Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 42
HVERFISGÖTU 16
SÍMI 2-1355
TRÚLOFUNAR
ULRICH FALKNER GULLSM
LÆKJARGÖTU 2 2. HÆD
EinangriKiargler
Framleitt einungis úr úrvals
gleri. — 5 ára ábyrgð.
Pantið tímanlega.
KORKIDJAIXI H.F.
Skúlagötu 57 — Símar 23200.
hún kom auga á Chiang, þreil
hún tösku sína og glas og færði
sig yfir til hans. „Halló, þú ert
snemma á ferðinni í dag, er það
ekki?“
„Ertu búin að borða kvöld-
verð?“ spurði Chiang.
„Nei. Ég borða ekki kvöldverð.
Ég borða hádegisverð klukkan
þrjú og síðan ekkert meir. Er
þér sama þó ég sitji hérna hjá
þér?“
„Það væri nú annað hvort,“
sagði Chiang. „En ég vildi gjarn-
an að þú snæddir kvöldverð með
mér í kvöld."
„Hvers vegna?“
„Ég er búinn að fá vinnu.“
Dorris dró upp flöskuna. „Við
verðum að skála fyrir því,“ sagði
hún, sótti glas fyrir Chiang og
hellti í það fyrir hann. Þau skál-
uðu og drukku. „Skál fyrir
vinnunni þinni," sagði Dorris,
„nú geturðu lagt niður þitt synd-
uga líferni og brennt fimm þús-
und kallinn."
„Ég var nærri búinn að
gleyma því,“ sagði Chiang. „Ég
er feginn að þú skyldir minna
mig á það.“ Hann tók fram
seðlaveski sitt, dró út úr þvi
ávísunina og lagði hana á borð-
ið. „Hefurðu eldspýtu?"
Dorris blindi á ávísunina, svo
tók hún hana upp og athugaði
hana gaumjæfilega. „Þetta er
svo sannarlega fimm þúsund
dala ávísun," sagði hún og hló.
„Hvers vegna skrifaðirðu ekki
ekki tíuþúsund? Það er miklu
meira grín að brenna tíu þús-
und.“
„Fáðu þér vindling," sagði
Chiang, „og veittu mér þá
ánægju að kveikja í honum fyr-
ir þig með fimm þúsund dala
ávísun.“
„Það væri vel til fundið,“
sagði hún. Hún opnaði hand-
tösku sína, tók upp pakka af
vindlingum og eldspýtustokk,
stakk síðan einum vindling milli
varanna. Chiang kveikti á eld-
spýtu og bar hana að ávísun-
inni, kveikti siðan í vindlingn-
um með logandi ávísuninni. Þau
horfðu á þegjandi, meðan pappír-
inn brann upp til agna. Þegar
loginn hafði nærri náð fingrum
Chiangs, fleygði hann því sem
eftir var af ávisuninni í ösku-
bakkann og síðasta tætlan fuðr-
aði upp og skrælnaði, en undir-
skrift herra Yee hvarf i deyj-
andi logann. „Þá er það búið og
gert,“ sagði Chiang, „og nú skul-
um við biðja um kvöldverð."
Dorris saup aftur á glasinu
og horfði á hann angurvær. „Það
er skrítið," sagði hún, „en ég
gæti trúað að þetta hafi verið
ósvikin peningaávísun, á ósvikna
fimm þúsund dala innstæðu í
banka. Það virðis æði fjarstæðu-
kennt, en mér liggur samt við
að trúa þvi. Er það ekki skrít-
ið?“
„Það skiptir ekki máli lengur,
hún er brunnin," sagði Chiang.
„Við skulum gleyma því og
panta kvöldverðinn." Hann kall-
aði á önnum hlaðna þjónustu-
stúlkuna og bað hana um mat-
inn. Hún færði þeim tvö glös af
ísvatni. Dorris veiddi ísmola upp
úr öðru glasinu, lét hann í glas-
sitt og hristi það hugsandi. „Það
er mjög athyglisvert," sagði
hún. „Þetta er það ótrúlegasta,
sem fyrir mig hefur borið um
ævina.“
„Hvað?“ spurði Chiang.
„Það væri sannarlega efni i
góða sögu. Ég læt þig kveikja
í vindlingi fyrir mig með fimm
þúsund dala ávísun og vil helzt
af öllu trúa því, að hún hafi
verið ófölsuð. Ég þori að veðja,
að ég gæti skrifað verulega góða
sögu um þetta — og selt hana
meira að segja. Ef til vill er
þetta mitt gullna tækifæri, hvarf
í lífi mínu.“
„Við skulum vona það,“ sagði
Chiang og brosti. „Skálum fyrir
sögu þinni og framtíðar vel-
gengni."
„Viltu heyra nýju söguna
mína?“ spurði Dorris, þegar
þau höfðu skálað. „Ég byrjaði
á henni í gærkvöldi. Ég hef hana
með mér; en það er bara byrj-
unin.“
Hún opnaði svörtu töskuna og
tók upp úr henni eitt blað, út-
skrifað með blýanti. „Veiztu
hvað, ég hafði söguna fullbúna
í huganum, en í morgun las ég
frétt í blaði, sem gaf mér miklu
betri hugmynd fyrir söguna.
Fréttin var um óhamingjusama,
japanska konu, sem reyndi að
stökkva fram af Golden Gate
brúnni. Lastu um það?“
„Nei, það gerði ég ekki.“
„Það var forsíðufrétt í morgun.
Úr henni gæti orðið stórkostleg
saga. Það var japönsk kona,
sem var nýbúin að ala barn í
sjúkrahúsi, en vildi svo allt í
einu deyja. Hún læddist út úr
sjúkrahúsinu...“
Framhald í næsta blaði.
• Tina
Framh. af bls. 31.
Eiga þau vel saman? Þau
eiga bæði skilnað að baki og
báðum er vafalaust mjög um-
hugað um, að þetta hjónaband
endist vel. Orðrómurinn er auð-
vitað löngu kominn á fleygi-
ferð, en kjaftasögum er Mark-
greifafrúin af Blandford vön,
og lætur þær ekki á sig fá.
iiiadur
KLÆÐIST FÖTUM
FRÁ OKKUR
42
FALKINN