Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Page 4

Fálkinn - 24.01.1966, Page 4
SVIÐSLJOSINIJ BEIMEDIKT VIGGÓSSOIM SKRIFAR FYRIR UIMGA FÓLKIÐ STOIMES um og snöggum atburðum. Það eru mikl- ar líkur til þess, að lögin úr þessari kvikmynd nái miklum vinsældum, en það var einmitt Mick Jagger, sem samdi hið mjög svo vinsæla Statisfaction, sem hefur verið veinað og trallað um alla Evrópu og víðar, en lag þetta samdi hann með aðstoð Keiths í hljómleika- ferð í Bandaríkjunum. Okkur fellur vel við lögregluþjóna, segja STONES. Þeir geta tekið gamni og það er enginn þeirra á meðal, sem myndi biðja um mynd af okkur eða eiginhandaráritun. Um foreldrana segja þeir þetta: Þeir eru alveg prýðilegir, en það er alveg hræðilegt, þegar þeir taka upp á því að nefna okkur okkar réttu nöfnum. Það hljómar eins og hvissið í vindinum. Við umgöngumst aðdáendur okkar með tilhlýðilegri virðingu, en margir þeirra ganga of langt í aðdáun sinni, en okkur myndi aldrei koma til hugar að vísa þeim burtu. Það er ákaflega hvimleitt, þegar fólk kemur til okkar og segir: Gætum við ekki fengið mynd af ykkur. Það er ekki fyrir mig heldur vin minn, en auðvitað vitum við, að þetta er fyrir þá sjálfa. ROLLIMG í eina tíð var hér í blaðinu kynning á Rolling Stones, en er þáttur þessi hóf göngu sína, féll hún niður. Síðan hafa margir lesendur þáttarins óskað eftir því, að hér yrði áframhald á og í grein þessari er komið til móts við þessar ósk- ir og þráðurinn tekinn upp að nýju, þar sem frá var horfið. Lokið var að kynna hvern einstakan meðlim, svo ekki verð- ur farið nánar út í það hér. Imprað hefur verið á því, að þeir fé- lagar hyggðust leika í kvikmynd. Nú er þessi hugmynd orðin að veruleika og er allur undirbúningur í fullum gangi og ef allt gengur að óskum, mun myndtakan hefjast í sumar, en tak- markið er að ljúka myndinni fyrir lok þessa árs. Hún mun vekja mikla athygli, segir hinn munnstóri Mick Jagger, m. a. vegna þess, að hún verður betur unnin en flestar aðrar myndir frá U.S.A. Að- alhlutverkin verða að sjálfsögðu í okk- ar höndum og enginn okkar mun skyggjá á hinn. Tónlistin í myndinni er eftir Mick og einnig hefur hann lagt hönd á plóginn við samningu handritsins, en um það er að segja, að það er morandi í óvænt- Þeir þykja misfríðir meðlimir Rollings Stones. Lífverðir Keith Richard gera tilraun til að losa hann við ákafan aðdáanda. Einnig er það óþolandi, þegar fólk rétt- ir að okkur blað og penna og segir: Takk fyrir. Stundum, þegar við mót- tökum slíkt, segjum við: Penni og blað, einmitt það, sem okkur hefur alltaf langað til að eignast. Rolling Stones fá aðdáendabréf svo þúsundum skiptir og það, sem meira er, þeir svara þeim öllum, en Mick Jagger segir, að 'John Lennon vefji sín upp og reyki þau. Um Bandaríkin, segja þeir, þar verð- ur þú að vinna tíu sinnum meira en venjulega og að sjálfsögðu færðu borg- að samkvæmt því. Eina vandamálið í sambandi við að ferðast um U.S.A. er að það er útilokað að slappa þar af. Los Angeles var eina borgin, sem við gát- um slappað af í síðustu ferð okkar um Bandaríkin. Óskadraumur Rolling Stones er að eignast heimili, þar sem þeir geta lifað í friði og slappað af, án þess að vera í sífellu minntir á það, að þeir séu heims- frægir sýningargripir. Charlie hefur mikinn áhuga á að eignast hús, skammt frá London, en vandamálið er það, að hvorki konan hans né hann hafa bíl- próf. Hins vegar hefur Mick lofað að taka þau í tíma. Aðeins einn meðlimur Rolling Stones Framh. á bls. 42. 4 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.