Fálkinn - 31.01.1966, Síða 28
Næsta morgun fór hann
snemma til skrifstofunnar, til
þess að geta haft eitthvað fyrir
stafni. Vinna og aftur vinna var
bezta ráðið til þess að geta hætt
að hugsa um Aiku. Þegar hann
kom á skrifstofuna sá hann sér
til undrunar, að herra Yee var
þegar kominn og var að hringja
í símann. „Ég ætlaði að fara að
hringja til þín,“ sagði herra Yee,
og lagði heyrnartólið frá sér.
Hann var þreytulegur og tekinn
í andliti eins og hann hefði lítið
sofið um nóttina. „Aika er horf-
hi. Hún er farin.“
„Hvenær?" spurði Chiang.
„Hvenær fór hún?"
„í gærdag," sagði herra Yee
og rödd hans var að því komin
að bresta.
„Þegar ég kom heim í gær, var
hún farin. Ég hélt hún hefði
farið út í gönguferð, eða niður
i borgina til innkaupa. Ég beið,
en hún kom ekki aftur. Gamla
konan spurði eftir henni í sífellu
og ég varð reiður. Það er í fyrsta
skipti sem ég hef sagt styggðar-
yrði við móður mína. Ég gat
ekki að því gert. Hvernig í ósköp-
unum á ég að vita hvar hún er?
Hefur þú nokkra hugmynd um,
hvert hún kann að hafa farið?"
„Skildi nú ekki eftir bréf eða
önnur skilaboð?"
„Nei. Ekki nokkurn skapaðan
hlut. Hún tók með sér ferða-
töskuna sina, það sannar að
henni hefur ekki verið rænt.
Hún er farin fyrir fullt og allt."
Hann barði hnefanum i borðið
og andlit hans var afmyndað af
reiði og sorg. „1 hverju er mér
áfátt, segðu mér það Chiang?
Hvað er athugavert við mig, að
konur skuli koma þannig fram
við mig? Segðu mér hreinskilnis-
lega hvað þú heldur. Er ég viður-
styggilegt skrímsli eða hvað?"
Chiang vissi ekki hvað hann
ætti að segja. Hann hugleiddi
hvort hann ætti að segja herra
Yee það sem raunverulega hafði
gerst. Að lokum sagði hann:
„Aika er óútreiknanleg. Hún
hefur átt við ýmsa erfiðleika að
etja um ævina, upplausn hjóna-
bands og skilnað meðal annars.
Hún kemur ef til vill aftur eftir
einn, tvo daga."
„Hvers vegna sagði hún mér
ekki frá þessu? Hvers vegna
þarf hún að yfirgefa hús mitt
orðalaust? Ég skal segja þér
hvað er að. Hún er leið á mér og
hefur hætt við að giftast mér.
Henni hefur líklega aldrei geðj-
ast að mér einu sinni. Hún hef-
ur ef til vill aðeins viljað sýna
mér vinsemd."
„Hún kemur kannski aftur,
herra Yee,“ sagði Chiang og
bældi niður löngun til að segja
honum sannleikann. „Þú skalt
bíða rólegur einn, tvo daga."
Herra Yee leit á klukkuna.
„Ég vona að þú hafir rétt fyrir
þér,“ sagði hann og tók upp
símaáhaldið. „Ég ætla að hringja
til móður minnar og vita hvort
hún hefur komið aftur. „Chiang
gekk að skrifborði sinu og
settist. Hann reyndi að vinna en
honum var ómögulegt að ein-
beita sér að því. Það gat hugs-
ast, að Aika hefði farið til að
reyna að leita uppi óheiðarlegan
lækni á eigin spýtur; en það ver
einnig mögulegt, að hún hefði
farið á gistihús til þess að geta
hugsað sitt ráð í næði, Kannski
kæmi hún aftur til hans. Hún
kynni að sjá sig um hönd og
óska þess, þrátt fyrir allt, að
eiga barnið. Eða hún kynni jafn-
vel að hafa afráðið að giftast
honum, ala barnið upp og lifa
eðlilegu, hamingjusömu lífi. Ef
til vill elskaði hún hann í raun
og veru. Hún hafði kysst hann,
og það hafði ekki verið neinn
venjulegur þakklætiskoss. Það
var ósvikinn ástarkoss um það
16. HLIiTI
varð ekki villst. Nei, það voru
ekki brögð í tafli; svo snjall
leikari gat enginn verið. Hún
hlaut að hafa skipt um skoðun
og ákveðið að taka ástum hans.
Hann fann til óvissu og kvíða
og óljósrar gleði í senn. Hann
var hræddur um, að ágizkanir
hans kynnu að reynast rangar.
I-Ietra Yee hringdi tvivegis til
móður sinnar. Ekkert hafði
heyrst frá Aiku.
Þeir unnu um hrið i þögn,
hann og herra Yee, nema hvað
herra Yee átti nokkur viðskipta-
samtöl í símann af og til. Um
hádegi hafði hvorugur þeirra
lokið vinnu sinni fyrir morgun-
inn. Herra Yee fór út í hádegis-
verðarboð og sagðist ekki myndi
koma aftur fyrr en daginn eftir.
Chiang var lystarlaus og borð-
aði aðeins nokkrar smákökur í
hádeginu; allan eftirmiðdaginn
kepptist hann við að reyna að
Ijúka vinnu sinni. Þegar leið að
kvöldi varð hann kvíðinn og eirð-
arlaus og að lokum varð kviða-
tilfinning hans svo sterk, að
hann varð að fá sér vínglas. Vín-
skápur herra Yee var fullur af
hvers kyns áfengi og Chiang
hugsaði með sér að hann gæti
hæglega orðið drykkjumaður, ef
herra Yee færi ekki að hafa
fjárans skápinn læstan. Hann
fékk sér annað glas.
Chiang fór af skrifstofunni
klukkustund fyrr en venjulega.
Hann var enn ekkert svangur.
Hann flýtti sér til gistihússins
í þeirri von, að hann myndi
finna Aiku þar. Hann vonaðist
eftir að sjá hana sitjandi á
ferðatösku sinni fyrir framan
dyr hans, eins og hún hafði gert
áður. Og í þetta skipti myndi
hann ekki sleppa henni aftur.
Hún bar barn hans undir belti;
hún bar í líkama sínum hluta
af honum, sem var hans lög-
mæt eign. Nei, hann skyldi ekki
sleppa henni aftur; héðan í frá
skyldi hann ekki líta af henni
augnablik. Tilhugsunin um barn-
ið virtist auka ást hans til Aiku;
þessa ást, sem þegar var hon-
um nærri óbærileg og sem hon-
um fannst hann hafa þjáðst
nægilega fyrir.
Hann hljóp upp þröngan stig-
ann í gistihúsinu og tók tvö
þrep í einu. Þegar hann kom
upp í ganginn, hægði hann á
sér; hann var að vona að ráðs-
maðurinn myndi kalla til sín úr
stúkunni og segja sér, að gestur
biði eftir honum. En ráðsmaður-
inn sagði ekkert; hann brosti
aðeins til hans og grúfði sig
aftur yfir vinnu sína. Chiang
flýtti sér inn dimman ganginn.
Hann sá enda gangsins og her-
bergisdyr sínar. Aika var þar
ekki. Hann litaðist um eftir bréf-
miða en fann engan. Þá opnaði
hann dyrnar í skyndi og leit
yfir gólfið fyrir innan þær. Ekk-
ert bréf, engin skilaboð. Hann
gekk að rúminu og lagðist niður
og ósýnileg kvöl gagntók hann
enn á ný; það var sama kvölin
og hann hafði reynt svo oft áður,
um veturinn í Monterey.
Þegar hann kom til skrifstof-
unnar morguninn eftir, var
herra Yee þangað kominn og
var í þann veginn að hringja til
lögreglunnar og tilkynna hvarf
Aiku. Chiang þurfti því ekki að
spyrja. Aika virtist alfarin frá
San Francisco. Þegar herra Yee
hafði lagt frá sér simann, sneri
hann sér eftirvæntingarfullur að
Chiang og sagði: „Hefurðu frétt
af henni?"
„Herra Yee,“ sagði Chiang og
fann nú enn til haturs á þessari
stúlku, „ég held að rétt væri að
ég leiddi þig I allan sannleikann
um Aiku, ef vera mætti að það
eyddi áhuga þínum á henni. Hún
hefur að öllum líkindum leitað
til skottulæknis vegna þungunar.
Ég er efins um að við munum
nokkurn tíma sjá hana framar."
„Hvað meinarðu með skottu-
lækni og þungun?" spurði herra
„Herra Yee," sagði Chiang og fann nú enn
til haturs d þessari stúlku, „ég held að rétt
vœri að ég leiddi þig í allan sannleikann um
Aiku, ef vera mœtti að það eyddi áhuga þín-
um á henni. Hún hefur að öllum líkindum leit-
að til skottulœknis vegna þungunar. Ég er ef-
ins um að við munum nokkum tíma sjá hana
framar.'*