Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 4

Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 4
BENEDIKT YIGGÓSSON SKRIFAR FYRIR UNGA FÓLKIÐ ☆ REIKAÐ UMI ST. PAULI Táningaklúbbur heimsóttur Það kemur enginn til Hamborgar án þess að kynna sér næturlífið í ST. PAULI, þessu mikla gleðinnar hverfi, og svo fór einnig með mig, er ég var þar á ferð í september 1965. Er við íslendingarnir gengum eftir Reeperbahn og virtum fyrir okkur fjöl- breytilegt götulífið, barst að eyrum okk- ar gítarmúsík í gegnum hávaða stór- borgarinnar. Brátt kom í ljós, að músík- in átti upptök sín í þokkalegri krá og þar inni spilaði hljómsveit æðisgeng- in ,,beat“-lög. Það varð úr, að við skyld- um dveljast þarna um stund og pönt- uðum auðvitað öll bjór. Hljómsveit þessi var alveg prýðisgóð og bráðlega tókst mér að ná tali af hljómsveitar- stjóranum. Hann upplýsti að nafn hljómsveitarinnar væri THE JECKILS og höfðu þeir félagar leikið víða í Hamborg. Þegar ég sagði honum, að ég væri frá íslandi og skrifaði fyrir vin- sælasta vikublað þar, sagði hann, að það gæti verið gaman að koma þangað með hljómsveitina. Nú voru stúlkurnar farnar að þrengja ískyggilega að okkur auk þess sem þær veittu piltunum lítt málfrelsi, svo að ég þakkaði spjallið og forðaði mér í burtu. Næsti staður, sem við litum inn á hét BEAT KLUB, en þar var um að ræða eins konar táningaklúbb. Okkur þótti grunsamlega fámennt þarna inni. Ég sneri mér að hljómsveitarstjóran- um, pilti um tvítugt, og spurði um ástæðuna. Hann brosti og sagði, að unglingum innan 18 ára aldurs væri með öllu óheimilt að vera á ferli í Ham- borg eftir kl. 10 (en kl. var um 11) og ekki væri að búast við því, að þeir Hamborg: St. Pauli um nótt. sem hefðu aldur til að sækja nætur- klúbba, ílentust þar, sem ekki væri hægt að fá áfenga drykki. Hann sagði, að yfirleitt væri þessi staður mjög vel sóttur af táningunum, enda hefði hann upp á að bjóða 7 hljómsveitir í hverri viku, sérstök hljómsveit hvert kvöld. Ég spurði, hvað honum fyndist um Rolling Stones, en um þessar mundir voru þeir einmitt á hljómleikaferð um V-Þýzkaland. Hann hristi höfuðið í vandlætingu og kvaðst ekki taka þá til fyrirmyndar, enda voru þetta snyrti- legir piltar með hár rétt í meðallagi og þeir kölluðu sig THE CRACK. Næsti áfangastaður var Zillental, bjórkráin fræga. Þar inni ríkti mikið fjör. Fólk dansaði af miklum eldmóð og sumir létu ekki gólfið nægja heldur brugðu sér upp á næsta borð og tvist- uðu af lífi og sál. Þess á milli skullu þykkar bjórkrúsirnar saman, þegar skálað var fyrir líðandi stund. Hljóm- sveitarmeðlimirnir voru klæddir í stuttar buxur einkar broslegir ásýnd- um. Þetta allt kom okkur íslending- unum dálítið spánskt fyrir sjónir, en það leið ekki á löngu þar til við höfð- um samlagast Þjóðverjunum. Hægt var fyrir gesti staðarins að fá að stjórna umræddri hljómsveit, en því fylgdi sú kvöð, að viðkomandi var skuldbundinn til að borga bjór fyrir alla meðlimi hljómsveitarinnar. Þá varð mér að orði, að það væri betra að innbyrða bjórinn sjálfur og stjórna síðan hljómsveitinni úr hæfilegri fjarlægð, svo að lítið bæri á. Þessir fjórmenningar eru vinsælir í Hamborg. 4 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.