Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Side 36

Fálkinn - 24.01.1966, Side 36
HEILDSÖLUBIRGÐIR KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. SIMI 24120 L (OltTLVI bilal«»iga ma{$niiNar «kipliol(i 21 *ámar* 21IÍMI - 21 llt.T Haukur CjuðmuhdAACh HEIMASÍMI 21037 líta raunhæfast á málið, segja að það muni ekki finnast eitt einasta spor eftir launmorð- ingja Rauðu handarinnar og að engin ákæra muni verða lögð fram nema fransk-þýzki vin- áttusamningurinn verði num- inn úr gildi. Þangað til verði aðeins horft mildum augum á það sem Rauða höndin tekur sér fyrir hendur, vegna þess að þýzka stjórnin getur ekki tekið fyrir vopnasöluna tii Alsír, nema eiga á hættu að baka sér óvild hinna hlutlausu Arabaríkja sem eru góðir við- skiptavinir Þjóðverja. Þess vegna verða bæði franska og þýzka ríkisstjórnin að horfa í aðra átt á meðan Rauða höndin gerir usla á að- dráttarleiðum FLN í Evrópu. Þessi skýring er trúleg, eins og aðrar sem ganga í sömu átt, en þó full róttæk til að vera algerlega sönn. En það sem er ótrúlegast er, að ólögleg sam- tök hafa á þrem árum myrt um það bil 12 manns, eyðilagt þrjú skip, tvo bíla, hálft skrif- stofuhús án þess að nokkur meðlimanna hafi verið tekinn til fanga eða yfirheyrður. í ein- angruðu, frumstæðu og fátæku þjóðfélagi væri þetta skiljan- legt, en í þjóðfélagi, þar sem allt úir og grúir af lögreglu- þjónum, þar sem menn ráða yfir nýjustu tækni á sviði glæparannsókna og þar sem íbúarnir eru hermdarverka- mönnunum fjandsamlegir, er er þetta bókstaflega hlægilegt. • Ekkert barn Framh aí bls. 11. sömu verkefnum í ísrael, Bandaríkjunum og ftalíu, gætu gefið mannkyninu von um fuli- komnar getnaðarvarnir, svaraði hann þessu til: — Ekki er hægt að segja nokkuð ákveðið um það efni. Við vitum ekki hvernig náttúr- an ákveður, að apar og menn eigi aðeins eitt afkvæmi í einu. Það er ekki nema eitt prósent af öllum fæðingum á jörðinni, sem eru fleirburafæðingar. — Ef við aðeins gætum fund- ið svarið við þessu, segir hann brosandi. — Gæti „viðskiptavinurinn“ ef til vill komið til okkar og pantað eins mörg börn og hann vill, tvö, þrjú eða fjögur.eftir vild. Dr. Gemzeil getur huggað þá, sem eru hræddir um að með- höndlunin hafi slæm áhrlf á barnið: — Við höfum ekki orðið var- ir við eitt einasta tilfelli van- skapnaðar, hvorki meðal þeirra barna, sem fæddust á eðlileg- um tíma, eða þegar fósturlát hefur átt sér stað. Hann tiltekur fósturlátin, vegna þess að kona sem gengur með fleirbura á alltaf meira á hættu í þeim efnum en hin, sem aðeins ber eitt barn undir belti, þrátt fyrir að þróun þungans sé með eðlilegum hætti, hvort heldur þungann ber að með eðlilegum hætti, eða sem afleið- ing af hormónameðhöndlun. Þess vegna er erfiðara að koma í veg fyrir fósturlát, þegar um fleirburaþunga er að ræða, en hægt er að koma í veg fyrir .það með því að leggja konuna nógu snemma inn á sjúkrabús. Ýmsar hjáverkanir geta átt sér stað vegna sprautanna, seg- ir dr. Gemzell, en þær eru tíma- bundnar og hafa aðeins tiltölu- lega lítil óþægindi í för með sér. Samkvæmt upplýsingum hans, getur það komið fyrir að sjúkl- ingurinn hafi ofnæmi gegn hor- móninum í fyrstunni og ef hann er ekki undir stöðugu eft- irliti, eins og sjúklingar h'ans sjálfs á sjúkrahúsinu í Upp- sölum, geta orðið slys. Móður- lífið getur sprungið og inni- haldið runnið út í holið, en hættan er sem sé engin, ef stöðug aðgát er höfð. . Meðhöndlun á sjúkrahúsinu er eitthvað á þessa leið: Fyrst eru bæði hjónin rann- sökuð mjög gaumgæfilega, jpig- inmaðurinn verður að undir- gangast sæðisrannsókn, því að alls óvíst er að barnleysið. sé konunni að kenna. Eiginkonan liggur á sjúkrabeði fyrstu tíu dagana og fær daglegar inngpaf-^ ir af sérstökum örvandi hor-‘ mónum. Síðan fær hún inngjaf- ir af öðrum hormón, gonado- triphin, sem er unninn úr þvagi þungaðra kvenna. Það er þessi hormón, sem kemur egglosinu af stað og ryður veginn fýrir þungunina. Egglosið hefst 12— 24 klukkustundum eftir að seinni hormóninn er gefinn. Það að hormónameðhöndlun- in leiðir oft á tíðum til fleir- burafæðinga, orsakast af þvi að vísindamennirnir hafa ekki fundið neitt ráð til að hafa hem- il á egglosinu og því hve mörg egg losna samtímis. Undir eðli- legum kringumstæðum losnar aðeins eitt egg, en fyrir kem- ur að tvö eða fleiri losna og af- leiðingin er fleirburafæðing. Svo virðist, að meðhöndlunin hafi of mikil áhrif á egglosið, 36 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.