Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 24

Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 24
frönskum lögregluþjónum, sem tóku þótt í neðanjarðarhreyf- ingunni á stríðsár'unum og fy,rr- verandi fallhlífarhermönnum. Þau hafa að því er virðist ótak- markað fé til umráða, nota frönsk vegabréf, bíla og vopn. Meðlimirnir forða sér inn á franskt yfirráðasvæði, komist þeir 1 hættu. Og samtökin eiga eingöngu í höggi við óvini Frakklands. Erkifjendur Rauðu handar- innar eru menn af sauðahúsi Pucharts og eina leiðin til að stöðva umsvif þeirra er að nota meðöl, sem eru nákvæm- lega jafn ólögleg og þeirra. í febrúar 1957 komst Puchert að raun um hve árangursrík þessi meðul eru. Þá missti hann báða nýju bátana sína. Þrátt fyrir að þeir lægju í hlutlausri hönf, fóru froskmenn út á franskri duggu, komu sprengjum fyrir undir skipunum og sprengdu þau í loft upp. Það sem bjarg- aði lífi eigandans, var ekki annað en það að hann var ekki um borð á þessu augnabliki. Þrátt fyrir að Puchert hafði nú misst tvo þriðju hluta af smyglflota sínum, var hann ennþá mikilvægur aðili fyrir uppreisnarmenn og vegna sér- þekkingar hans á vopnasölu, var hann gerður að innkaupa- stjóra FLN í Vestur Evrópu. Puchert — Morris flutti starf- semi sína í velbúna íbúð við Lindenstræti í Frankfurt og keypti vopn bæði í Þýzkalandi, Belgíu, Danmörku og Hollandi. Þrátt fyrir útnefningu, var hann tiltölulega frjáls með sig og verðið, sem hann krafðist fyrir vöru sína sá honum fyrir lífvænlegum tekjum. Hann tók aðeins við greiðslu í bandarísk- um dollurum og seldi vélbyss- una á 95 dollara stykkið, sjálf- virka skammbyssu á 40 doll- ara, 1000 umganga af skotfær- um á 65 dollara og hand- sprengjur á 15 dollara stykkið. Þýzka lögreglan vissi vel um starfsemi hans, en blakaði ekki við honum hendi, vegna þeirra undarlegu ákvæða í lög- um, að haglabyssur og veiði- rifflar eru einu skotfærin sem háð eru leyfisveitingum, en stríðsvopn, allt frá fallbyssum niður í eldvörpur má hver og einn verzla með að vild. Einu vandræðin sem hann komst í vegna lögreglunnar, voru þegar sjálfvirk skammbyssa sást í hanzkahólfinu í bílnum hans og hann var sektaður um 50 mörk fyrir að hafa falið óskráð skot- vopn. En það voru ekki allir sem litu svo mildum augum á starfsemi vopnakaupmannsins. Laugardaginn 6. desember 1958 var Puchert á labbi um hið myrka Lindenstræti. Hann var með pelsklædda konu upp á arminn (ekki eiginkonu sína samt). Þá skutust tveir menn út úr anddyri einu og Puchert fann kalt stál þrýstast að hnakka sínum. Hann hvíslaði að stúlkunni, sem gekk við hlið hans: — Halt þú áfram. Ég sé þig seinna. Stúlkan yppti öxlum og hélt áfram, án þess að vita hvað um var að vera. Ungum manni skaut upp fyrir framan Puchert og tók kurteislega ofan. Hann hafði ferkantað veðurbitið and- lit. — Gott kvöld herra Puchert, sagði maðurinn. Hann talaði þýzku, en með einkennilegum frönskum hreim. — Get ég fengið að tala við yður eitt augnablik? Maðurinn sagðist heita Pedro og síðan varaði hann Puchert við. — Þetta er síðasta aðvörun- in, herra Puchert. Ef þér hætt- ið ekki þessum viðskiptum, getur það orðið ákaflega hættu- legt fyrir heilsu yðar. Skiljum við hvor annan? Puchert horfði hvasst og lengi á unga manninn, sem áreiðanlega hét ekki Pedro: — Og hvað ef ég samþykki að hætta starfseminni? Maðurinn brosti: — Ég sé að þér skiljið mig. Hann lyfti fingri og maður- inn að baki Puchert fjarlægði skotvopnið frá hnakka hans. — Ef þér viljið ræða málið herra Puchert, munið þér kom- ast að raun um að við erum ákaflega ... samvinnuþýðir. Hafið þér ekki misst tvo báta? Myndi andvirði þeirra ekki vera sanngjörn uppástunga? Og eigum við að segja peninga- upphæð, sem svarar ágóða af næsta árs viðskiptum? Og að sjálfsögðu vernd, ef hinir fyrr- verandi vinir yðar skyldu hugsa til hefndar ... Puchert-Morris strauk hugs- andi um höku sína og sagði: — Þetta virðist vera vel boð- ið, en þið verðið að gefa mér tíma til að losa mig undan skuldbindingum mínum ... — Allt í lagi. Þrír dagar ættu að nægja. Eigum við að segja þriðjudag? — Það er í lagi. Hvar á ég að hitta ykkur? Ungi maðurinn glotti: — Ekkert að óttast Puchert. Við munum areiðanlega finna yður ... Verið þér bara viss. Stefnumót við örlögin Puchert hafði hreint ekki hugsað sér að hætta starfsem- inni. Hann var aðeins að teygja tímann og svo varð hann auð- vitað að hugsa um öryggi sitt. Ekki er vitað að hve miklu leyti hann lét stjórnast af tryggð við hina alsírsku við- skiptavini, af hreinni og skærri ágirnd, eða hvort hann van- mat piltana, sem hann hafði átt tal við. Hver svo sem ástæð- an var, hélt Morris skipstjóri áfram starfsemi sinni. Hann fór til Bonn og sagði Heuchert lögregluforingja sögu sína og síðan fór hann á fund dr. Serghini, sem var opinber sendifulltrúi FLN í Bonn. Hann bað hann að útvega sér lífvörð. Auðséð var að Puchert tók vernd ólöglegrar neðanjarðar- hreyfingar fram yfir þýzku lög- regluna. Það voru ef til vill mistök, því þó að FLN sýndi mikinn dugnað við að vernda meðlimi sína, var hreyfingin ákaflega kærulaus um aðra stuðningsmenn sína. Næsta þriðjudag hitti Puc- hert Pedro og hinn þögla fylginaut hans við innganginn að aðaljárnbrautarstöðinni í Frankfurt. Puchert bað um mánaðarfrest og Pedro lofaði að halda sambandi við hann. Það gerði hann með því að hringja með óreglulegu milli- bili og spyrja um heilbrigðis- ástand Pucherts. Svo undar- legt sem það kann að virðast, leit ekki út fyrir að Puchert væri hræddur þegar hér var komið sögu, þrátt fyrir að hanií afhenti FLN vopnin sem fyrr. Hann virtist gera sér grein fyr- ir að fjandmenn hans væru enn ekki tilbúnir að taka hið örlagaríka skref. Hið raunverulega hættu- merki var gefið að kvöldi þes 5. janúar 1959, þegar hann kom á lítinn en dýran næturklúbb í Frankfurt í fylgd með ungri stúlku. Þegar þau gengu inn, litu nokkrir menn, sem sátu við borð rétt við innganginn, upp og brostu kumpánalega. Einn þeirra var Pedro. Við hlið hans sat kraftalegur, herða- breiður náungi með lítið and- lit, en svo dökkleitur að hann gat vel verið * N-Afríkubúi. Puchert varð öskugrár í fram- an, þegar hann sá dökkleita manninn og vísaði dömunni að borði sem allra lengst í burtu, þar sem hann svolgraði í sig þrjá tvöfalda koníakssjússa hvern eftir annan. Rödd hans skalf, þegar hann benti yfir að borðinu við innganginn og sagði: — Þarna situr banamaður minn. Þetta var í síðasta skipti, sem Puchert hitti Pedro og flokk hans í vitna viðurvist. Vel getur verið að hann hafi hitt þá eftir það, en enginn veit neitt með vissu um hvað Puchert tók sér fyrir hendur síðustu vikurnar, sem hann lifði. Eina vísbendingin þar um er stutt orðsending, sem hann skrifaði hinum alsírsku vinum sínum að kvöldi þess 27. febrú- ar: „Ég er mjög hræddur. Und- ir stöðugu eftirliti. Verð að ná tali af yður.“ Við vitum ekki að hve miklu leyti hann náði tali af sínum Framh. á bls. 34. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.