Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 11

Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 11
hormónameðhöndlun er enn á tilraunastigi. Þeir, sem að tilraununum standa, varast að fullyrða meira en það, að meðhöndlunin gagni meir en tveim til tíu af hundraði ó- byrja í heiminum og eftir reýnslunni að dæma, hefur ,,hættan“ á . fleirburafæðingu ekki fælt konur frá að reyna þetta. Dr. Carl A. Gemzell, prófessor í ljósmóð- ur og erfðafræði við akademíska sjúkrahús- ið í Uppsölum, en hann er upphafsmaður þessarar læknismeðferðar, segir að af þeim 100 konum, sem hafa fengið meðhöndlun eft- ir hans fyrirsögn, hafði u. þ. b. helmingur orðið þungaður. Þar af fæddu fimm prósent eitt barn, fjögur prósent tvíbura og þær sem ótaldar eru þríbura eða fleiri. Konur í öðrum löndum, sem hafa fengið sömu meðhöndlun, hafa einnig átt fjöldan allan af börnum, einkum og sér í lagi í Bandaríkjunum. Þar er greint frá fjórburum og fjölda tvíbura. Sjöburafæðingin er það dæmi, sem hingað til hefur reynzt mest fráhrindandi og hefur verið álitin alvarlegasti „fylgikvilli“ með- höndlunarinnar. Gemzell prófessor segir hins vegar, að móðir sjöburanna, hafi verið þrítug að aldri og aldrei orðið ófrísk áður. Það var sérstök hormónatruflun, sem gerði það að verkum. Konur, sem ekki gátu eignazt börn, fengu nokkra von þegar það fréttist að sœnskur lœknir hefði fundið horm- ónalyf er gœti gert þœr frjóar, en svo kom nýtt vanda- mál: Börnin urðu eins oft miklu fleiri en vœnzt var, fjór- burar, fimmburar, sexburar, jafnvel sjöburar. — Hún fékk hormónameðhöndlunina og varð þunguð í febrúar 1964, segir hann. — Okkur var ókunnugt um að hún bar sjö börn undir belti, en þegar við rannsökuðum hana með röntgengeisl- um, komumst við að raun um að móð- urlífið var óvenju stórt og okkur skild- ist, að það yrði erfitt að bjarga lífi barnanna. Frú Eriksson fæddi börn sín fjórum mánuðum á undan tímanum á Aka- demíska sjúkrahúsinu og það var Bent Persson, hægri hönd Gemzells sem tók á móti þeim. Hann segir, að fóstrin hafi verið eðlilega þrpskuð, en alltof lítil. Þau vógu ekki nema 350 grömm hvert og það var ekki einu sinni hægt að ákvarða kynferði þeirra allra. — Fyrstu fimm mánuði þungans gekk allt sinn vanagang, sagði hann. — En möguleikarnir á því að börnin lifðu af fullan meðgöngutima voru á- kaflega litlir. Frú Eriksson, sagði strax eftir harm- leikinn, að hún væri samt sem áður staðráðin í að eignast barn. Persson sagði af því tilefni: — Hvers vegna skyldi hún ekki geta átt börn og það er ekkert sem gæti hindrað okkur í að hjálpa henni til þess einu sinni enn. Hún er sterkbyggð kona, sem ætti að geta eignast heilbrigð, lifandi börn. En á hinn bóginn hefur það sýnt sig, að konur sem fætt hafa fleirbura, geta allt eins fætt einbirni eftir sömu með- höndlun. Hin þrjátíu og þriggja ára gamla Karin Olson, sú hin sama og fæddi af sér Falun fimmburana í júlí, eignaðist dóttur fyrir þrem árum, eftir að hafa fengið hormónameðhöndlun hjá dr. Gemzell. Stúlkan, senj heitir Erika, er „nákvæmlega eins og öll önnur börn,“ segir hr. Márten Olson, en svo heitir faðirinn. Lawsons fjölskyldan á Nýja Sjálandi, sem eignaðist fimm heilbrigð börn í sumar, eru ekki á þeim skónum að gera tilraun í þá átt að konan geti allt eins vel eignast einbirni eftir meðhöndlun hjá dr. Gemzell. Áhættan er of mikil að þeirra dómi. — Guði sé lof, að svona nokkuð ger- ist ekki á hverjum degi, sagði hr. Sam Lawson fyrir skemmstu. — En eitt er víst, heldur hann á- fram. — Við viljum ekki eignast fleiri börn. Fjölskyldan er orðin nákvæmlega eins stór og við viljum að hún verði. Þegar frú Lawson fór til læknis fyr- ir ári, hafði hún ekki orðið þunguð síð- an hún eignaðist telpuna sína, sem þá var orðin sex ára gömul. Hún fékk hormónameðhöndlunina og segist ekki sjá eftir að hafa gengist undir hana. — Mig hefur ævinlega langað til að eiga fjögur börn, en það er jafn dá- samlegt að eiga fimmbura og Lee Ann í viðbót. Frú Lawson var til meðhöndlunar á kvennasjúkrahúsinu í Auckland. B. G. Bonham, prófessor í ljósmóðurfræði og erfðafræði við sjúkrahúsið, segir að meðferð sú, sem hún fékk hafi verið með hliðsjón af erlendri reynslu í þessu efni og að nákvæmt daglegt eftirlit hafi verið haft með hormónaskiptingu lík- amans. — Reynslan sýnir, að fleirburafæð- ingar eiga sér stað þrátt fyrir slíkt eft- irlit, segir hann. — Frú Lawson var það fullkomlega ljóst, þegar hún gekkst undir meðferð- ina. Aðrar konur, sem fengið hafa sömu meðferð, hafa aðeins fætt eitt barn. Hann viðurkennir að læknarnir hafi komist að raun um að þunginn var óvenjulegur, þegar frúin var kom- in á tíundu viku. Tvíburar hafa komið fyrir í fjölskyldum beggja hjónanna og að er nokkuð, sem gerir læknunum erf* iðara fyrir að dæma um hve mikinn þátt hormónameðhöndlunin hafi átt í f j órburaf æðingunni. Prófessor Gemzell vill taka það fram í eitt skipti fyrir öll, að þeir geti ekki gefið öllum óbyrjum nýja von. Hor- mónameðhöndlunin getur ekki hjálpað konum, sem hafa reglulegar tíðir. Gem- zell tekur fram, að sjúklingar hans séu konur, sem á einhvern hátt framleiða ekki hinn nauðsynlega hormón. Það eru einkum konur, sem ekki fá tíðir, en sem hafa eðlilega eggjastokka, sem geta gert sér vonir um árangur af hor- mónameðhöndluninni. Gemzell tekur fram, að þessar konur séu ekki nema 5—10 af hundraði allra óbyrja í héiminum. Kostnaðurinn við sjálfa meðferðina er engin hindrun i sjálfu sér. í Svíþjóð er hann hverfandi lítill, en eins og Gemzell tekur fram, þá er ferðalag hjóna til Uppsala ekk- ert smáfyrirtæki, því að eiginmaður- inn verður nauðsynlega að vera til staðar fyrstu tvær vikurnar, að minnsta kosti. Þegar hann var spurður um, hvort hann og áðrir læknar, sem vinna að Framh. á bls. 36. FALKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.