Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Qupperneq 7

Fálkinn - 24.01.1966, Qupperneq 7
ér hélt áfram að segja söguna eins og hann ímyndaði sér hana. John hafði farið aftur niður stigann í jakkanum og svörtum buxum við. Hann hafði ekið heim til frú Piermont, ekki séð heitt ljós, farið inn — þeir höfðu fundið opinn glugga — og hafið leit að því, sem hann vantaði. En gamla konan hafði lieyrt í honum, og komið niður. „Þá hefur þú notfært þér byssuna, og hlaupið síðan,“ sagði Miller. „Ekkert af þessu kom fyrir mig,“ sagði John. „Það er ein- hver annar sem á þennan jakka — og var í hönum í nótt. Kannski hefur hann skotið frú Piermont, látið jakkann inn í íbúðina mína, þar sem þið funduð hann í morgun. Hann var þar ekki þegar ég fór út í morgun. Kannski beið þessi maður eftir að ég færi út til þess að ...“ ; „Jæja, þá byrjar gamla sagan aftur,“ sagði Grady. „Nú hvers vegna dæmið þið mig þá ekki?“ sagði John. „Þið virðist hafa nægar sannanir. Ég býst við ~að þið vitið að hverju ég var að leita hjá frú Piermont?" „Já reyndar. Og það er nokkuð, sem tengir þetta allt sam- an. Myndin af þér, hr. Hayward. Myndin, sem Julie Titus sendi gömlu konunni og sagði að væri af eiginmanni sínum.“ „Sýndu honum hana, Grady.“ Grady sýndi honum myndina. Það var sams konar mynd og hafði fundizt í íbúðinni, aðeins minni. „Svo þú myrtir gömlu konuna til einskis," sagði Miller. „Hún lét Shapiro fá myndina í gær. Og sagði honum af bréf- inu sem Julie hafði sent henni. Þú getur ekki borið á móti þessu, eins og þú gerðir í sambandi við hina myndina. Þá sagðir þú að einhver hefði látið myndina í íbúðina hennar, þegar hún var dáin. Þessa mynd sendi hún sjálf. Ert þú að reyna að segja, að hún hafi búið með einhverjum öðrum manni, en sent mynd af þér, og ekki séð muninn?“ John hlustaði annars hugar. (Það hafði verið tekið fyrir allan leka. Ailt benti til að hann væri sá seki.) Hann reyndi að hugsa skýrt. „Þetta gæti hafa verið svona,“ sagði John. „Þessi maður býðst til að póstleggja bréfið. Hann fer út með það, opnar það, tekur burt myndina, sem hún hafði látið í og lætur mynd af mér í staðinn. Skrifar utan á nýtt umslag og sendir það ... Allt í einu var eins og hann gæti hugsað greinilega. Miller horfir athugull á hann. „Biður konan þín þig aldrei fyrir bréf?“ segir John. „Jú,“ segir Miller. „Ég segi ekki að þetta sé óhugsandi." Þrekvaxni maðurinn, sem hafði farið út fyrir nokkru, kom aftur og stóð í dyrunum. Miller stóð upp og gekk fram, og sá þrekvaxni sagði eitthvað við hann. Síðan fóru þeir sam- an út. Nokkrar minútur liðu, svo opnuðust dyrnar og Miller kom inn. Barbara var rneð honum. Hún brosti, en augnaráðið var eitthvað óeðlilegt. Hún gekk beint til hans og faðmaði hann að sér. „Þetta var fallega hugsað af þér, en mjög heimskulegt,“ sagði hún. Þetta var rödd Barböru, en hún talaði svo undar- lega og þessi undarlegi svipur var enn í augum hennar. „Datt þér í hug að ég myndi láta þetta viðgangast? Hélztu það virkilega? Að ég léti þig gera svona nokkuð?“ „Bíddu við,“ sagði Miller. „Bíddu aðeins andartak, fröken Phillips." Barbara sneri sér við með undrunarsvip. „Þú sagðir okkur í gær,“ sagði Miller við John, „að þú hefðir komið heim til þín um klukkan ellefu, og farið upp stig- ann. Viðurkennir þú að hafa sagt þetta?“ „Já auðvitað, sagði John. „Þetta var það sem ég sagði.“ „John,“ sagði Barbara. „En hvað það var heimskulegt. En hugulsamt og þó heimskulegt." (Hún er ekki vön að tala svona, hugsaði John með sér). Hann horfði á hana. Augu hennar töluðu. Og allt í einu skildi hann hvað hún ætlaðist til að hann segði. „Jæja þá,“ sagði John, og allra augu hvíldu á honum. Hann brosti til Barböru. „Já, ég býst við að ég hafi hagað mér óskynsamlega." „Nú, hvað segir þú þá,“ sagði Miller. Hann horfði á John og síðan á Barböru. „Ég var hjá fröken Phillips," sagði John. Ég vildi ekki FALKINN I

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.