Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Síða 26

Fálkinn - 24.01.1966, Síða 26
SEM GÉFUR MÖGULEIKA TIL MARGBREYTNII UPPRÖÐUNl 1-2-3. SÆTA HORN SÓFI TEIKNAÐ AF SVEINI KJARVAL HUSGAGNAARKITEKT, E I F A N KJÖRGA R-ÐI SIMI, 18580-16975 • Óþekkfir óvinur Framh. af bls. 8. „Erfðaskráin var rökrétt skýring," sagði Barbara. „Hún var þeirra kjölfesta. Þau gátu byggt upp frá henni.“ „En ef hr. Higby hefur rétt fyrir sér,“ sagði John, þá gild- ir þessi erfðaskrá ekki lengur. Það er eins og frú Piermont hafi dáið án þess að gera erfðaskrá." Ef engin erfðaskrá var til, þá kæmi þetta fyrir rétt. Erf- ingjar gæfu sig fram ... þegar fram liðu stundir, myndi svO rétturinn finna út einhvern, sem stæði nær arfinum en aðrir, ef þá einhver slíkur einkaerfingi var til. Annars yrði arfinum skipt í fleiri staði. Allt þetta tæki mjög langan tíma. Það var alltaf þannig, ef eitthvað fór fyrir rétt. Þessi langi biðtími hlaut að vera þáttur í áætluninni. Barbara tók eftir, að John var ekki lengur þreytulegur. Það hafði verið hann, sem hafði unnið mest í að upplýsa þetta mál. Til að þræða til baka þetta morðmál, sem gat nú staðið eða fallið með þeim seinagangi, sem yfirleitt ríkir í heimi dóms og laga. „Maðurinn,“ sagði John, „ég er farinn að kalla hann óvin- inn — hafði ástæðu til að halda, að enda þótt hann væri fjarskyldur frú Piedmont, stæði hann þó nær en hinir. Fjöl- skylduskrár höfðu sjálfsagt frætt hann um þetta. Hann vissi að frú Piermont var vellauðug. Hann ákvað að erfa þessa peninga. og — Julie Titus stóð í vegi hans. Það varð að gera ráð fyrir, að hann hefði fundið þetta út hjá stúlkunni sjálfri. Hann hafði líklega gert ráðstafanir til að hit,ta stúlkuna eins og af tilviljun. Það væri ekki erfitt ef maðurinn — óvinurinn — væri þolinmóður. Það væri ekki erfitt að vinna traust stúlkunnar. „Aumingja Stúlkan. Lokuð svona inni eins og hún var allt sitt líf,“ sagði Barbara. „Og við vitum að maðurinn hefur ver- ið myndarlegur.“ John rak upp stór augu. „Hann er líkur þér,“ sagði Barbara. „Að minnsta kosti í útliti.“ John svar- aði engu. Stúlkan myndi erfa þessa peninga. Hann — óvinurinn — 26 hafði fundið það út. Svo hann þyrfti að byrja á því að drepa stúlkuna. Síðan að ryðja frú Piermont úr vegi áður en hún breytti erfðaskránni. Og þá var ekkert eftir nema að bíða. Barbara hugsaði sig um. En mér ér alveg hulið hvar þú kem- ur inn. John hugsaði sig um. Hann talaði hægt. Óvinurinn hafði hugsað sér að græða peninga. Til þess þurfti hann að fremja morð. í svona máli er alltaf mestur grunur á þeim, sem græðir mest. Það var því mjög klókt að gera einhvern annan eins grunsamlegan og hægt er. Ef þessi hinn var svo grunaður, fundinn sekur, dæmdur og tekinn af lífi. þá lá allt opið fyrir raunverulega morðingjanum. Þetta hægfara réttarfar hjálpar gjarna morðingjanum. Það tekur langan tíma að taka morðingja af lífi, en erfðaréttur tekur þó enn lengri tíma. Ég man eftir einu máli, sem bank- inn var með. Það tók fjögur ár. Það væri nægur tími til að senda grunaðan mann í rafmagnsstólinn. Og nú er þessi grun- aði ég. Þetta er eins konar eninga-meninga. Þeim kom saman um að svona gæti þetta verið. Maðurinn, sem væri valinn til að láta gruninn falla á, varð að vera venjulegur í útliti. „Með öðrum orðum ég,“ sagði John og brosti. „Ég veit ekki hvað þú sérð við mig.“ Barbara sagðist segja honum það seinna. Þau gerðu ráð fyrir að óvinurinn hefði verið í tennisklúbbn- um þennan dag, og þá ekki af tilviljun. Hann hlaut líka að hafa verið í Harvardklúbbnum á hádegi þennan síðastliðinn laugardag. Hver gat það verið? Hank Roberts, Dick Still og Pit Woodson. Kannski A1 Curtis. Hann hafði ekki tekið eftir honum í tennisklúbbnum, en hann gat vel hafa verið þar fyrir því. „Einhver, sem tekur myndir, og vissi að þú myndir vera þar þennan dag.“ Myndin hafði nú verið svo einföld, að hver sem var gat tekið hana. En hvernig gat hann vitað að John yrði þarna ... „Það er eitt sem við verðum að muna,“ sagði hann, og það er að óvinurinn hafði nógan tíma — þangað til hann drap stúlkuna. Hann hafði marga mánuði til ráðstöfunar. Hann þurfti ekki að gera neitt á neinum vissum dögum. Hann beið aðeins eftir að tækifærin kæmu upp í hendurnar á sér. Hann þurfti ekki að hafa mynd af mér, hann þurfti ekki að láta kynna sig fyrir Hr. Higby. Hann hafði nægan tíma til að grípa það sem bauðst. Ef það var ekki eitt, þá var það annað. FALKINN r

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.