Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1966, Blaðsíða 41

Fálkinn - 10.01.1966, Blaðsíða 41
8oo krðnur í verðl. AF f 9. umferð voru margir felldir, þar sem höfuðsynd flestra var sú að ganga of langt í orðmyndunum. Oft eru orðin rétt mynduð, en finnast ekki í orðabókum og verðum við að hafa þær takmarkanir að orðin finnist í orðabókum. Þannig tókum við ekki til greina orðið LAMAKJÖT, sem margir höfðu sem fyrsta orð Verðlaunin: 1. verðlaun, kr. 500,00, fær Sigurður Magnússon, Hverfis- götu 14, Hafnarfirði. Hann hlaut 252 stig. Lausnin: Lamb — Ambla — Mjalta — Blakta — Ambla — Kjalta — Jamla — Ökla — Tambak. 2. verðlaun, kr. 200,00, fær Ari Hermannsson, Blönduósi A-Hún. Hann hlaut 251 stig. Lausnin: Lamba — Ambla — Mjalta — Baktal — Ambla — Kjamta — Jamla — Ökla — Tambak. 3. verðlaun, kr. 100,00 fær Árni Árnason, Grænumýri 16, Akureyri. Hann hlaut 239 stig. Ennfremur fengu Hilda Torfadóttir, Kleppsvegi 42, R' og Inga Benediktsdóttir, Svarfaðarbraut 1 Dalvík sama stigafjölda en Árni vann á hlutkesti. Lausnin: Lamba — Amla — Mjalta — Baktal — Amla — Kjalta — Jamla — Ökla — Tala. SAMT. X X X x vis X X X X x X V' X x Xj x X X X X X X X V X X 'x \ Vx X X X X \ x X V X X V X X X X \j V X k X X X s X X X X X Samtals: Nafn: ......................................... Heimilisfang: ......-í...................... Næsta þraut Næsta lykilorð er LEITARMANN. Nýjum þátttakendum skal bent á að aðalreglan er sú að aðeins má nota þá stafi sem koma fyrir í lykilorðinu og ekki oftar í hverju orði en þá er að finna í lykilorðinu. Bannað er að nota persónuheiti eða staðaheiti, ennfremur heimatilbúin orð eða orðskrípi. Rita skal orð eftir ríkjandi réttritunarreglum. Verðlaun: Fálkinn veitir vikulega þrenn verðlaun, kr. 500.00, 200,00 og 100,00 Ef margir ná sama stigafjölda verðui dregið um verðlaunin Frestur til að skila lausnum ei þrjár vikur. Merkið umslagið ORÐ AF ORÐI 1. Utanáskriftin er- Vikublaðið Fálkinn. lósthólf 1411 • Fréttir Framh. af bls. 37. Hannas. Og Jónas Kristjánsson félagi minn fann upp fyrir- sögn klausunnar aðeins eitt upphrópunarmerki. Það skildu lesendurnir áður en skylli í tönnum. Svo kom hinn venjulegi eftir- leikur fyrir næsta blað. Hann varð auðveldari en við héldum, Því að svo vel vill til, að einn af blaðamönnum Vísis Þor- steinn Jósefsson er mikill bóka- safnari og á eitt stærsta og glæsilegasta safnið í einstakl- ingseigu í dag a. m. k. síðan Sýslumannssafn fór austur i Skálholt og safn þjóðskáldsins er orðið byggðasafn. Og auðvitað átti hann í sín- um hillum allt sem til þurfti til upplýsinga, bæði ljósprent- un af bókinni sem nú var geymd í peningahólfi Hambros og aðgengilega textaútgáfu, sem norski prófessorinn Unger gaf út á sínum tíma, svo ekki leið á löngu áður en við gát- um borið á borð fyrir lesendur blaðsins bæði sögu þessa merka handrits og gefið þeim hug- mynd um, hvað efni hennar væri. Þannig varð sala Skarðs- bókar ekki einungis mikil frétt, heldur líka skemmtilegt við- fangsefni fyrir íslenzka blaða- mennsku. X • Hvers vegna talar hann Framh. af bls 27 dálitla stund, til þess að vera viss um, að ég sé ekki að gera neitt rangt, þótt ég kaupi hann. — En hvernig geturðu ætlast til að karlmaður, með marg- ar kynslóðir karlmanna að baki sér, sem öllum fannst sjálf- sagt, að þeir fengju kjöt til miðdegisverðar, þegar aðrir fjöl- skyldumeðlimir borðuðu graut, geti skilið slíka óvissu? Sem karlmaður finnst honum hann vera í sínum fulla rétti, þegar hann kaupir eitthvað og mjög eftirlátur, þegar hann neitar sér um það. Honum veitist ekki auðvelt að skilja. að konu í samsvarandi valdaaðstöðu geti fundizt hún aðgangsfrek ef hún kaupir sér eitthvað, sem hugurinn girnist-og píslarvottur, ef hún ekki gerir það. Mikill hluti þeirra vandamála. sem konan vill gjarnan ræða við hann, eru engin vandamál frá hans sjónarhóli. Þess vegna virðist honum, sem hún sé að skapa sér vandamálin þegar hún talar um þau — og hann geti skotið sér undan þeim með því að þegja. Síðustu mínúturnar hefur hún gleymt að horfa á mann sinn, en talað hratt og fjörlega — alveg eins og hann, hinum megin í stofunni. Við og við hefur hann skotrað til hennar augunum og nú kemur hann og sezt í sófann við hlið hennar. — Um hvað eruð þið að tala? spyr hann. Hún þegir. FALKINN 41

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.