Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Qupperneq 14

Fálkinn - 24.01.1966, Qupperneq 14
SAFJÖRDUR 15-20 ÞU HANMBAL VALDIMARSSON SKRIFAR UM ÍSAFJARÐARKAUPSTAÐ 100 ÁRA i Hannibal Valdimarsson. ÍSAFJÖRÐUR er með elztu verzlun- arstöðum. enda höfnin ein sú bezta á landinu frá náttúrunnar hendi. Hann hefur ekki vaxið neitt að ráði að und- anförnu, en Hannibal heldur því fram að nýir tímar séu í vændum með jarð- göngunum gegnum Brciðadalsheiði og þjóðveginum um Djúpið. „Eitt eiga ísfirðingar að gera sér til gamans,“ segir Hannibal. Þeir eiga að byggja loftbraut til fólksflutninga upp á Gleiðarhjalla“, — stallinn efst í fjall- inu vfir kaunstaðnum (sjá mynd). 14 FÁLK.INN UM ÞESSAR MUNDIR beinist at- hygli margra sérstaklega að ísa- firði. Tilefnið er það, að þann 26. janú- ar árið 1866 telja menn, að ísafjörður hafi fengið kaupstaðarréttindi. ísafjarðarkaupstaður á því 100 ára afmæli einmitt þessa dagana. Raunar hefur ísafjörður tvisvar feng- ið kaupstaðarréttindi. Hið fyrra sinnið gerðist það árið 1786, eða fyrir réttum 180 árum síðan. Eins og kunnugt er, var Einokunar- verzluninni af létt, og íslandsverzlunin gefin frjáls við alla þegna Danakonungs, með konungsúrskurði 18. ágúst 1786. — Sá atburður verður að teljast til gagnmerkustu og gleðilegustu tíma- móta í sögu íslands. Jafnframt var það ákveðið, að 6 verzlunarstaðir víðs vegar um land skyldu öðlast kaupstaðarréttindi. Þessir staðir voru auk Reykjavíkur: Grundarfjörður, Skutulsfjörður, Eyja- fjörður, Eskifjörður og Vestmannaeyjar. Reykjavík ein hefur haldið þessum réttindum óslitið síðan og minnist því jafnan afmælis síns sem kaupstaðar hinn 18. dag ágústmánaðar ár hvert. En þau urðu örlög hinna kaupstaðanna allra, að þeir voru á næstu áratugum sviptir kaupstaðarréttindum sínum öðr- um en þeim, að vera áfram löggiltir verzlunarstaðir. Réttindin, sem kaupstaðirnir 6 fengu, eru talin hafa verið þessi: 1. Öllum kaupstaðarbúum var veitt trúarbragðafrelsi. 2. Þeir áttu í 20 ár að vera lausir við að borga manntalsskatt. 3. Þeir áttu heimtingu á að fá útmælt ókeypis byggingarstæði undir hús ásamt litlum matjurtagarði. 4. Hver, sem þess óskaði, átti heimt- ingu á ókeypis borgararétti. Skyldi nafn hans skráð í borgarabókina og honum afhent borgarabréf. Útlendingar, sem aðsetur tóku í kaupstöðunum, fengu sömu rétt- indi, en urðu auk þess að vinna konungi hollustueið. Af framanrituðu mætti ætla, að allir þeir, sem til kaupstaðanna fluttu, hefðu fengið svo nefnd borgararéttindi. En svo var þó ekki. Þau voru bundin við vissar stéttir — voru .forréttindi. Tómthúsmenn, þ. e. almennir verka- menn, gátu t. d. ekki fengið borgara- rétt og því síður þeir, sem voru vistráð- in hjú. Þann rétt öðluðust aðeins verzl- unarmenn og handiðnaðarmenn, aðal- lega þeir, sem „sigldir“ voru og höfðu numið iðn sína erlendis. Það var réttur handverksmanna, að auk þess að reka handiðn sína, máttu þeir halda námssveina og selja eigin smíðisgripi og vinnu. Borgararnir höfðu tillögu- og ákvörð- unarrétt um málefni kaupstaðarins, og komu saman á „borgarafundi“, (þar af nafnið) til að ræða þau mál. Þessir kaupstaðir höfðu enga bæjar- stjórn. Sú skipan mun fyrst hafa verið tekin upp i Reykjavík árið 1836. Konungleg reglugerð VO SEM að framan greinir, misstu allir þeir verzlunarstaðir, sem kaup- staðarréttindi öðluðust við afnám ein- okunarinnar 1786, réttindi sín, nema Reykjavík. Og varð þar verulegt skarð fyrir skildi. Akureyri varð fyrst til að endur* heimta þennan glataða rétt. — Þann 29. ágúst 1862 var gefin út reglugerð um að gjöra verzlunarstaðinn Akur- eyri að kaupstað. Það var auk þess meg- inatriði þeirrar reglugerðar, að Akur- eyri skyldi fá bæjarstjórn og verða sérstakt lögsagnarumdæmi. Næst kom svo ísafjörður. f konung- legri auglýsingu til Alþingis, dagsettri 9. júní 1865, „um árangur af þegnleg- um tillögum þess og öðrum uppástung- uir á fundinurn 1863“. segir svo: „Út af þegnlegri bænarskrá Alþing-

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.