Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 31

Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 31
Þeir eru eklci alltaf iafnhátíðlegir uppi í brúnni. Guðni Ilákonarson fyrsti stýrimaður og Birgir Thoroddsen skipstjóri geta líka hlegið saman. „Ertu ekkert orðinn leiður á þessum stöðugu ferðalögum?” ,,Nei, nei, mér líkai þau bara vel, og þetta venst, lífið er ekki annað en vani þegai ut í það er farið. Og ég er ánægður með starfið.11 „Hvað gerir bátsmaðurinn aðallega?“ „Hann er verkstjóri háset- anna og sér um alla vinnu á dekki í samráði við fyrsta stýrimann.“ „Tii hvaða landa finnst þér skemmtilegast að koma?" „Meginlandsins er óhætt að segja. Þvzkalands og Hollands sérstr' '°ga Ég hafði líka mjög gaman af að sigla Miðjnrðar- hafið á gamla Brúarfossi árið 1952. Það er dálítið þunglama- legra að fara austur fyrir járn- tjald, annar bragur á lífinu þar, en í Rússlandi er okkur oft boð- ið á tónleika og aðrar skemmt- anir. og það er náttúrlega vel þegið Ég er mikið fyrir músík, og ballettinum hef ég orðið því hrifnari af sem ég hef séð hann oftar: hann var alveg nýr heim- ur fyrir mig í fyrstu, en nú fæ ég aldrei nóg af honum.“ Þetta er einhvers konar baktería. Einn af hásetunum er Börk- ur Thoroddsen, sonur skipstjór- ans, sjómaður á sumrin og tann- læknanemi á veturna Hann umgengst föður sinn af viðeig- andi formfestu og ávarpar hann „skipstjóri“. en orðið ,.pabbi“ hrekkur ekki af hans vörum þegar fleiri eru viðstaddir ,Ég hef bara farið þennan eina túr á Lagarfnssi." segir hann, „bví að ég vil heldur vera hjá öðr um skinstiórum — það er við- kunnanleera gagnvart hinum hásetunum." ..Umgengst pabbi þinn þig ekki alveg eins og þá?“ „Nei, hann er miklu verri við mig til að vera viss um, að mér sé ekki gert of hátt undir höfði." „Finnst þér það verka þving- andi þegar þú ert með hinum, að þú ert sonur skipstjórans?" „Nei, reyndar hef ég ekkert fundið til þess — ja, það er kannski ekki talað eins illa um karlinn þegar ég er einhvers staðar nærri, ég skal ekki segja um það.“ „Hefurðu aldrei siglt með honum fyrr?“ „Jú, þrjú sumur á Gullfossi þegar hann var fyrsti stýrimað- ur þar. En það var þegjandi samkomulag okkar á milli að við töluðum ekki saman og fær- um aldrei saman í land. Það kemur betur út.“ „Þú hefur aldrei hugsað þér að leggja fyrir þig sjó- mennsku?" „Jú, eiginlega langaði mig til þess, en ég hef ekki nógu góða sjón til að komast íStýrimanna- skólann, svo að það þýddi ekki að hugsa um það. Ég kann vel við mig á sjónum, þetta er ein- hvers konar baktería sem mað- ur fær, og ég tolli aldrei í landi að vinna á sumrin." „Ertu nokkuð sjóveikur?“ „Já, ég hef alltaf verið það þangað til núna í sumar — ég vona, að ég sé sloppinn úr þessu." „Hefurðu alltaf verið hjá Eimskip?“ „Nei, fyrstu þrjú sumrin var ég kokkur á humarbát, svo hef ég verið á Stapafellinu, en síð- an á Gullfossi, Brúarfossi og Se'fossi." „Þú hefur þá ferðazt heil- „Það eina góða við þær ferð- ir er að geta sagt, að maður hafi komið þangað, finnst mér.“ „En Sovétríkin?“ „Þetta er nú minn fyrsti túr austur fyrir tjaldið, og mér hef- ur líkað prýðilega — aðallega af því, að það er svo ódýrt að skemmta sér þarna; fyrir eina gamla nælonskyrtu fær maður tíu rúblur, þ. e. a. s. ágætt kvöld fyrir fjóra.“ „Hvað finnst þér skemmti- legast við sjómennskuna?“ „Að koma heim og gæða vin- unum á bjór.“ „Það er kannski ekki talað eins illa um karlinn þegar ég er ein- hvers staðar nærri," segir Börkur Thoroddsen háseti, son- ur skipstjórans. vonlaust að ætla sér að lesa nokkurn hlut þvi að maður reynir að fá eins miktn vfir- vinnu og hægt er, og þá er þetta anzi erfitt starf. En bað er eina starfið sem ég hef getað verið í án þess að vera alltaf að gá á klukkuna." Vélstjóri í fjörutíu ár Enginn af skipshöfninni hef- ur verið lengur á sjónum en Ágúst Jónsson fyrsti vélstjóri. Hann byrjaði sem hjálparkokk- ur á Sterling árið 1919. og hjá Eimskip hefur hann starfað í fjörutíu ár sem vélstjóri. þar af fimmtán sem fyrsti meistari. Hann er hæglátur í framkomu og lítt gefinn fyrir óþarfa más, og þó að hann hafi dvalizt tölu- verðan hluta ævi sinnar f þeim ærandi gauragangi sem vélinni fylgir liggur honum ekki hátt rómur og heyrn hefur hann prýðilega. Þetta sífellda vélar- skrölt ætti að nægja til að gera hvern meðalmann kolbrjáloðan eða að minnsta kosti bilaðan á taugum eftir nokkrar vikur, en Ágúst tekur því með stakri ró- semi. „Það venst,“ segir hann og brosir á sinn yfirlætislausa hátt. „Hvers vegna gerðistu vél- stjóri?“ „Ja, ég hef alltaf haft gaman af vélum og smíði yfirleitt, og í minni ætt eru margir smiðir; þessi áhugi gengur eins oa rauð- ur þráður gegnum ættina kyn- slóð eftir kynslóð. Ég lærði járnsmíði og var þrjú ár í smiðju, eins og tilheyrði vél- stjóranáminu, en þess utan voru tvö ár i Vélstjóraskólanpm. Á þeim árum var vélvæðingin að byrja á íslandi, og það var trygg atvinna að vera vélstjóri, því að þá vantaði alls staðar, en annars gat verið erfitt að fá vinnu. Svo var spennandi að ferðast til útlanda og einhver ævintýralöngun í manni." „Hvaða lönd kanntu bezt við?“ „Þetta verður nú líkt hvað öðru þegar til lengdar lætur — þegar maður er kominn á þennan aldur fer manni að finnast það allt eins.“ „Ertu orðinn leiður á ferða- lögunum?" „Nei, í rauninni er ég það ekki, og í sumarfriunum fer ég alltaf í ferðalög, en þá ekki til útlanda, heldur förum við sam- an með tjald út á land, konan mín og ég.“ „Líkar þér starfið vel?“ „Já, ekki get ég annað sagt, kannski af vana. Atvinnuskil- yrðin eru ágæt og gott að vinna hjá félaginu, finnst mér l.eið- FÁLKINN 31 mikið?“ „Ég þekki Leith og Kaup- mannahöfn eftir allar ferðirn- ar þangað. Og ég hef farið oft til New York og Dublin." ..Hvernig fannst þér New York?“ „Hvað áttu eftir langt nám i háskólanum?" „Ég er á þriðja ári núna, og það tekur sex ... ef það verð- ur pláss fyrir okkur alla í deild- inni að halda áfram.“ „Tekurðu námsbækurnar með þér á sjóinn?“ „Einstöku sinnum, en það er

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.