Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1966, Page 7

Fálkinn - 31.01.1966, Page 7
„Einhver,“ sagði Miller. ,Þú ert alltaf með þennan „ein- hvern“. Shapiro sagði að það gæti verið fróðlegt að láta fara yfir útlánskortin, og finna út hver hefði fengið bókina lánaða síðast. Miller andvarpaði. „Já, auðvitað gerum við það, Nate. Hef ég nokkurn tíma neitað því?“ „Takið þið Hayward inn í kvöld?“ „í fyrramálið,“ sagði Miller. „Hann mun ekki reyna að komast í burtu. Og ef hann gerði það, þá myndi nú syrta í álinn fyrir þér, ekki satt?“ „Það myndi hjálpa til,“ sagði Shapiro og fór út úr skrif- stofu Millers. Hann gekk í áttina til neðanjarðarlestarinnar, sem myndi flytja hann heim. Hann fór jafnvel hálfa leið nið- ur stigana. En svo andvarpaði hann og fór upp aftur. . Barbara Phillips bað bílstjórann að flýta sér. Vonleysið var að yfirbuga hana. Síminn hafði hringt og hringt. Bar- bara hugsaði með sér, að hún hefði aldrei áður verið svona taugaóstyrk og heimskuleg. Hann hefur átt erfitt með að ná i leigubíl, eða eitthvað nýtt hefur komið til, og hann hefur ekki haft tíma til að láta mig vita. Eða hann hefur veriö tekinn fastur. „Taktu það rólega, fröken,“ sagði ökumaðurinn. „Við för- um eins hratt og hægt er. Það er mikil umferð í kvöld.“ Hún þröngvaði sér til að halla sér aftur á bak í sætinu. En eftir skamma stund var hún aftur komin fram á sætisbrúnina. Loksins voru þau komin. „Sko, það tók alls ekki svo langan tíma,“ sagði bílstjórinn og brosti. Hún rétti honum einhvern peningaseðil án þess að líta á hann. í einu vetfangi var hún komin út og inn í húsið. Lyftan var upptekin. Hún ýtti fast á bjölluhnappinn, og lét hi’ingja lengi. Eftir óratíma, að henni fannst, kom lyftan. Einkennisklæddur lyftuþjónninn horfði ásakandi á hana. „Þú hlýtur að vera að flýta þér, ungfrú.“ „Hr. Hayward. Hann er á fimmtu hæð.“ Hún fór inn í -lyftuna. Hann horfði undrandi á hana. „Sagðir þú hr. Hayward?“ „Já, sagði hún, og lyftan seig rólega upp á við. „Aðrar dyr í þessa átt,“ sagði maðurinn og benti. Hún heyrði að bjallan hringdi inni í íbúðinni, lyfti fingr- inum af bjöllunni og beið. Svo ýtti hún á aftur og bjallan giumdi fyrir innan. Hún beið og hrollur fór um hana. Allt í einu opnuðust dyrnar. „John,“ sagði hún. „John . . .“ Hún horfði á hann og andlit hennar ljómaði. En það var ekkert svar í augum hans. Hann sagði „sæl“, eins og orðið hefði enga meiningu. Henni fannst þetta eina orð eins og hnefahögg í andlitið. Birtan hvarf úr svip hennar. „John,“ sagði hún. „Ég beið ... Ég ...“ „Mér þykir það leiðinlegt,“ sagði hann hljómlausri röddu. „Það kom dálítið fyrir, Barbara." Hann talaði hægt — mjög hægt, og sagði hvert orð mjög vandlega. Og hann vék ekki til hliðar svo hún gæti komizt inn. „Ert þú ekki,“ byrjaði hún. „Pabbi sagði mér dálítið,“ byrjaði hún aftur. „Dálítið — mikilvægt." Hún horfði aftur í augu hans. Nú voru þau ekki eins tóm. Það var eitthvað falið í þeim. „Hefur eitthvað komið fyrir, John?“ „Komið fyrir?“ sagði hann. „Nei, það hefur ekkert komið fyrir. Ég ...“ Hann hætti, og hún sá — eða hélt að hún sæi — hann hrista neitandi höfuðið. En svo sá hún líkama hans stirðna einkennilega. „Ég tafðist. Ég vissi ekki að klukkan ...“ Hann talaði enn hægt, með tilgerðarlegri varfærni. Og enn var eitthvað hulið í augum hans. Hún hélt áfram að horfa á hann. Henni fannst hún hafa verið slegin og að höggið hefði gert hana máttlausa. En svo fann hún að hann kom við handlegginn á henni og ýtti henni í áttina inn. Hún fór með honum inn í íbúðina. Sólin skein inn um gluggana við enda stofunnar, og virt- ist hluti hennar því dimmari en ella. Stofan var löng og ekki breið. Tvær dyr voru á hægri vegg. „Ég hef aldrei komið hingað áður,“ hugsaði hún með sér, og vissi ekki að hún hefði sagt þetta upp hátt, fyrr en John svaraði: „Nei, þú hefur aldrei komið hér fyrr.“ Og svo sagði FLAMINGO hárþurrkan — fallegri og fljótari og hefur alla kostina: 700 W hitaelement, st.ig- laus hitastilling 0—80° 0 og nýi turbo-loftdreifar- inn skapa þægilegri ,og fljótari þurrkun. Hljóðlát og t.ruflar hvorki útvarp né sjónvarp. Fyrirferðarlítil í geymslu, því hjálminn má leggja saman. Auðveld upp- setning á herbergishurð, skáphurð, hillu o. fl., en einnig fást borðstativ og gólfstativ, sem líka má leggja saman. 2 falleg- ar litasamstæður, blále.it (turkis) og gulleit (beige). FLAMINGO straujárnið er létt og lipurt, hitnar og kólnar fljótt og hefur hárnákvæman hitastilli, hitaöryggi og hitamæíi, sem alltaf sýnir hitastigið. Fæst fyrir hægri og vinstri hönd — og þér getið valið um 4 fallega liti: króm, túpas- gult, opalblátt og kóral- rautt. FLAMINGO úðarinn er loftknúinn og úðar tauið svo fínt og jafnt, að hægt er að strauja það jafnóðum. Ómissandi þeim, sem kynnzt hafa. Litir í stíl við strau- járnin. FLAMINGO snúruhaldarinn er ekki síður til þæginda, því hann heldur straujárnssnúr- unni á lofti, svo að hún flæk- ist ekki fyrir. — Ábyrgð og traust varahluta- og viðgerðaþjónusta — — Sendurn um allt land — FÖIVIX SlMI 2-44-20 — SUÐURGATA 10 - REYKIAVÍK PÖNTUN — Sendið undirrit. í póstkröfu: .... stk. FLAMINGO hárþurrka, litur: . kr. 1115.— .... stk. FLAMINGO borðstativ ......... ki 115.— .... stk. FLAMINGO góifstativ ......... kr 395.— .... stk. FLAMINGO straujárn, litur: . kr. 495.— .... stk. FLAMINGO úðari, litur: .... kr. 245.— .... stk. FLAMINGO snúruhaldari ...... kr. 109.— Nafn .....‘............................... Heimili .................................. Til: FÖNIX, pósthólf 1421, Eeykjavík F—4

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.