Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1966, Síða 9

Fálkinn - 31.01.1966, Síða 9
★ Hun haffti verið dæmd saklaus fyrir að hafa orðið mannsbani. ★ IVIundi hún nokkurn tíma finna hinn óþekkta mann sem raunverulega var valdur að slysinu ? ★ Eða áttu skuggar hins liðna að valda því að hún fengi aldrei manninn sem hún elskaði ? ER SAKIAUS nútímasaga er gerist á herragarði í Dölum í Eftir 4STRID ESTBERG Ný framhaldssaga í næsta blaði EG Rómantísk Svíþjóð. 'ittÍi&ÍSSmýíiii'/iíSA sama og hann hafði lesið upphátt. Á blaðinu stóðu fimm orð: í guðs bænum farðu heim. . „Já, svona er þetta,“ sagði hann hratt og hátt. „Svona er ég. Og farðu nú áður en eitthvað annað .. .“ Hún herpti saman titrandi varir sínar. „Jæja þá, ég skal fara, John. Hún gekk í áttina að skrifborðinu. Henni fannst hættan leynast í loftinu. En hún vissi ekki hvaða hætta. Þeg- ar hún ætlaði að láta blaðið á borðið sá hún glös á borðinu. Glösin voru tvö. Á einu augabragði stirðnaði hún upp. Hún starði á glösin. — Hún horfði á þau of lengi — gat ekki haft augun af þeim. Hún heyrði eitthvert hljóð og snéri sér við. Hún snéri bak- inu í skrifborðið. John færði sig nær henni. Önnur hurðin, beint á móti, opn- aðist. Maður stóð í gættinni, með birtuna í bakið, svo að skuggi var yfirandlitinu. Þar sem hann stóð, gat þetta vel verið John Hayward, eða hver sem var. En þessi maður hélt á skammbyssu í hægri hendi. „Það var heimskulegt af þér að gleyma glösunum, Johnny,'1 sagði maðurinn, þægilegri röddu. Það er slæmt að unga stúlkan skuli ekki skilja smá ábendingar. En svona getur þetta farið.“ Hann lyfti skammbyssunni. Á sama andartaki stökk John, ekki í áttina til mannsins, heldur til Barböru. Hann stóð á milli hennar og mannsins í dyrunum. Hann þrýsti bakinu upp að henni og greip utan um hana.. Þannig myndaði hann nokkurs konar vegg milli Barböru og byssunnar. Barbara hélt niðri í sér andanum. Svo heyrðist hár hvell- ur og hún fann líkama Johns þrýstast að sér á krampakennd- an hátt, og frá sér aftur. Þá gat hún séð manninn í dyragætt- inni. Hann horfði á hendina á sér. Hann hristi hana og horfði á blóðið spýtast niður á teppið fyrir framan hann. „Allt í lagi, góði,“ sagði rödd úr forstofudyrunum. „Ef þú heldur henni upp, þá blæðir ekki eins mikið.“ Hávaxinn maður kom inn í herbergið. Hann hristi höf- uðið. „Ég er ekki eins hittinn og ég var á mínum yngri ár- um. Ég ætlaði bara að hitta byssuna." Barbara hristist og skalf. Hún barðist við ógleðina. Hún horfði á John. „Já, alveg rétt,“ sagði John. „Þú hefur víst aldrei hitt hr. Woodson. Er það, Barbara?" Hr. Pit Woodson. P. I. T. þýðir Peter Irving Titus.“ Hann horfði á Woodson. „Ég er hrædd- ur um að hr. Woodson geti ekki tekið í hendina á þér núna.“ Síðan snéri hann sér að Shapiro og sagði: „Hvaðan í veröld- inni kemur þú?“ Seinna, þegar þau sátu yfir kvöldverði á rólegum veitinga- Framh. á bls. 35. FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.