Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1966, Page 37

Fálkinn - 31.01.1966, Page 37
Ég hefði hvort sem væri gaman af börnum. Við ætlum að gifta okkur fljótlega eftir að hún hef- ur alið barnið, ef til vill mánuði seinna, það fer eftir hvernig henni heilsast. Við gætum látið gefa okkur saman strax en móð- ir mín setur blátt bann við því. Hún er hjátrúarfull og segir að það viti á illt ef konan er barns- hafandi þegar giftingin fer fram. Aika skilur það. Hún hefur sam- þykkt að bíða.“ Hann þagnaði, tók upp seðlaveski sitt og hélt síöan áfram: „Ég ætla að biðja þig um mikinn greiða, Chiang. Ég vil eiga barnið. Ég skal greiða þér fimm þúsund dali, ef þú leyfir mér að feðra það. Þú mátt ekki misskilja mig, þú mátt ómögulega misskilja mig. Hér er ekki um kaup og sölu á barni að ræða; þú getur komið í hús mitt og heimsótt barnið, hvenær sem þú óskar þess, en ég bið þig að segja engum, að þú sért hinn rétti faðir þess. Ég hef þegar sagt móður minni, að ég eigi það. Hún myndi aldrei leyfa þetta hjónaband ef hún vissi að barnið er ekki hold af mínu holdi. Ég skal lofa þér þessu, Chiang: ég skal ala upp barnið eins og það væri mitt eigið. Ég skal veita þvi alla þá ást og bíðu, sem hægt er að krefjast af föður. Er — eru fimm þúsudn dalir hæfileg upp- hæð? Ég er þegar búinn að út- fylla ávisunina. Hérna, gjörðu svo vel...“ Hann tók ávísunina úr seðlaveski sínu og rétti Chi- ang. Chiang starði á ávísunina, gjörsamlega orðlaus. Herra Yee flýtti sér að troða henni niður í brjóstvasa hans, klappaði hon- Um á öxlina og brosti, eins og fargi væri af honum létt. „Svona, þá er þetta ákveðið. Ef þú verð- ur í einhverjum fjárhagsvand- ræðum á næstunni, skaltu bara láta mig vita. Hvenær sem er. Þú þarft aöeins að hringja eða skrifa mér fáein orð. Ég skal méð ánægju gera það sem ég get, til að launa þér þennan greiða." XIII. Chiang fékk ekki frekari orð- sehdingar frá Tungumálaskólan- um. Hann beið í sjö mánuði en fékk engar fréttir. Á þessum sjö mánuðum hafði hann skrif- að þrisvar sinnum til ráðningar- skrifstofunnar og spurst fyrir um atvinnu, en fékk í hvert skipti sama svarið: að umsókn hans væri í athugun og honum myndi verða tilkynnt strax og staða losnaði. Hann hafði einnig skrifað herra Wei, kennaranum, sem trúað hafði honum fyrir því að ráðið yrði í nokkrar stöð- ur innan skamms, en í stað þess að veita honum frekari upplýs- ingar um starfið, hafði herra Wei aðeins skrifað honum harð- ort bréf og sakað hann um fram- taksleysi. „Þú hefðir átt að fara að ráðum mínum fyrir löngu,“ sagði hann í bréfinu. „Þú hefðir átt að flytja til Monterey og sitja um stöðuna. Þetta er eins og frumskógurinn, þar sem eng- inn getur aflað sér fæðu fyrir- hafnarlaust." Chiang gat fátt hugsað sér ógeðfelldara en að berjast um starf við landa sína. Hann hugs- aði sem svo, að „ef of margir munkar væru um grautinn" eins og segir í kínversku máltæki, þá kysi hann heldur að leita sér að graut annars staðar, Því ákvað hann, þegar hann hafði beðið eftir starfi i Tungumálaskólan- um í meira en hálft ár, að gefa það á - bátinn. Bankainnstæða hans var tekin mjög að rýrna en hann átti enn eftir fimm þús- und dala ávísunina, sem hann veigraði sér við að innleysa. Allt frá þvi að herra Yee tróð ávis- uninni í vasa hans, hafði hann hatað hana. Ekki aðeins minnti hún hann sífellt á Aiku, heldur var hún honum einnig stöðug áminning um eigin niðurlæg- ingu. 1 hvert skipti, sem honum varð hugsað til ávísunarinnar þvarr sjálfsvirðing hans og hann fann til minnkunnar og fyrir- litningar á sjálfum sér. Oft og mörgum sinnum var hann að því kominn að brenna þetta pappírsblað, en öryggisskortur- inn hélt aftur af honum og tregða hans við að eyðileggja ávísunina, jók enn á vansæmd hans og sjálfsfyrirlitningu. Að lokum gerði hann þá málamiðl- un við sjálfan sig, að jafnskjótt og hann fengi vinnu, skyldi hann brenna ávísunina. Vegna þessarar afstöðu sinn- ar hélt hann sig löngum í Kearnystræti. Hann leit sjálfan sig með kímniblandaðri fyrir- litningu þar sem hann reikaði um með fimm þúsund dala ávís- un í veskinu. Honum fannst hann ekki einungis vera þræl- menni, sem selt hefði sitt eigið afkvæmi heldur einnig karl-hóra, og sú ekki af ódýrari endanum. Framh. á bls. 41. MYNDAMOT HF. MORGUNBLAÐSHÚSINU SlM117152 IJTGERÐARM ENN Jafnan birgðir af öllu, sem þarf til; Botnvörpu-, Dragnóta-, Herpinóta-, Rækju-, . , Lóða-, Handfæra- og Þorskanetaveiða. Movlon — tóg og línur. Movlon — landfestar. Nælon. Manillu og Sísaltóg. Stálvír. Vírmanilla. Vanta- vír. Snurpuvír. Togvír. Krana- vír. Plasthringir. Kúlur. Belgir. Önglar. Taumar. Ábót. Baujubelgir. Bambusstangir. Baujuluktir. Neta- og bauju- flögg. HELLU-handfæravindur. Nælonhandfæri og sökkur. Önglar með gerfibeitu. Þorska-, kola- og silunganet. Rauðmaga- og grásleppunet. Neta- og nótabætigarn, allsk. Fiskikörfur. Netanálar, allsk. Fiskstingir — Goggar — Hakar. Flatningshnífar. Hausinga- sveðjur. Stálbrýni. Flökunar- og gotuhnífar. fs- og saltskóflur. Síldar- gafflar. Línu- og dragnótaspil. Stýris- vélar. Keðjur. Akkeri. Skipadælur. Keðjulásar. Vírlásar. Vant- skrúfur. Skrúflásar. Akkerislásar. Kóssar. Lóða- og netadrekar. Fríholt. Botnvörpuútbúnaður og Lásar. Háflásar. Nótahringir. Slcppikrókar. Losunarkrókar. Tunnuhakar. Árar. Ræði. Stýrishjól. Seg- ulnaglar. Tré- og járnblakkir. Hring- nótablakkir. Siglingaljós. Ljóskastarar. Ljórar. Áttavitar. Logg. Sjónaukar. Eldslökkvarar. Asbestteppi. Brunaboðar — Þokuhorn. Björgunarbelti. Björgunar- hringir. Segl- og ábreiðudúkur. Ábreiður. Flögg, ísl. og útl. Signalflögg. Þéttihampur. Plötublý. Bik. Tjörur. Saumur. Boltajárn. Ávaltjárn. Síldarsöltunarútbúnaður. WESSEX og SCHERMULY línubyssur og neyðarmerki. BELDAMS vélaþéttingar. — Vélareimar. Gúmmíslöngur. — VERKFÆRI — MÁLNINGARV ÖRUR — Sjóföt Vinnuföt. Kuldafatnaður. Teppi. Madressur. Gúmmístígvél. Klossar. — Tóbaksvörur. — ÞETTA ER AÐEINS ÞAÐ HELZTA — Verzlun 0. Ellingsen h.f. — Elzta og stærsta veiðarfæraverzlun landsins. — Símnefni: „ELLINGSEN“, Reykj^vík. Símar: 24411 — 13605 — 14605. FÁLKINN 37

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.