Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1966, Side 10

Fálkinn - 10.01.1966, Side 10
HUSQVARN4 2000 - Stillið úliioi) saumið - Það er þessi einíalda nýjung, sem kölluð er „Colormatic", sem á skömm- um tíma liefur aukiö vinsældir HUS(j>VARNA 2000 tii stón-a muna. Beinn saumur, hnappagöt, blindfaldur og úrval HUSQVARNA heimilistæki, saumavélaí o. fl. mynztursauma er hœgt að velja með einu hand- eru þekkt hér á. landi í yíir 60 ár. Hafa nafninu taki. Þar sem það er sýnt á greinilegan hátt, VljjM hér sem annarstaðar stöðugt vaxið vinsældir. i litum, á „saumveljara". 'k íslciukur lciðarvísir íylgir hvcrri saumavcl. 'A' Kcnnsla cr innifalin í vcrðinu. Afsláttur vcittur gcgn staðgrciðslu. •Jc Ef þér komizt ckki til okkar til að kynlia yður vélina, munuin vér scnda sölumann til yðar eftir lokun, cf þcr búið í Rcykjavík cða nágrcnni. ★ Uinhoðsmenu viða uin landið. Suðurlandsbraut 16 - Reykjavík - Simnefni: »Volver« - Simi 35200 Kæri Astró! Mig langar mikið til að fá að vita dálítið um framtíð mína. Ég er fædd í Reykjavík kl. 1.45 e. h. Það á að vera mjög nálægt réttum tíma. Mig langar að vita hvort ég komist Iangt í þeirri grein, sem ég er að læra og hef mikinn áhuga á. Það er leiklist. Hvort ég giftist og þá hvenær og hvort það verði farsælt hjónaband og livort ég þekki hann nú. Hve mörg börn eignast ég? Hvernig verða peningamálin? Á ég eftir að ferðast mikið á næstu árum? Að lokum vonast ég eftir svari fljótt. Með innilegu fyrirfram þakklæti. Svar til G. A.: Þér mun veitast nokkuð erfitt að ná því marki sem þú hefur áhuga á í leiklistinni. Þú hefur mikinn metnað og vilt leggja á þig mikla vinnu til að G. A. ná settu marki enda muntu þurfa að hafa mikið fyrir því. Það er ágætt fyrir þig að reyna því þú munt alltaf láta þig dreyma um þessa hluti og finn- ast þú hafa farið einhvers á mis ef þú hefur ekki haft tæki- færi til að reyna við það sem hugur þinn stendur til, en svo er það annað mál hvernig það tekst. Ef þú stendur af þér allar hindranir og tafir og legg- ur á þig mikla vinnu þá mun þér takast að ná settu marki, og kannski skortir þig orkuna og eldinn til að drífa þig áfram. Það er mikið heppilegra fyrir þig að vinna úti heldur en heimilisstörf, jafnvel þótt heim- ilislífið verði þér mikils virði. Heimilislífið verður þér ávallt erfitt. Þér mun finnast það krefjast of mikils af þér. Það væri heppilegra fyrir þig ef þú giftist, vegna þess að við- horf þín til hjónabands breyt- ast mjög ört. Þú þarft að vera gift manni sem er töluvert eldri en þú, og getur skapað þér þannig aðstöðu að þú getir sem bezt sinnt þínum áhuga- málum, því þú munt setja þau ofar öllu öðru. Hjónaband þitt ætti að geta orðið farsælt svo framarlega sem þú gerir þitt 10 til að svo verði. Þú ættir að athuga hvort þú getur ekki skrifað. Ég held að þú ættir tiltölulega létt með að semja skáldsögur og þess háttar. Ég hugsa að börnin verði varla mörg enda mundi það ekki vera heppilegt fyrir þig að eiga börn, því þú munt ávallt hafa áhuga á að vinna utan heimilis. Þú ættir að leggja þig fram við að lesa góðar bók- menntir það kemur þér að gagni síðar. Fjármálin verða dálítið upp og ofan, en þó munu þau verða stöðugri eftir giftingu, þar sem búast má við að þú eignist hagsýnan mann. Þú giftist áreiðanlega fremur af hagsýni en tilfinningasemi. Metnaður þinn og viljastyrkur á áreiðanlega eftir að fleyta þér langt áleiðis. Þú ert dálítið gagnrýnin á aðra. Þú ættir að gæta þess að særa ekki tilfinn- ingar annarra. Næstu tvö ár verða ár mikilla breytinga hjá þér. - FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.