Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1966, Blaðsíða 33

Fálkinn - 10.01.1966, Blaðsíða 33
á bezta aldri, lífsþyrstir og nýsloppnir úr háska... Halifax varð eins konar Sódóma og Gómorra þegar verst lét. Fyrir ofan höfnina var fullt af sígauna- tjöldum, og þar sátu kerlingarnar og spáðu í óða önn fyrir sjómönnunum. Framtíðin fór eftir því hve vel var borgað — fyrir einn dollara var útlitið engan veginn bjart, fyrir tvo átti allt að ganga sæmilega, en fyrir fimm doll- ara myndi gæfan fylgja manninum alveg til stríðsloka. Margir högnuðust á því óeðlilega ástandi sem ríkti þessi ár.“ Það hefur margt gerzt á hafinu „Varst þú aldrei hræddur við dauð- ann?“ „Nei, ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að ég hafi ekki verið það, en þó horfir málið auðvitað öðruvísi við þegar maður á konu og börn heima — það er frekar þeirra vegna en sjálfs sín sem maður reynir að bjarga sér. Ég man, að mér var alltaf illa við gúmmí- fötin sem við vorum látnir sofa í; þau voru blásin upp, og í þeim átti maður að vera öruggur um að geta lifað marga daga í sjónum, en þótt þau hafi ýms- um hjálpað er ég viss um, að þau hafa kvalið lífið úr miklu fleirum sem aldrei fundust. Ég hefði ólíkt heldur viljað deyja undir eins en þurfa að velkjast í þeim sólarhringum saman — það hef- ur margt gerzt á hafinu, og af öllum þeim bátum og flekum sem hafa flot- ið þarna um með hálfdauða og dauða menn veit enginn hve mikill hluti hef- ur týnzt. Menn voru afskrifaðir eftir vissan tíma ef þeir komu ekki fram. Einu sinni vorum við svo lánsamir á Lagarfossi að finna bát með þremur brezkum flugmönnum. Það var laugar- daginn fyrir hvítasunnu 1941 og við vorum þrjú til fjögur hundruð mílur frá Reykjavík; ég var uppi í brú að þurrka móðuna af stórum kíki og til að prófa hann á eftir leit ég út að sjón- deildarhringnum. Þá sá ég rauða rakettu í fjarska. Ég flýtti mér að vekja skipstjórann og segja honum frá því, en við sigldum hálftíma án þess að finna nokkurn hlut. Loks sendum við mann upp í mastur, og hann kom auga á bát- inn. Okkur tókst að koma kastlínu í hann, en mennirnir voru svo máttfarn- ir, að þeir gátu ekki tekið á móti henni. A endanum komst samt báturinn upp að síðunni, og við náðum mönnunum um borð. Þeir voru alveg að þrotum komnir, höfðu verið ellefu daga í bátn- um. og þetta var seinasta rakettan þeirra. Ekki vildu þeir segja mikið um sín leyndarmál, en þóttust hafa orðið fyrir árás og tapað af flugvélamóður- skipinu, af því að tækin hefðu verið í ólagi, séð svo bátinn á floti og komizt upp í hann. Þetta var tómur tilbúnineur — í raun og veru höfðu ^essir flugmenn tekið þátt í orrustunni þegar stærsta herskip Þjóðverja, Bismarck var skotið niður. og það voru þeir sem vörpuðu sprengjunni sem réð úrslitum um enda- lokin.“ „Ja, þeir voru aldeilis heppnir, að þú skyldir þurfa að pússa þennan kíki.“ „Feigir hafa þeir ekki verið hvað sem öðru líður. En við fréttum seinna, að það hefði orðið að taka báða fót- leggina af einum þeirra og allar tærnar af öðrum. Flugstjórinn var sá eini sem slapp óskaddaður.“ VAR ekki erfitt að fara aftur að lifa normal lífi eftir stríðið og aðlaga sig breyttum kringumstæðum?“ „Jú, að ýmsu leyti. Mér fannst ég einkennilega sljór lengi á eftir, líkt og hlutirnir snertu mig ekki. Mér var sama um allt og hvorki gladdist né hryggðist verulega yfir neinu. En smám saman jafnaði það sig, og þá var eins og birti eftir dimma þoku. Maður fór aftur að hugsa á jákvæðan hátt um lífið og framtíðina.“ NIÐURLAG í NÆSTA BLAÐI. madiir KLÆÐIST FÖTUM FRÁ OKKUR Viðgerðir- og var ahlutaþ j ónusta ÁRS ÁBYRGÐ EINKA UMBOÐ Margar gerðir af sýningartjöldum Sýningarlampar Flestar gerðir af litfilmum 35 mm—8 mm svart-hvítar allar stærðir 8 mm filmuskoðarar, límarar — lím Fullkomnasta litskuggamynda- sýningavélin með innbyggðu bendiljósi. Margar gerðir af Ijósmyndavélum 8 mm tökuvélum 8 mm — 16 mm — 35 mm 70 mm sýningarvélum fyrir heimili, skóla, félagsheimili og kvikmyndahús. Transistor ferðatæki og viðger ðaþ j ónusta (Leiðbeinum meðhöndlun á sýninga- og tökuvélum 8—16 mm filmuleiga FALKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.