Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1966, Blaðsíða 20

Fálkinn - 10.01.1966, Blaðsíða 20
HVAD GERIST ÞESSA VIKU Hrúturinn, 21. marz—20. avríl: Þessi vika kann að fœra þér óvænta viðurkenningu einnig getur verið um að ræða breytta vinnu eða þjóðfélaKsstöðu. Leggðu áherzlu á að vinna sem bezt úr verkefnum þínum OK komdu á framfæri nýjum hugmyndum. Nautiö, 21. apríl—21. maí: Þú verður í rómantískum hugleiðineum þessa viku oe sækir að líkindum töluvert mikið skemmtanir. ÝmisleKt óvænt gæti skeð í ástamálunum. Sumir hitta kannski sinn eina rétta. Fréttir langt að koma þér mikið á óvart. Tviburarnir, 22. maí—21. júní: Ekki er ólíklegt að óvæntir peningar ber- ist inn á heimili þitt í vikunni. Þú ættir þó að nota tímann tii að dytta að heimiíi þínu oe gera áætlanir um heimilismálin í framtíðinni. Krabbinn, 22. júní—23. júlí: Það er einna hentugast fyrir þig að nota tímann tii að lesa bækur og svara bréfum vina þinna sem þér hefur ekki gefizt tími til að sinna að undanförnu. Maki þinn mun kunna að meta að þú sért sem mest heima fyrir. LjóniO, 2U. júlí—23. ánúst: Nú er heppilegur tími fyrir þig að hefja endurskipulagningu á störfum þínum, svo þér vinnist allt léttar og þú hafir meiri hagnað. Þeir sem hafa Eleymt sér um of yfir jólakræsingunum geta hæglega bætt .úr því nú. Meyjan, 21. áaúst—23. sevt.: Þrátt fyrir að þú hefur komið miklu í verk að undanförnu muntu sjá að enn er mikið ógert. Reyndu að koma því sem fýrst af og siðan er ekkert því til fyrir- stöðu að þú farir oe skemmtir þér ræki- lega. Vonin. 21. sevt.—23. okt.: Éinhver í fjölskyldu þinni á við erfið- leika að striða og finnur þú þörf hjá þér til að koma honum til hjálpar og er mikið undir því komið að sú hjálp sé veitt með ánægju. Drekinn, 21. okt.—22. nóv.: Þú ættir að leggja áherzlu á gott sam- band við vini þína og kunningja með þvi að heimsækja þá eða bjóða þeim heim. Símahringing eða sendibréf verður til þess að einhverjar óskir þínar og vonir rætast. Bonmaöurinn, 23. nóv.—21. des.: Þessi vika verður þér á margan hátt minnisstæð og að líkindum koma fjármálin þar einna mest við sögu. Övæntir atburð- ir varðandi vinsældir þínar og heiður verða þér miög í hag. Steinneitin, 22. des.—20. janúar: Þú færð góðar hugmyndir um hvernig bezt megi skipuleggja dagleg störf þín. Þú ættir að nota tímann þessa viku til að út- færa þessar hugmyndir þínar. Fólk sem býr fjarri heimili þínu sýnir þér óvæntan áhuga. Vatnsberinn, 21. janúar—19. febrúar: Þú ættir að láta aðra vita sem minnst um áætlanir þínar og varast að tala um fjármálin við aðra jafnvel þá, sem þú álítur góða vini þína. Þú vérður að ráða fram úr vandamálunum sjálfur. Fiskarnir, 20. febrúar—20. marz: Þessi vika býður þér upp á mörg góð tækifæri til að skemmta þér og þú ættir að vera sem mest innan um annað fólk. Taktu góðum ráðleggingum vina þinna, sem eru allir af vilja gerðir til að vera þér til gagns og ánægju. Lancaster juvcnil skin crem er notað sem tlag- krem fyrir viðkvæma húð og húð, sem hætt er við ofnæmi. Það styrkir húðina og gerir hana heil- brigða. Tilhneiging til ofnæmis minnkar eða hverf- ur og brátt fær húðin á sig blæ æsku og heil- brigðis. Biðjið um prufu á útsölustöðum. Útsölustaðir í Reykjavík: Tíbrá, Gjafa- og snyrtivörubúðin, Mirra, Orion, Skemmuglugginn, Holts Apotek, Tjarnarhárgreiðslustofan. Verzl. Snyrtiáhöld — Grensásvegi. Akureyri: Drífa. Keflavík: Verzl. Ása. Patreksfjörður: Verzl. Ó. Jóhannesson. UMBOÐ: Ö. Valdimarsson h.f. Skúlagötu 26, Reykjavík. Sími 21670. 20 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.