Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1966, Blaðsíða 24

Fálkinn - 10.01.1966, Blaðsíða 24
Mary Piekford hætti skyndilega kvikmynda leik á hátindi frægðar sinnar fertug að aldri. Síðan hefur hún setið í helgum steini og í dag er hún komin á áttræðisaldurinn. Fer- ill hennar hófst árið 1909 í þöglu myndun- um að sjálfsögðu. Hún var um tíma féiagi Chaplins, en giftist síðar Douglas Fair- banks. Hún náði geysi- legum vinsældum sem kvikmyndaleikkona og var eftirlæti kvik- myndagesta um allan heim. Hún lét svo um mælt, þegar hún dró sig í hlé að hún þyldi ekki tilhugsunina um að aðdáendur hennar yfirgæfu hana á undan. Hún hefur aldrei látið freistast af til- boðum um að hefja leikferil að nýju og helgar fjölskyldunni krafta sína óskipta. Önn- ur myndin er sjálfsagt frá tímum þöglu myndanna og þar er hún í eins konar kven- legu Chaplingervi. Hin myndin sýnir hana, eins og hún er í dag. HÆTTS LEIKNUM ÞA HÆST HANN STÓÐ KVIKMYNDIN ZORBA ætlar ekki að vera með öllu áhrifalaus. Réttara væri sjálfsagt að segja að hún skilji eftir spor í samtíðinni og það meira að segja dansspor. Frá því sýningar voru hafnar á myndinni hefur dansinn „Sirataki" farið sem logi yfir akur og Anthony Quinn, sem fer með titil- hlutverkið í myndinni hefur lýst yfir þakklæti sínu við Grikkland, fyrir að losa sig úr fjötrum Hollywood, þar sem hann segist hafa verið mis- notaður um árahil. Talið er að kvikmyndin um Zorba sé liápunktur á ferli hans. Önnur myndin sýnir hvernig Sirataki er dansað. Kúnstin er ekki önnur en sú að kasta sér framávið með annað hnéð bogið og björninn er unninn. Sirataki er annars gamall grískur þjóðdans. Vivian Leigh í nýjasta hlutverki sínu. ÞRIÐJ! ÓSKARINN í UPPSIGLINGU ? Talið er að fáar myndir hafi verið sýndar við eins gífurlega aðsókn og „Á hverfanda hveli“, en þá var líka Clark Gable upp á sitt bezta og þá ekki síður Vivian Leigh. Gable hefur nú safnazt til feðra sinna, en Vivian leikur ennþá í kvikmyndum. Nú sem stend- ur í Bandaríkjuniim. Illut- verkið er kona á seinna gelgjuskeiðinu, sem reynir allt hvað hún gctur að halda æsku sinni við. Ekki er úti- lokað að Ieikkonan fái þriðju Óskarsverðlaun sín fyrir lcikinn í þessari mynd. Leik- konan er nú komin á sex- tugsaldur. Knosandi ástarsena úr „Á hverfanda hveli“. 7 sumt \ 24 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.