Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1966, Side 8

Fálkinn - 31.01.1966, Side 8
hann, og talaði enn þessari hljómlausu rödd: „Mér þykir það leiðinlegt, Barbara — en ég held að þú hafir misreiknað þig“ „Misreiknað hvað? John, hvað hefur komið fyrir þig. Ég reyndi að hringja. Ég lét hringja og hringja. Þú hefur heyrt það, og samt svaraðir þú ekki?“ „Já,“ svaraði John. „Það var víst þannig.“ „Þú vissir að ég beið, og þegar síminn hringdi — þá svar- aðir þú ekki. Þú hlýtur þó að vita að ég hefði ...“ „Þannig er það,“ svaraði hann, og röddin varð allt í einu miskunnarlaus. „Það er bezt að þú farir heim.“ í fyrsta lagi, hugsaði Shapiro, hefur Miller líklegast rétt fyrir sér. Það er enginn annar í þessu máli. Allt bendir til þess að Hayward hafi drepið þær báðar. Því í ósköpunum fer ég ekki heim? I öðru lagi — jafnvel þótt einhver annar sé í spilinu — því skyldi hann gera eitthvað meira? Hann hefur gert allt, sem hann þurfti. Við tökum Hayward inn á morgun, og svo fer þetta fyrir rétt eftir nokkrar vikur — kannski nokkra mánuði. Hvað þarf þessi maður að gera núna? Hann hefur vist gert nóg. Shapiro beið eftir strætisvagninum. Svipur hans var von- leysislegur. Strætisvagninn kom, og hann fór upp í hann. í þriðja lagi gat verið að þessi maður — þessi maður, sem hafði stolið bókinni úr bókasafninu (ef vandlega væri leit- að, væri hægt að finna nafn hans í bókinni), væri einn af þeim mönnum sem vita ekki hvenær þeir eiga að hætta. Kannski vissi hann ekki að lögreglan hafði allar upplýsing- ar, sem hún þurfti á að halda. Kannski vissi hann, að þeir hefðu sleppt John. Kannski hafði hann hringt og þótzt vera Still lögfræðingur, og fundið út, að eftir alla hans fyrirhöfn lék John enn lausum hala. — Og svo kannski var hann Still lcgfræðingur. Shapiro fór úr vagninum. Hann fór inn í íbúðarhúsið, og lyftudrengurinn horfði á hann og sagði: „Oh, það ert þú." „Rétt er það, Harry,“ sagði Shapiro. „Er einhver hjá hr. Hayward?" „Stúlka fór upp. Ert þú að fara þangað?“ Shapiro sagði ekkert en fór inn í lyftuna. „Hvenær fór hún upp?“ „Fyrir góðri stundu,“ sagði Harry, og Nathan Shapíro gat ómögulega vitað hvort „fyrir góðri stundu" þýddi fyrir mörg- um klukkutímum eða hálftíma. „Láttu mig af á fjórðu hæð,“ sagði hann. „Ég geng hitt.“ Hún hélt áfram að horfa á hann. Horfa á undarlegu tómu augun hans. Hann endurtók hörkulega: „Það er bezt að þú farir heim til þín.“ „Nei, ekki fyrr en þú hefur sagt mér hvað hefur komið fyrir.“ Hann hristi höfuðið örlítið. Eitt andartak var eins og augna- ráðið kvikaði, en svo náði tómleikinn yfirhöndinni, og hann sagði: „Þú hlýtur að skilja, að það er ekkert sem þú getur gert. Þú ert góð stúlka. Farðu heim. Það er betra að þú sért þar.“ Hún horfði á kreppta hnefa hans. „Þú ert öruggari þar,“ sagði hann. „Hvernig getur þú sagt þetta? Við mig? Hvað er eiginlega að; þér?“ Hann hafði snúið bakinu í gluggann. Nú snéri hann sér örlítið, svo hún gat séð enn betur þetta svipleysi í augum hans. „Jæja þá,“ sagði hann. „Þeir eru of margir fyrir mig, og þeir eru of slungnir." Hann hækkaði róminn. „Heyrir þú hvað ég segi?“ sagði hann hásri röddu. „Ég kemst ekki upp með ^etta." Hann snérist á hæl og gekk að skrifborðinu. Hann settist við borðið og hripaði eitthvað niður. Hann stóð upp og gekk aftur til hennar. „Hlustaðu nú,“ sagði John Hayward. „Hér stendur: Ég myrti Julie Titus, af því að hún vildi hætta okkar sambandi. Ég myrti frú Piermont ...“ Hann hætti snögglega. Hann rétti henni blaðið. „Lestu það, Barbara — lestu.“ Hún tók við blaðinu. Það sem stóð á blaðinu, var ekki það 8 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.