Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Page 15

Fálkinn - 24.01.1966, Page 15
is um, að verzlunarstaðurinn ísafjörð- ur verði gjörður að kaupstað, og að þar verði stöfnuð byggingarnefnd, þá munu þar að lútandi lagafrumvörp nú verða lögð fyrir Alþingi.“ Síðan var konunglegt frumvarp til reglugjörðar um að gjöra verzlunar- staðinn ísafjörð að kaupstað lagt fyrir Alþingi 1865. — Halldór Kr. Friðriks- son var framsögumaður nefndar, er um það fjallaði á Alþingi. Á grundvelli þess frumvarps var svo hinn 26. janúar 1866 gefin út „Reglu- gerð um að gjöra verzlunarstaðinn Isa- fjörð að kaupstað og um stjórn bæjar- málcfna þar“; Upphaf reglugerðarinnar var svo- hljóðandi: „Vér Kristján hinn Níundi o. s. frv. Gjörum kunnugt: Eptir að vér höfum meðtekið þegn- legt álitsskjal Vors trúa Alþingis um frumvarp, sem fyrir það hefur verið lagt til reglugjörðar um að gjöra ísa- fjörð að kaupstað og um stjórn bæjar- málefna þar, bjóðum Vér og skipum fyrir á þessa leið: 1. grein. Verzlunarstaðurinn ísafjörður, — þar með talin öll Skutulsfjarðareyri og prestssetrið, sem á eyrinni stendur, — skal héðan í frá vera bæjarfélag og lögsagnarumdæmi sér, og nefnast kaup- staður.“ Bæjarfógetinn og fulltrúar kaup- staðarins skulu i sameining hafa á hendi alla stjórn þeirra bæjarmálefna, sem eigi eru undan skilin með öðrum ákvörðunum, undir tilsjón amtmanns- ins yfir vesturamtinu og yfirstjórn við- komandi stjórnarráðs. ísafjörður séður handan yfir Sund. Ljósm.: Hannes Pálsson. FALKINN 15

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.