góða reynslu af því, þegar ég söng með Ingimar í Glaumbæ, en það var 19. september. Ég söng í eina viku fyrir norðan eftir það. Síðan hef ég ekki komið fram í sviðsljósið, en ég brenn í skinninu eftir því að fá að syngja hér á Röðli með þessum ágætu mönnum." „Eruð þið systkinin Ellý og þú kannski frá Akureyri?11 „Nei. Við erum sunnan úr Höfnum bæði tvö.“ „Hvernig er sú tilfinning, að vita af sínu lagi í efsta sæti vinsældalistans?" „Ég vil taka það fram, að ég er ekki alls kostar ánægð- ur með plötuna. Hins vegar er þetta þægileg tilfinning, en ég verð þess ósköp lítið var, nema þá helzt, þegar ég opna fyrir útvarpið." Þegar ég kem út frá Röðli, gengur þar framhjá ung stúlka með háttstiilt transistorútvarp og frá því berst lagið, sem margur raular fyrir munni sér þessa dagana: „Litla sæta ljúfan góða með ljósa hárið ... • Fréttir Framh. af bls. 5. maðurinn þeim eiginleikum, sem þarf til þess starfs. En úr hinu gat hann ekki leyst, voru það íslendingar sem keyptu bókina? Það var ein- hver fornbókasali Mr. Hannas sem var kaupandi, Björn hafði auðvitað talað við hann, en hann neitaði að gefa nokkrar upplýsingar. Á skömmum tíma voru menn settir í að hringja í ýms- ar áttir. Menntamálaráðherra neitaði að gefa nokkrar upp- lýsingar, próf. Einar Ól. Sveins- son var erlendis. Þó tókst á MAHK II SJÁLFVIKKA i»v«it\ví:u\ MFÐ SI IHJ ★ FLJÓTVIRK: Þar sem Mark II þvottavélin notar ekki aðeins kalt vatn held- ur einnig heitt, flýtir það mjög fyrir upphitun á vatninu í suðu. ★ ÓDÝR 1 REKSTRI: Raf- magnshitun á köldu vatni I suðu er dýr — Mark II þvottavélin notar vatnið úr hitakerfi hússins — það er ódýrt. ★ FJÖLBREYTTAR ÞVOTTASTILLING AR: ★ Stillanlegt hitastig á vatni 10(T—60°—40°— ★ Stillanlegur þvottatími upp á 15 mínútur. ★ Sérstakt þvottakerfi fyr ir ull og annan við- kvæman þvott. ★ Stillanlegt vatnsmagn, eftir magni þvottarins. Sparar upphitun á óþarfa vatnsmagni. O. Joliiisou & Kaaber li.f. Sætúni 8 — Sínii 24000. lleimllisfæki s.f. Hafnarstræti 1 — Sími 20455. endanum að fá ýmis upp- lýsingabrot um þennan Mr. Hannas. Það kom i ljós að hann hafði áður boðið í fyrir íslend- inga og eftir að þessum brot- um hafði verið raðað saman, varð manni rórra, að sinni mátti þó ekkert segja beint um þetta, annað en að við geng- um frá svolitlum ramma um Framh á bls. 41. 37 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.