Fálkinn - 31.01.1966, Side 18
ÞEGAR
BARNIÐ
VILL
EKKI
BORÐA
ÞÁ ER EINA RÁÐIÐ AÐ SÝNA
STILLINGU OG ÆÐRULEYSI
Á fyrsta aldursári hefur
barnið venjulega óaðfinnanlega
matarlyst; það drekkur síaukið
magn af mjólk og smám saman
er bætt við hana fastri fæðu
við þess hæfi. En einhvers stað-
ar í kringum fyrsta afmælisdag-
inn, er hætt við að nokkur
breyting fari að gera vart við
sig á afstöðu þess gagnvart mat
og því, að vera mataður. Það
verður matvandara og lystin
minnkar.
Þetta stafar að nokkru leyti
af því, að vöxtur barnsins er
nú ekki lengur jáfn ör og fvrsta
árið en vaxtarkippir og matar-
lyst fylgjast jafnan að. Og að
hinu leytinu er ástæðan sú, að
þ-yí er nú að byrja að verða
ljóst, að það er aðgreind per-
sóna, með sjálfstæðum vilja og
eigin hugmyndir og álit á hlut-
unum — og, að matardiskur er
aðdáanlega hentugur vettvang-
ur til að opinbera og sannprófa
þessar staðreyndir.
Þegar þannig er í pottinn bú-
ið, geta næringarörðugleikar
myndast og orðið að risavöxnu
vandamáli á ótrúlega skömm-
um tíma. Og það vandamál er
vissulega óumflýjanlegt ef, í
fyrsta lagi að barnið verður
greinilega mótþróagjarnt (að
likindum vegna þess, að of
hart er lagt að því að taka við
fæðu, sem það vill ekki) og í
öðru lagi ef móðirin lætur á
sjá, að hegðun barnsins valdi
henni kvíða og hugarangri. Og
því meiri tíma og erfiði, sem
hún íeggur í að hvetja það til
að borða, þeim mun meiri líkur
sru fyrir því, að það borði ekki
neitt. Og þeim mun minna, sem
barnið borðar, eftir því eykst
kviði móðurinnar. Þannig
myndast vítahringur. Máltíð-
irnar bera sífellt meiri keim af
martröð. Þenslan milli móður
og barns eykst þar til svo virð-
ist sem sambúð þeirra sé öll
undirlögð.
Hvað er þá hægt að gera til
að fyrirbyggja eða milda þess-
ar óæskilegu viðureignir á
matmálstímum?
f fyrsta lagi ætti að gefa
barninu völ á nokkrum mis-
munandi tegundum af hollum
mat og neyða það ekki til að
borða neitt, sem það hefur
greinilega óbeit á. Sem dæmi
má nefna, að ef grænmetinu,
sem barnið hefur til þessa
borðað með beztu lyst, er allt
í einu hafnað eins og það væri
viðbjóðslegt eitur, þá ætti móð-
irin að varast að láta sjá á sér
gremju eða kvíða. Hún á um-
fram allt að láta kyrrt liggja
og einfaldlega að taka þennan
rétt af matseðlinum um tíma.
Þetta rólega samþykki af
hennar hálfu án minnsta vott-
ar af rifrildi, mun að líkindum
verða til þess að barnið tekur
fegins hendi við hinu fyrirlitna
grænmeti að einni eða tveim
vikum liðnum. Ef hún aftur á
móti reynir að neyða barnið til
að borða mat, sem það hefur
einsett sér að leyfa, þá á hún á
hættu að breyta tímabundinni
ólyst á þeirri fæðutegund í var-
anlega óbeit. Þar að' auki er
hætt við að athygli barnsins
vakni á því, að bardagi yfir
matnum sé í rauninni skemmti-
legasta afþreying, sem beini
að því heilmiklu af indælu
sviðsljósi og eftirtekt.
En þegar barnið á öðru ári
missir að mestu allan áhuga á
matnum, eða eins og stundum
vill verða, neitar algjörlega að
borða, hvað á móðirin þá að
gera? Á hún að standa aðgerða-
laus hjá og horfa með ?ýaxandi
skelfingu á búlduleitt og rjótt
afkvæmi sitt fölna og rýrna
smám saman, þar til það verð-
ur að engu? Eða væri nú rétt-
lætanlegt að hún reyndi að
troða ofurlitlum mat i nn á
milli þessara litlu, samanherptu
vara?
Hún á hvorugt að gera. Vegna
þess, að ef gert er ráð fyrir, að
barnið sé heilbrigt og hamingju-
samt, eins og það er í flestum ti»-
vikum, þá getur hún verið viss
um, að enda þótt það virðist lifa
á loftinu, þá meðtekur það
samt í raun og veru nóga nær-
ingu til þess að halda fullri
heilsu og kröftum. Og hvað of-
beldi viðvíkur þá er það alltaf
árangurslaust og sálfræðilega
skaðlegt.
Nei, hlutverk hennar er tví-
þætt. Því í fyrsta lagi verður
hún að reyna að tryggja, að sá
matur, sem hún fær barnið til
að borða, sé hollur og nærandi
og fjörefnaríkur og í öðru lagi
verður hún að gera sitt ýtrasta
til þess að máltiðirnar verði á-
nægjulegar og friðsælar stund-
ir.
Þetta síðarnefnda getur orðið
all erfitt í framkvæmd, þar sem
• • • • Framh. á bls. 20.
18
FALKINN