Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1966, Page 11

Fálkinn - 10.01.1966, Page 11
EINKUM FYRIR KVENFOLKIÐ I LEGGIÐ AHERZLU Á AUGUN MEÐ RÉTTRI MÁLNINGU Hér virðast augun dauf og Iíflaus. Enginn augnskuggi enginn augnháralitur. Augun verða skærari að sjá þegar þér ber- ið lit á augnhárin. Nú er kominn á markaðinn augnháralitur sem lengir hárin og fær þau til að sýnast þykkari þegar hann er borinn á oftar en einu smni. 4, Og við hátíðleg tækifæri geta gerviaugn- hár verið skemmtileg. BUXNADRAGT Dragt er ávallt hentugur og viðfelldinn klœðnaður sem á vel við flest tœkifœri. En þegar þið viljið vera sportlegri, er ágœtt að klœðast jakka og buxum í staðinn fyrir jakka og pils. Hér sjáið þið dragt ungu stúlkunnar 1965. Hún er saumuð úr skozku ullartaui, en krag- inn og uppslögin eru úr flaueli. EINLÆGT er fólk að velta fyrir sér ástæðunni fyrir sjálfsmorði Marylinar Monroe. Ágizkanirnar eru margar og mismunandi, en margir lækn- ar eru á þeirri skoðun að hún hafi lagt svo hart að sér við að „halda Iínunum“ að taugar hennar hafi beðið alvarlegt tjón af og hún ekki þolað álag- ið. Á myndinni er hún með síðasta manni sínum, leikrita- skáldinu Arthur Miller, en leikrit hans „Eftir syndafallið" er talið fjalla um sambúð hans við Marylin. Það var sýnt hér í Þjóðleikhúsinu fyrir skömmu. CALLAS. TEBALDl. MARÍA CALLAS og Renata Tebaldi eru báðar heims- frægar prímadonnur á óperusviðum veraldarinnar. Lengi vel áttu þær við sameiginlegt vandamál að stríða, þó þær væru harðir keppinautar um hylli óperuunnandi almennings. Þær voru báðar of feitar. Callas, sem he.f- ur orð á sér fyrir að vera viljasterkur kvenmaður, gott ef ekki skass, tók sig til og fór í megrunarkúr með glæsilegum árangri, eins og sjá má af myndinni. Hún lagði svo hart að scr að úr henni dró allan mátt til söngs í heilt ár. Tebaldi er hins vegar fallin fyrir fit- unni og mun að öllum líkindum ekki eiga lengri söng- feril frantundan. FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.