Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 17

Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 17
miðum, en ísfirzku Birnirnir, eða „Rússarnir", eins og sumir kölluðu þá. Og enn eiga ísfirðingar traust og fögur fiskiskip — og að sjálfsögðu stærri en áður — enda hæfir ekki annað hinum hraustu afburða sjómönnum ísfirðinga. Fyrsti sjómannaskóli á íslandi tók til starfa á ísafirði fyrir meira en 100 ár- um. ísafjarðarbær kom á fót fyrsta elli- heimili hér á landi, og vatnsveita var lögð á ísafirði á undan öðrum kaup- stöðum landsins. Nýr þáttur í atvinnu- lífi íslendinga hófst eftir 1930 með rækjuveiðum og rækjuiðnaði á ísafirði. Stórmyndarlegt barnaskólahús reistu ísfirðingar í byrjun aldarinnar, og hef- ur það prýðilega fullnægt hlutverki sínu allt til þessa, en verður nú leyst af hólmi af nýtízku glæsibyggingu sam- kvæmt fyllstu kröfum tímans. Þá verður ekki annað sagt, en að myndarlega sé búið að Gagnfræða- skóla ísfirðinga og Húsmæðraskólan- um. f því hverfi í hjarta bæjarins sóm- ir sér þá líka allvel Sundhöllin, byggða- safnið, íþróttahúsið og bókasafnið, allt undir einu þaki. Þegar Sjúkrahús ísafjarðar var reist árið 1925, var það tvímælalaust stærsta og fullkomnasta sjúkrahús landsins ut- an Reykjavíkur. Þá hafa ísfirðingar virkjað allt virkj- anlegt vatnsafl í næsta nágrenni kaup- staðarins og þannig tryggt sér gnægð ódýrrar raforku til heimilisnotkunar og iðnaðar. ' Þá er það ótvírætt bæjarfélaginu til sóma, að það þurrkaði mýrar Tungudals og ræktaði hann hlíða á milli. Skipasmíðaiðnaðurinn er sú iðngrein- in, sem einna hæst ber í bænum. Hef- ur atorkumaðurinn Marzillíus Bern- harðsson smíðað marga fagra fleytu, og einnig byggt mjög myndarlega dráttar- braut. Er hann nú 1 þann veginn að hefja smíði stálskipa á skipasmíðastöð sinni. Vélsmiðja er í bænum og ýmis smærri verkstæði. Væri þó æskilegt, að iðn- aðurinn væri fjölskrúðugri og þrótt- meiri, en hann er. Þegar bærinn fékk kaupstaðarrélt- indi fyrir 100 árum, voru 5 fastakaup- menn í bænum. Nú eru að sjálfsögðu , allmargar myndarlegar kaupmanna- verzlanir á ísafirði, en það verzlunar- fyrirtæki, sem ber höfuð og herðar yfir öll önnur, er þó samvinnuverzlun fólks- ins sjálfs, Kaupfélag ísfirðinga. Tveir af ríkisbönkunum, Landsbank- inn og Útvegsbankinn, hafa lengi haft útibú á ísafirði. Víst er „Pollurinn“ perla ísafjarðar, — öruggasta náttúruhöfn landsins, í fullkomnu skjóli fyrir norðansjóum af sjálfu bæjarstæðinu, Skutulsfjarðar- eyri, og umluktur af botni fjarðarins að öðru leyti. En samt hafa ísfirðingar byggt hin myndarlegustu hafnarmannvirki. Þeg- ar bátahöfnin var byggð, fannst mörg- um slíkt óþarfa tilkostnaður. Var þá af sumum talað um, að byggð væri höfn í höfninni. En nú er hún ekki lengur um- deild framkvæmd. Hún veitir ísfirzka flotanum hið fullkomnasta öryggi. Þá hefur einnig verið byggður mikill við- legubakki úr stáli í stað gömlu tré- bryggjanna, og er þar nú upp frá hon- um rúmt og gott athafnasvæði fyrir að- alatvinnuveg bæjarbúa, sjávarútveg- inn. Enn er þess að geta, að á seinustu ár- um hafa götur ísafjarðar verið malbik- aðar, og gangstéttir lagðar. Hefur bær- inn við þetta tekið miklum stakkaskipt- um og er nú með snyrtilegustu bæjum landsins. Sumir — einkum aðkomufólk — kvarta um, að þröngt sé um bæinm Hann sé í fjallakreppu. Það sé eins og maður sé kominn ofan í pott, sem að- eins sé eftir að setja á hlemminn. En þannig verkar þetta ekki á ísfirð- inga. Fjöllin eru skjólgarður staðarins. Og tign býr í tindum og traust í björg- um, eins og kveðið var. Það er hlýtt á ísafirði milli fjallanna á góðum sumar- degi, og það er bjart um ísafjörð á Aðalgatan á ísafirði, Hafnarstræti. Ljósm.: Hannes Pálsson. FALKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.