Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Side 32

Fálkinn - 24.01.1966, Side 32
Ágúst Jónsson fyrsti meistari hefur verið á sjónum síðan árið 1919. inlegast er að vera svona mikið fjarri heimili sínu, sérstaklega meðan börnin voru ung.“ „Hvað eigið þið mörg?“ „Tvö. Katrín dóttir okkar er handavinnukennari, en Hauk- ur er við guðfræðinám í há- skólanum, þ. e. a. s. hann er nú sem stendur úti í Englandi við enskunám um nokkurra mánaða skeið.“ „Þú hefur náttúrlega verið í siglingum öll stríðsárin?" „Já, og þá var erfitt fyrir konuna mína að vera ein heima með tvö lítil börn. Flestir túr- arnir tóku einn og hálfan til tvo mánuði, en stundum gátu liðið fjórir og jafnvel upp i sex mánuðir milli þess sem maður kom heim, og það var ekkert hægt að láta vita af sér meðan á ferðum stóð. En það er bezt að tala sem minnst um þau ár- in — það er nóg að hafa geng- ið í gegnum þetta.“ „Hefurðu verið á mörgum af fossunum?“ „Öllum nema Guilfossi, held ég. Það er ágætt að vera flutt- ur til, því að þannig kynnist maður fleiru. Fjögur ár á hverju skipi eru að mínum dómi mátulegur tími.“ „Og nú ertu að hætta og fara á eftirlaun — hvernig hugs- arðu til þess?“ „Það verða sjálfsagt töluverð viðbrigði eftir meira en fjöru- tíu ár á sjónum maður gerir sér varia grein-fyrir hvað það er að vera í landi, og auðvitað hefur margt farið framhjá manni svo að það ætti að verða nóg um að hugsa að kynna sér eitt og annað.“ „Hlakkar konan þín ekki ósköp til að fá þig heim?“ „Jú. hún hefur oft talað um það — og ég vona, að hún verði ekki fyrir vonbrigðum.“ Langaði að verða smiður. Guðmundur E. Guðmundsson bryti á það sameiginlegt með skipstjóranum að vera sjóveik- ur í hverri ferð og hafa enga ofurást á starfi sínu. Hann lang- aði að vinna í landi og vildi helzt verða smiður, en sú ósk rættist ekki vegna þess að hann var örvhentur, og það þótti með öllu ótækt á hans yngri ár- um, að örvhentir menn legðu fyrir sig smíðar. Þá fór hann á sjóinn og var ýmist á árabát- um, línuveiðurum eða togurum, en mætti aftur sömu örðugleik- unum — örvhentir menn máttu ekki fletja fisk. Guðmundur var samt ekki af baki dottinn og gerðist nú matsveinn; eng- inn bannaði kokkum að halda með vinstri hendi um sleifina eða steikarhnífinn ef þeim hent- aði það betur. Hann fetaði sig smám saman upp mannvirðing- arstigann — annar kokkur, búr- maður, matsveinn, bryti — og er nú kominn upp á toppinn í sinni grein. „Þetta er ágætis atvinna,“ segir hann, „en ég færi ekki á sjóinn ef ég væri ungur núna. Á mínum æsku- árum var fyrir mestu að fá eitthvað að gera, það var eina vonin tiFað geta lifað, en ekki um svo margt að velja.“ „Það hlýtur að vera hræði- legt fyrir kokk að vera sjóveik- ur.“ „Ojá, sjóveikin er aldrei þægileg og getur orðið aldeilis hroðaleg í sinni verstu mynd. Ég finn til hennar enn i dag í hverri ferð, ekki þannig að ég kasti upp, en maður er þun.gur í höfðinu og öðruvísi en maður á að vera. Ég er reyndar ekkert að gera mér rellu út af því.“ „Eldarðu stundum fyrir kon- una þína þegar þú ert heima?“ „Nei, riei, aldrei, hún er al- veg einfær um það og býr til prýðismat.“ Guðmundur er kátur og skrafhreyfinn og segir vel frá, en til allrar óhamingju fylgir hverri skemmtilegri sögu jafn- an ströng skipun: „Þetta máttu ekki setja í blaðið." Margt hef- ur fyrir hann komið um dag- ana, þótt lesendur Fálkans fái minnst um það að heyra, og meðal annars var hann háseti á línuveiðaranum Fróða þegar hann fór sína afdrifaríku ferð í marzmánuði 1941. Guðmund- ur stóð við stýrið er sprengju- kúla hitti brúna, og þrír menn voru skotnir til bana við hlið- ina á honum. „Þetta kom svo óvænt, að maður vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. ’Það er þá svona að deyja', dartt mér í hug þegar ég var að lognast út af og fannst lítið til um. En ég dó ekki og slapp óskaddaður nema hvað hljóðhimnurnar sprungu í báðum eyrunum á mér. Þegar ég rankaði við mér fór ég að athuga hvernjg á- standið væri um borð — brúin var öll í maski, og fimm menn af skipshöfninni dóu. Við vor- um heppnir að vera þetta ná- lægt íslandi, hundrað riíutíu og tvær mílur suðsuðaustur af Vestmannaeyjum.“ „Ég hef heyrt, að þú hafir unnið mikið afrek þegar þú sigldir skipinu til Vestmanna- eyja.“ „Nei, við skulum nú ekki tala um nein afrek — við kom- um skipinu til Vestmannaeyja á tólf tímum og hjálpuðumst 32 FÁLKINN náttúrlega að. En ég vil helzt ekkert vera að rifja þetta upp.“ „Varstu ekki hálfsme.vkur að fara aftur á sjóinn eftir þessi ósköp?“ „Nei, ætli það, ég held ekki — það var ekki um annað að gera, ég var ekki á neinu kaupi og hafði ekki vit á að fara í tryggingarnar út af þessu. Ég fór beint á togara með bómull í eyrunum og ekki meira með það.“ „Varstu ekki lengi að jafna Þig?“ „Jæja, maður var dálítið aulalegur úti á götu, þvi að ég áttaði mig ekki á hvaðan hljóð- in komu og varð að líta í allar áttir til að gá að bílunum, þeg- ar þeir flautuðu. En hljóðhirrin- urnar greru saman aftur með tímanum.“ „Hefurðu ekkert gaman af ferðunum milli landa?“ „Ja, maður er orðinn vanur þessum flækingi. En mér finnst gaman að ferðast um ísland, fara stað úr stað með tjald og geta verið alveg frjáls með fjölskyldunni — við eigum tvo stráka, tíu og tólf ára, alveg á rétta aldrinum til þess.“ Guðmundur E. Guðmundsson bryti stendur vel í stöðu sinni, þó að liann langaði meira til að gerast smiður.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.