Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1966, Side 14

Fálkinn - 31.01.1966, Side 14
Það hefur víst ekki versnað, fólkið Björn Daníelsson heimsækir elzta bókavörð landsins sem er 97 ára gömul kona, Jóhanna Björnsdóttir í Víðidalstungu 14 FÁLKINN BÁÐIR réttadagarnir voru liðnir. Það var haustlitur á jörðinni, gulur og brúnn og rautt lyng í holtunum. Ég hafði farið vestur í Víðidal og séð þegar safnið kom af heiðinni. Síðan ég var smástrákur hef ég haft svipaða ánægju af því að sjá hvítar fjárbreiðurnar renna niður dalinn. En nú var sem sagt búið að réttai i Kerarétt- inni féð af Tungunni og Vestur- bæjunum og daginn eftir í Víðidalstungurétt, sem að vísu er ekki lengur í Víðidalstungu- landi, heldur á melnum sunn- an við túnið á Litlu-Ásgeirsá — Kjálkamelnum. Réttadagurinn hefur löngum verið gleðidagur allra íslenzkra barna, sem þekkja sveitina, kindur og hesta, og ég hef það á meðvitundinni að fullorðna fólkið finni líka vissa fullnægju við réttarvegginn. Og sem að venju hafði lagið verið tekið í kaffiskúrnum með „bætt kaffi“ í bollunum fyrir framan sig: Hér er ekkert hrafnaþing. hér er enginn tregi. Farðu vel með Vatnsdæling vinur elskulegi. En Vatnsdalurinn er næsta sveit austan Víðidals, afréttar- löndin liggja saman og þar af leiðandi mikil samskipti manna og dýra. Áður fyrrum ráku allir fé sitt úr réttum. Nú sé ég að Vatnsdælingar flytja sitt á stórum bílum. Og karlarnir í skúrnum end- urtaka: Farðu vel með Vatnsdæling vinur elskulegi. Þetta er gamall húsgangur, ég man eftir honum síðan ég var strákur. Og meðan ég ek hægt og gætilega fram með brekkunum hjá Dæli finnst mér ég heyra óminn af þessari fallegu gangnavísu eftir Ásgrím í Ás- brekku, sem ég heyrði líka kveðna í gær: Þegar halla að hausti fer heiðin kallar löngum. Hugurinn allur unir sér inn til fjalla í göngum. Skjannahvít fjallafála stendur á veginum rétt framan við bíl- inn, stappar niður öðrum fram- fætinum og snippar, þýtur síð- an upp í brekkuna fyrir ofan veginn — virðist allsóþreytt þrátt fyrir langan rekstur framan af Sandi eða úr Rétt- arvatnstanga. Ég er á leið fram í Víðidals- tungu. Ég geri það oftast á haustin, þegar ég fer í réttirn- ar, að líta sem snöggvast inn hjá Jóhönnu í Tungu. Ég ólst upp á næsta bæ og er því kunn- ugur. Og ég er að rifja upp gamlar minningar frá þeirri tíð, er við vorum að reka rekstra milli bæja strákarnir í Valdarási. Oft vorum við seint á ferð. Það var ekki svo mikið verið að spyrja um, hvað tím- anum liði j fjárraginu. En aldrei skyldi það bregðast, að við fengjum mjólk og meðlæti, eða þá kaffi, ef við vorum svo mannalegir að þiggja þann drykk. Meðlætið var oft borið fram á fati með upphleyptum bláum fuglamyndum. Ég get enn séð fatið fyrir mér, hvern- ig minnkaði á því smátt og smátt, unz allir fuglarnir komu í ljós. En þegar svo var komið, var húsfreyjan ekki lengi að bæta við brauði og bakkelsi, svo fuglarnir týndust aftur. En það var gaman fyrir svona svanga stráka að éta ofan af þeim á nýjan leik. Þó skyldum við alltaf eitthvað eftir að lok- um. Okkur fannst það kurteisi. Og eitt af því fyrsta sem ég spyr Jóhönnu um, þegar ég er setztur inn til hennar, er hvort fatið með fuglamyndun- um sé enn til. — Ég held ekki, segir hún, það fór víst í brunanum eins og svo margt fleira. Og nú fer ég að impra á því við gömlu konuna, að hún segi mér eitthvað, sem ég megi hafa eftir henni og birta á prenti. Það telur hún næstum fráleitt, segist hafa fátt sér til ágætis, sem öðrum sé ekki gef- ið, nema þetta með aldurinn, hann sé að vísu orðinn býsna hár. — En hvað er svosum unnið við það? spyr hún snöggt og tinar dálítið. — En nú þarft þú að fá kaffi. Ég hef þetta allt hérna. Og hún stendur upp úr stólnum og fer að bjástra við að ná í bolla og skálar innan úr skáp og setur kökur á fat. En það er fat, sem er tengt nýjum tima og ég kannast ekkert við það Mér finnst það ópersónulegt. Og ég fer að horfa í kringum mig í herberg- inu, sem er notalegt og hlýlegt. Tvennt er sérstaklega áberandi: fjöldi af fj ölskyldumyndum og skáparnir, bæði opnir og lok- aðir bókaskápar. Meðan ég bíð eftir kaffinu, sem Jóhanna sækir niður i eld- hús fer ég að rifja upp, það sem ég man úr sögu Víðidals- tungu:

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.