Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Qupperneq 34

Fálkinn - 24.01.1966, Qupperneq 34
mig undir eins. ’Ja, ég veit nú ekkert hvað þetta er‘, sagði ég, ’en ef þú treystir mér í það þá fer ég‘. Svo fór ég niður í skip og talaði við brytann. ’Geturðu byrjað í fyrramálið klukkan tíu?‘ spurði hann. Ég gerði það, og síðan hef ég verið hér á Lagarfossi.“ „Og hvað um sjóveikina?“ „Ég hef ekki fundið til henn- ar eitt augnablik.“ „Hvernig er að vinna með öllum þessum karlmönnum?" „Ó, prýðilegt, þeir taka okk- ur þernurnar alveg eins og aðra skipsfélaga, enda væri annað ófært. Sjómenn eru ágætir menn, traustir og heiðarlegir, og á mínu skipi hafa allir ver- ið 100% séntilmenn. Það er ekki á neinn hátt þvingandi að vinna innan um þá.“ „Þú hefur gaman af ferða- lögunum?“ „Já, þau eru nú eitt það skemmtilegasta. Og ég var svo heppin, að fyrstu fimm árin sem ég var í siglingum komum við alltaf í einhverja nýja borg í hverri ferð. Ég er hrifnust af Hollandi og Belgíu af öllum löndum sem við höfum farið til. Rotterdam er yndisleg borg, falleg, vel skipulögð og við- kunnanleg, og fólkið þar er ein- staklega vinsamlegt og kurt- eist.“ „Er fólk ekki alltaf að biðja þig að verzla eitthvað fyrir sig úti?“ „Það er orðið miklu minna um það núna, en fyrst var ég oft beðin um að kaupa hitt -og þetta, sérstaklega ítalska skó. Nú er það helzt danska smjörið í Kaupmannahöfn.“ „Þreytistu aldrei á að stjana við farþegana?“ „Nei, þvert á móti, ég hef Stefanía Jakobsdóttir þerna er umhyggjusöm eins og bezta ungamamma. svo sjóveik, að ég hefði orðið fegnust ef einhver hefði misk- unnað sig yfir mig og hent mér útbyrðis. Mér leizt þess vegna ekki allskostar á að ger- ast skipsþerna, en samt hálf- langaði mig í túrinn. Vinkona mín vildi endilega drífa mig —> þetta var kona Guðmundar Vil- hjálmssonar yngra — og rétt á eftir hringdi maðurinn hennar og sagði, að ég yrði að ákveða verulega ánægju af að aðstopa þá á allan hátt sem ég get reyna að gera þeim ferðirja þægilega. Við höfum aldrei átt í erfiðleikum með neina mann- eskju, þetta hefur allt verið elskulegt og gott fólk, og þótt ekki sé kannski allt fullkomið um borð hefur enginn tekið því öðruvísi en vel. Það hafa aldrei orðið neinir árekstrar, og auð- vitað er aðalatriðið, að farþeg- arnir séu ánægðir. Ekkért finnst mér þó eins gaman og þegar börn eru með í ferðum. Ég elska lítil börn, og þau sem hafa komið með okkur hafa öll hænzt að mér. Að öðru leyti geri ég engan greinarmun á farþegunum.“ „Þig langar ekki að breyta um skip?“ „Nei, ég vil helzt vera hér áfram. Mér þykir vænt um Lagarfoss og áhöfnina á hon- um, hann er mitt annað heim- ili, og ég er búin að binda tryggð við hann.“ SVONA gengur það um borð í Lagarfossi. Sumir eru 'á- nægðir á sjónum og aðrir hugsa með söknuði til lands, fyrir suma er vinnan köllun, en aðr* ir sætta sig við sitt hlutskipti. Þannig er það einnig í landi, því að mennirnir eru hver öðr- um líkir hvort sem þeir teljast til landkrabba eða sjómanna. En eitt kemur öllum skipverj- unum saman um — að andinn sé góður á þessu,fljótandi heim- ili þrjátíu og tveggja manna á- hafnar, og að allir reyni að vinna saman á sem liðlegastán hátt til að skipið megi verða þeim og öðrum til sóma og standa sig vel í samkeppnihni við sína líka á hafinu. * * • Rauða höitdin Framh. af bls. 24. alsírsku vinum, en hitt er aftur á móti augljóst að 72 klukku- stundum síðar, að kveldi 2. marz, steig hann sitt síðasta víxlspor. Fram að þeim tíma, hafði hann ævinlega læst Mercedes bílinn sinn inni í bílskúr, þegar hann var ekki að nota hann, en þetta kv"H hafði hann af einhverjutn nnum ástæðum lagt honum al'iangt frá heimili sínu — úti á götu. Þannig gaf hann launmorðingjanum heill- ar nætur frest til að koma fyr- ir sprengjunni, sem sendi hann inn í eilífðina klukkan kortér yfir niu morguninn eftir. Þegar lögreglan í Frankfurt rannsakaði íbúð Pucherts sama dag, fundust upplýsingar, sem undir venjulegum kringum- stæðum hefðu verið nægar til að ráða gátuna. Þeir vissu hvenær Puchert var drepinn, þeir vissu hvers vegna og þeir komust einnig að nöfnum þeirra, sem eftir öllum sólar- merkjum að dæma höfðu fram- ið morðið. Við erfðaskrá Puc- herts var festur vélritaður seð- ill þar sem gefin var nákvæm lýsing á tveim mönnum, sem lögreglunni var bent á að leita, „ef ég verð myrtur“, eins og þar stóð. Ekki er algengt að leynilögreglumönnum sé séð fyrir jafn góðum upplýsingum. En það er eitt að hafa nöfn og lýsingu mannanna og annað að hafa hendur í hári þeirra. Og þegar lögreglan hóf eftir- grennslanir sínar, fundust eng- in spor eftir piltana, sem sátu forðum við borðið á nætur- klúbbnum. Hins vegar fannst maðurinn, sem hringdi til dag- blaðanna. Hann reyndist heita Wolfgang Simon og vera kaup- sýslumaður og hann hélt því fram, að hann hefði einungis komið upplýsingunum áleiðis fyrir norðurafrískan kunningja sinn, en væri ekki við málið riðinn að öðru leyti. Langar og ýtarlegar yfirheyrslur sann- færðu lögregluna um að mdð- urinn segði sannleikann og hon- um var sleppt úr haldi. Þýzku lögreglunni var mál- ið ekkert nýnæmi. TilræðL í líkingu við þetta höfðu hafist þann 28. september árið 1956 og höfðu verið endurtekin hvað eftir annað. Á fyrrgreind- um degi hafði tímasprengja sprungið í íbúð vopnasmyglara eins í Hamborg. Hann hét Otto Schlúter, en var fjarverandi þegar sprengjan sprakk og fékk þar með borgið lífinu. Hann hafði fengið hverja að- vörunina á fætur annarri í pósti, einu . sinni fékk hann senda litla líkkistu úr pappa. í júnímánuði árið eftir, sprakk svo önnur sprengja undir bíln- FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.