Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Síða 35

Fálkinn - 24.01.1966, Síða 35
um hans, einmitt þegar hann vár staddur inni í verzlun að káupa sér sígarettur. Hins veg- ar beið 62 ára gömul móðir hans bana í sprengingunni. 1. október 1958 var þýzki ílutningabáturinn Atlas, eyði- lagður í höfninni í Hamborg með plastsprengju. Báturinn hafði flutt tékknesk vopn til Tunis, þaðan sem þeim var dreyft til uppreisnarmannanna í Alsír. Sömu örlög hlaut egýpska áætlunarskipið Alka- hira og norsk snekkja. í þess- um hermdarverkum biðu 8 mánns bana og tjónið var met- ið á eina milljón marka. En það hermdarverkið, sem veru- lega hreyfði við Þjóðverjum va!r framið þann 5. nóvember 1958 í klassískum Chicago stíl. Græni Mercedesinn Um þessar mundir var for- maður hinnar hálfopinberu sendinefndar alsírsku þjóðfrels- ishreyfingarinnar í Bonn, 27 ára gamall lögfræðingur Ait Ahcene að nafni. Hann hafði verið útnefndur utanríkisráð- herra í alsírsku útlagastjórn- inni sem sat í Túnis og átti að taka við því embætti þann 6. nóvember. 48 klukkustundum fyrir brottför hans til Túnis, settust tveir ungir menn og einn roskinn, að í hótelherbergi í Bonn og eins og fyrir tilvilj- un hittist svo á, að þeir snæddu miðdegisverð á Hansa veitinga- húsinu á næsta borði við hinn væntanlega utanríkisráðherra. Ungu mennirnir tveir virtu Achene gaumgæfilega fyrir sér, eins og þeir væru að tryggja að þeir þekktu hann aftur. Næsta morgun átti Ahcene að mæta í túniska sendiráðinu til að kveðja. Klukkan 10 náði hann í einkaritara sinn, hina fögru 24 ára gömlu Fadeiia Sahavoni í íbúð hennar við Hosenplatz og ók áleiðis til sendiráðsins. Nokkrum mínút- uni síðar uppgötvaði hann að honum var veitt eftirför af dökkgrænum Mercedes, sem vildi ekki fara fram úr þó að hann gæfi honum færi á því hvað eftir annað. Þegar hann mtlaði að beygja að sendiráð- inu, skauzt hinn bíllinn fram úr honum og um leið skall kúinagusa á hliðinni á bíl Alsírmannsins. Tvær kúlur lentu í hnakka hans og ein í kjálkanum og hann hneig niður í kjöltu einkaritarans, sem bað- aðist blóði meðan bíllinn skall stjórnlaus á sendiráðsveggnum. Svo undarlegt, sem það má virðast, var einkaritarinn ó- meiddur, en Ahcene lá sex vikur á sjúkrahúsi í Bonn áður en hann lézt af sárum sín- um. Hann og stúlkan gátu gef- ið lögreglunni tiltölulega ná- kvæma lýsingu á mönnunum tveim í græna bílnum. Annar hafði skotið af handvélbyssu meðan hinn stjórnaði bílnum. Lögreglan grennslaðist fyrir um bílinn strax um kvöldið og komst að raun um að hann var frá bílaleigu í Frankfurt og að hinn dökkleiti útlendingur, sem hafði leigt hann hafði al- þjóðlegt ökuskírteini á nafninu Ben Ali Mahdani. Heuchert lögregluforingi setti sig í sam- band við Interpol í París og fékk að vita að skírteinið væri falsað og að þeir vissu ekki um neinn með þessu nafni. Viku seinna tilkynnti Interpol, að hún vildi ekki skipta sér af málinu, þar sem um pólitízkan glæp væri að ræða og ekki i hennar verkahring. Heuchert og menn hans leit- uðu vandlega í Bonn að laun- morðingjanum, án þess að verða nokkurs vísari. Siðar kom í ljós að þeir höfðu allan tímann haldið sig á bar í Frankfurt, þar sem hefði verið auðvelt að ná til þeirra ef sam- starf lögreglunnar í þessum tveim borgum hefði verið dá- lítið nánara. Engar handtökur og engar yfirheyrslur fóru fram vegna morðsins á Ahcene. Konrad lögreglustjórí í Frankfurt komst eitthvað lengra áleiðis varðandi morðið á Peuchert, en það var ekki mikið. Hann komst að raun um að sprengj- urnar, sem notaðar voru síð- ustu árin, höfðu allar verið búnar til á einu og sama verk- stæðinu og að sömu andlitun- um skaut upp í öllum tilfell- unum Með þessar upplýsingar í höndunum kallaði hinn opin- beri ákærandi í Frankfurt, Heinz Wolf, blaðamenn á sinn fund, þar sem hann nafn- greindi Rauðu höndina í fyrsta sinn. Hann ákærði samtökin um launmorðin. sem átt höfðu sér stað bæði í Þýzkalandi og Belgíu allt síðan alsírska upp- reisnin brauzt út og einnig um þau skemmdarverk sem unnin höfðu verið. Hann var svo var- kár, að nefna ekki frönsku stjórnina í þessu sambandi, en lét blaðamönnunum eftir að draga sínar eigin ályktanir. Frönsku blöðin kölluðu ásak- anir hans „andleg kölduflog“ en franska ríkisstjórnin lét ekkert frá sér heyra um mál- ið. Þá fékk hann orðsendingu frá þýzka utanríkisráðuneyt- inu, þar sem hann var sakaður um að „reyna að trufla hið góða samband sem ríkir á milli Sambandslýðveldisins og hinna frönsku bandamanna.“ Upp frá þessu neitaði örygg- islögreglan í Bonn að vinna með kollegum sínum í Frank- furt. Að fenginni þessari reynslu voru Þjóðverjar ekki sérlega hissa á því sem gerðist að kvöldi hins 22. október 1959. Skömmu eftir klukkan sjö heyrðust fimm skothvellir á bílastæðinu bak við aðaljárn- brautarstöðina í Köln. Vegfar- endur, sem áttu leið þar um, sáu tvo menn falla hvern um annan, meðan aðrir tveir skut- ust undan og hurfu milli bíl- anna. Annar þeirra, sem féllu var dauður, þegar að var kom- ið en hinn var helsærður af skoti í magann. Þriðji maður- inn fannst nær dauða en lífi af hræðslu í geymsluklefa þar í grenndinni, en hann var ósár. Þessir þrír menn voru allir Alsírbúar og höfðu áður unnið fyrir franska herinn sem njósn- arar meðal landsmanna sinna. Þeir höfðu hins vegar ókveð- ið að 'snúast í lið með FLN, þar sem þeim var tekið opnum örmum og þeir tafarlaust send- ir til V-Þýzkalands, þar sem þeir áttu að útvega sjálfboða- liða meðal hinna 4000 alsírsku verkamanna, sem voru við störf í Sambandslýðveldinu. 14 dögum eftir að þeir komu til landsins, gengu þeir í gildruna á bílastæðinu í Köln. Pólitízk hrossakaup Lögreglan í Köln velti lengi vöngum yfir að hve miklu leyti hún ætti að láta morð- deildina annast rannsókn máls- ins og að hve miklu leyti hún ætti að fela hana hinni stjórn- málalegu deild lögreglunnar. Þegar loks var ákveðið að láta morðdeildinni málið eftir, eyddu leynilögreglumennirnir miklum tíma í að fá nákvæma lýsingu á fyrirsátsmönnunum hjá Alsírmanninum, sem undan komst. Hann kunni ekki nema sitt eigið tungumál og var þar að auki illa haldinn af tauga- áfalli. Þeir létu algerlega undir höfuð leggjast að fá upplýsing- ar hjá þeim Þjóðverjum, sem höfðu horft á atburðinn og þegar loks komst skriður á málið voru launmorðingjarnir löngu komnir yfir landamærin til Belgíu í leigubíl frá Köln og síðan hefur ekkert til þeirra spurzt. Þau blöð i Þýzkalandi, sem TRULOFUNAR ULRICH FALKNER gulism LÆKJARGÖTU 2 2. HÆÐ W /H/^NNfrxN ír^íl SKARTGRIPIR LJ WU^WL^ Irúlofunarhrlngap HVERFISGÖTU 16 SÍMI 2-1355 Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIDJ/XN H.F. Skúlagötu 57 — Símar 2320Ö FALKINN 35

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.