Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Page 27

Fálkinn - 24.01.1966, Page 27
Hún skaut því inn í, að hann þyrfti að hafa aðgang að ein- hverju með undirskrift John, úr því að hann gat falsað hana. Gátu þau nokkuð stuðst við það? John hristi höfuðið. Hank Roberts, vinnandi í bankanum, hafði nóg tækifæri. John mundi eftir að hafa einu sinni keypt eitthvað af Curtis, og borgað það með ávísun. Hann hafði staðið í stöðugum bréfaviðskiptum við fyrirtækið, sem Still vann við. Hann gat ekki séð, hvernig Pit Woodson hefði átt að komast yfir undirskrift hans — nema, „mig minnir að ég hafi einu sinni borgað bridge-skuld með ávísun — og Þó.“ „Vantar einhvern þeirra peninga,“ spurði Barbara. Hann áleit að þeir væru allir nokkuð vel stæðir, nema kannski A1 Curtis. Hann vissi ekki hvernig það var með Al. Fyrir nokkrum vikum hafði hann heyrt, að A1 hefði farið frá fyrirtækinu, sem hann hafði unnið við í meira en ár, en það var líklega af því að hann hafði fundið eitthvað, sem hæfði honum betur. „Eins og til dæmis stór arfur,“ sagði Barbara. John gat ekki svarað því. Shapiro hafði misst af Jaguarnum. Hann hafði ekki lagt sérstaklega hart að sér að elta sportbílinn, það hefði verið of ójafn leikur. Og nú var Shapiro kominn út í annan eltinga- leik. Hann var kominn í ættfræðideildina í Almenningsbóka- safni New York-borgar, þar sem var ekki ætlast til að hann væri. Hann átti að vera kominn á vakt niður á stöð, en ekki hér til að fullnægja eigin forvitni. En hann gat ekki neitað því, að erfðaskráin hafði vakið forvitni hans. Einhver myndi fá laglega fúlgu, þar sem Titus- stúlkan og frú Piermont voru báðar dánar. Þessi einhver hlaut að vera af Titus ættinni. En það væri of auðvelt að ætlast til þess, að hann bæri eftirnafnið Titus. Hann fór inn í ættfræðideildina, sem var stór salur með af- greiðsluborði, stórum löngum borðum og þungum stólum. Hann leitaði uppi „Titus“ í bókaskránni. Það voru margar bækur um Titusa. T. d. Titusfjölskyldan í Bandaríkjunum, Meðlimir Titusættarinnar í Rockland County, New York o. fl. Shapiro bað um Titusættina í Rockland County. Hann beið lengi. Loksins kom konan aftur: „Ég er hrædd um að við getum ekki fundið þessa Titus-bók — því miður.“ „Er hún í láni,“ sagði Shapiro „eða er verið að binda hana?“ „Þeir eru að leita að henni, og ég er hrædd um að hún sé ekki á réttum stað — en því verður auðvitað kippt í lag eins fljótt og hægt er,“ svaraði konan. „Getið þér sagt mér'hvort þetta er stór bók?“ spurði Sha- piro, og sýndi lögreglumerkið. r „Oh ...“ Konan fór og gáði í ýtarlega bókaskrá, sem istarfsfólkið notaði, kom aftur, og sagði þetta væri frekar ^ítil bók. } „Sem kæmist hæglega í karlmannsvasa eða kvenveski?“ „Já, hún er ekki stærri en það,“ sagði konan, en okkar viðskiptavinir gera ekki ...“ f- „Nei, auðvitað ekki,“ sagði Shapiro. „Og þar að auki eru nöfn viðskiptavinanna alltaf skrifuð 'á bókarseðilinn, svo ég gæti hæglega fundið út hver fékk foana síðast.“ 1 „Já,“ sagði Shapiro niðurdreginn. Auðvitað hefði rangt nafn verið tekið niður. Þar að auki var enginn tími til þess *núna. Útvarpið í bílnum var áreiðanlega farið að kalla á hsmn niðri. Hann sagði konunni, að hann myndi koma aftur. Shapiro gekk niður stigann. Máðurinn (sem að öllum lík- indum var ekki til), hafði greinilega komið víða við. Og var ekki hugsanlegt, að honum þætti hann ekki hafa gert nóg, úr því að lögreglan hafði ekki enn ákært John Hayward fyr- jr morð? Gæti ekki verið, að hann reyndi að gera eitthvað meira? „Ef ég væri í hans sporum,“ hugsaði Shapiro með sér, „þá held ég að ég viti, hvað ég myndi gera næst. Framh. í næsta blaði. PHILIPS ▼ JAPNGÖÐ PYRIR TON OG TAL GERÐPYRIR BATTERÍ OG VENJULEGAN STRAUM - llo/22o SPÖLURNAR SETTAR I —^ MEÐ EINU HANDTAKI - (MAGASIN) fálkinn 27

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.