Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Page 19

Fálkinn - 24.01.1966, Page 19
aftur í Reykjavík I SOLISTI VENETI leika Þeir komu hingað í nóvember 1963 og héldu tvenna tónleika, þá síðari fyrir troðfullu húsi, og virtust á- heyrendur og gagnrýnendur á eitt sáttir um, að önnur eins fágun í samleik og blæbrigðaauðgi hefði naumast heyrzt fyrr á konsertpalli hérlendis. Það eru ekki nema fáein ár síðan strengjasveitin I SOLISTI VENETI var stofnuð, en hún er þeg- ar komin langt á leið með að sigra heiminn, og jafnvel strangir músík- dómarar nota sín sterkustu lýsingar- orð til að hæla henni. Nú gefst is- lenzkum tónlistarunnendum aftur kostur á að heyra hana föstudags- kvöldið 28. þessa mánaðar í Austur- bæjarbíói, og má búast við, að færri komist að en vilja. Hér sjáið þið mynd af hljómsveitinni við tónleika- hald, konsertmeistarinn er hinn ungi og hæfileikamikli Piero Toso, en stjórnandinn Claudio Scimone. ins. — Það má ekki ætla ísfirðingum minna en að sjá um það, að nýsett lög um menntaskóla á ísafirði, verði ekki jjappírsgagn eitt eða eilífðarmál. Sjómannaskóli er stofnun, sem eðli málsins samkvæmt hlýtur að rísa í sjó- manna- og útgerðarbænum, ísafirði, inn- an fárra ára. Á það kalla samróma sag- an og þörfin. Sú framkvæmd er blátt áfram sjálfsagður hlutur. Þá er ekki óeðlilegt að verknámsskól- ar í málmsmíði og trésmíði verði liðir í skólakerfi bæjarins. Eitt eiga ísfirðingér að gera sér til gamans. Þeir eiga að byggja loftbraut til fólksflutninga úr Stóruurð upp á Gleiðarhjalla. Sú framkvæmd mundi örugglega endurgreiða stofnkostnað sinn á skömmum tíma. Það væri líka nokkuð fyrir þá, sem víðsýnið þrá, kunna ekki þrengslunum í bænum. MENNIRNIR SPÁ, en guð ræður. Þess vegna legg ég nú frá mér penn- ann. Það verður að viðurkennast, að við, mennirnir, sjáum lítt aftur, en ekki fram, skyggir Skuld fyrir sjón. ÍSFIRÐINGAR munu nú að sjálf- sögðu efna til mannfagnaðar nokkurs til að minnast 100 ára kaupstaðarrétt- inda bæjarfélags síns. Jafnframt munu þeir óefað efna til heitstrenginga um, að efla vöxt og viðgang ísafjarðarkaup- staðar, svo að hans gengi verði gott og þar eftir mikið, er menn aftur efna til afmælishófs að 100 árum liðnum, það herrans ár 2066. Hannibal Valdimarsson. FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.