Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1966, Blaðsíða 39

Fálkinn - 10.01.1966, Blaðsíða 39
HVAÐ EIGUM VIÐ AÐ SETJA INN I TERTUNA? Vanillumauk og aldinmauk er ógœtt. en alltaf er þó gaman að breyta til. Hér eru nokkrar tillögur. Makkarónur j ómi Vi 1. þeyttur rjómi — 5 stórar makkarónur — 50 g suðusúkkulaði — 50 g saxaðar hnetur. — Öllu bland- að saman við stífþeyttan rjómann. Kakan lögð saman daginn áður en á að bera hana fram. SherrýbúSingur 2 eggjarauður — 2 msk. sykur — 1—2 glös sherry — 4 blöð matarlím — V\ 1. þeyttur rjómi. — Eggja- rauður og sykur þeytt vel, sherry og brœdda matar- límið hrært saman við. Hrært þar til það fer að þykkna, þá er stífþeyttum rjómanum blandað saman við. Kakan lögð saman í móti, svo að hún verði falleg 6—8 klst. áður en hún er borin fram. Valhnetubráð 2 eggjarauður — 3 msk. sykur — 1V2 msk. hveiti — Vi 1 rjómabland — 50 g saxaðar valhnetur — 2 msk. smjör. Eggjarauðurnar þeyttar með sykri, hveitinu hrært saman við og svo heitu rjómablandinu. Sett í pottinn á ný, hitað að suðu, þeytt í á meðan. Hellt í kalda skál, valhnetum og linu smjörinu hrært saman við. Þeytt þar til bráðin er köld. Þessi bráð er sérstaklega góð í súkkulaðiköku, sem batnar við að bíðal—2 daga. ☆ HEIMABAKAÐ HVEITIBRAUÐ 1 kg hveiti — 2 tsk salt — 1 tsk. kardemommur — 50 g pressuger eða — 4 tsk. perluger — 100 g smjörlíki — nál. 5V2 dl mjólk. — Myljið smjörlíkið saman við % hluta hveitis- ins, hrærið saman mjólk, geri, salti og kardemommunum eftir smekk, hellt út í mjölið. Deigið slegið þar til það er slétt og gljáandi. Látið lyfta sér á volgum stað. Afgangnum af hveit- inu hnoðað upp í deigið, sem skipt er í tvennt. Mótuð tvö aflöng brauð, sem eru látin lyfta sér á smurðri plötu. Smurð með bræddu smjöri, bökuð við 200° í 45—50 mínútur. OYKUR innihcldur engin nauðsynleg kjarnaefni eins og ^ eggjahvítu, steinefni og vítamín. Hann inniheldur að- eins kolvetni, seni breytist í líkamanum í orku og í mörg- um tilfellum í fitu. Kolvetni eiga að vísu fullan rétt á sér í daglegri fæðu, en þar sem við fáum meira en nóg af þeim í brauði, kartöflum og grjónum, þurfum við ekki sykur. Auk þess innihalda t. d. brauð og kartöflur lífs- nauðsynleg efni, en alls ekki sykur. Sykur inniheldur því aðeins hitaeiningar, sem við get- um aflað okkur á skynsamlegri hátt. Sykur og súkkulaði brennur fljótt í líkamanum og hrcss- ir því. Er því skynsamlegt að hafa með sér súkkulaði á erfiðu ferðalagi, en að borða það daglega til orkuöflunar er ekki ráðlegt. Venjið ekki börnin á mikla sykurneyslu. Það eyðileggur tennur þeirra og í mörgum tilfellum líkama þeirra seinna meir.^ 4 sneiðar af þorskahrognum innihalda 100 hitaeiningar eins og 8 sykurmolar auk þess A og D vítamín, eggjahvítu og fleiri kjarnaefni. Og það eru 100 hitaeiningar í 150 g af vínberjum, cpli eða appelsínu en auk þess mikið af C vítamínum og fjölda nauðsynlegra steinefna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.