Fálkinn - 31.01.1966, Qupperneq 31
Georg III, þegar hann heimsótti Blenheim. Allt er miðað við
að skapa sem sterkust fegurðaráhrif.
Af hinum tilkomumiklu steintröppum framan við aðal-
innganginn, er komið inn í forsalinn. Hann er 23ja metra
langur með ríkulega skreyttu hvolfþaki og minnir meir en
lítið á St. Páls dómkirkjuna. Innan af salnum er 38 metra
langur salur, sem snýr út að garðinum. Þetta risaherbergi
er notað sem borðsalur í opinberum veizlum. Dyrakarmarnir
eru úr marmara, höggnir af hinum fræga Gibbons, sem hef-
ur séð um mikinn hluta höggmyndaskreytingarinnar í höll-
inni, veggir og loft eru máluð af Laguerre, hinum mikla
skreytingameistara aldarinnar.
Neðarlega í loftrönd á veggnum getur að líta grófgerðar
úth'nur dekanus Jones, sem þrátt fyrir klerklega stöðu sína
var mikill svallari og fjárhættuspilari. Hann bjó í litlu her-
bergi inn af forsalnum og sagt er, að eftir dauða hans hafi
verið reimt þar. Það er hann, sem gengur aftur. Þó hefur
þessi breyzki preláti smám saman orðið að víkja fyrir fræg-
ari og stórbrotnari persónuleika.
í þessu yfirlætislausa herbergi fæddist Winston Churchill
kaldan nóvemberdag árið 1874 Lafði Randolph var þá —
þrátt fyrir þungunarástand sitt — þátttakandi í samkvæmi í
Blenheim höll. og þegar hún fann að stundin nálgaðist, ætl-
aði hún að flýta sér til svefnherbergis síns, en komst ekki
lengra en í þetta litla prestaherbergi og þar sá sonur hennar,
sem síðar átti eftir að verða heimsfræeur, fyrst dagsins Ijós.
— Ég hef ást á Blenheim. og það ekki að ástæðulausu, bví
þar hef ég tekið tvær mikilvægustu ákvörðanir lifs míns,
sagði Sir Winston: að fæðast og kvænast.
f garðinum kringum Blenheim bað hann Clementinu sinnar
og fékk jáyrði hennar.
Hinir miklu salir, sem notaðir eru við opinber tækifæri,
snúa allir í suður. Þar er að finna undurfögur gobelinteppi,
sem ofin voru í Bruxelles fyrir 250 árum Og þar er rauði
salurinn með hinu fagra málverki, sem Reynolds gerði af
Georg hertoga og fjölskyldu hans. Þessi hertogi. sá fjórði í
röðinni, var mikill listþekkjari og safnari. Það var hann,
sem á sínum tíma fékk skrúðgarðaarkitektinum Capability
Brown það verkefni, að gera hið fallega stöðuvatn við höllina
vestanverða. Beint á móti málverki Revnolds hangir önnur
dýrðleg mynd Hún er máluð af Sar^ent og sýnir níunda her-
togann af Marlborough og hina fögru, amerisku konu hans,
Consuelo Vanderbilt.
í vesturhluta þessarar álmu er bókasafnið, 70 metra langt
herbergi, troðfullt af bókum.
Tina þarf þó ekki að óttast, að hún verði að eyða því, sem
eftir er ævinnar í nokkurs konar safnhúsi. í eystri álmu hallar-
innar hefur hertogafjölskyldan einkaíbúð sína, sem ekki er
opin gestum, eins og aðrir hlutar hallarinnar.
Skömmu eftir brúðkaup markgreifahjónanna, hélt hertog-
inn af Marlborough. að gömlum og góðum sið, móttökuathöfn
á Blenheim til þess að bjóða Tinu velkomna og kynna hana
öllum og öllu. Hann hafði ekki aðeins boðið þangað öllu starfs-
fólki í höllinni og á óðalinu, allt frá forstjóra ferðaskrifstof-
unnar niður í yngsta aðstoðargarðyrkjumanninn. Hann hafði
einnig boðið bakaranum, slátraranum, kaupmanninum og póst-
meistaranum og fjölda annarra atvinnurekenda úr sveitinni.
Móttökuathöfnin var haldin í hinu stóra bókasafni, þar sem
hertoginn hafði vísað Tinu, markgreifanum hennar og systrum
hans þrem, til sætis á gylltum stólum við annan gaflinn. Tina
var kynnt fyrir hverjum einstökum af gestunum og hún var
yndisleg og tilgerðarlaus. Að lokum sagði hertoginn við hana:
— Það er mér mikil ánægja að vita til þess, að þú, Tina,
verður frú hér i höllinni og átt að hafa hússtjórnina með
höndum.
En í æðri stéttum Englands er mikið rætt um málið. Verður
þetta ef til vill byrjunin á nýju glanstímabili í sögu Blenheim
kastala? Getur hin vandiáta Tina aðlagað sig hinu tilbreyt-
ingalausa lífi í sveitinni og sættir hún sig við að vera grafin
í fornaldarlegum kastala mikinn hluta ársins?
Allir vita að maður hennar, markgreifinn, hefur megnustu
óbeit á að búa í borginni Hann hefur yndi af landbúnaði og
að stjórna óðali sínu, og hann kýs heldur að aka dráttarvél
en Rolls Royce bílnum. Honum er lítið um samkvæmishald
í stórum stíl en umgengst aðallega óðalseigendur í nágrenn-
inu við veiðar og á kricket-vellinum.
Hann er hávaxinn, glæsilegur maður, en smáfríður er hann
ekki. Hann hefur sama ferhyrnda, þunglamalega andlitsfallið
og aðrir af Churchili ættinni og er sagður líkur hinum fræga
frænda sínum. Sir Wmston að þvi levti að hann er blátt áfram
og fordildarlaus.
Framh. á bls. 42'
FÁLKINN 31