Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 13

Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 13
hann aítur. Um tveggja ára skeið haíði hún leitað hans, rýnt framan í hvern mann, sem varð á vegi hennar, en hún hafði ekki fundið hann enn. Hún mundi einnig eftir höndum hans: Þær voru grannar og vel hirtar og á handarbökunum uxu stutt og gisin hár. En á stýrinu fund- ust ekki önnur fingraför en hennar eigin! Hann hlaut að hafa þurrkað þau af og lyft henni yfir í ekilssætið meðan hún var meðvitundarlaus. Síðan þetta skeði, hafði hún I hugum manna verið „ökuníð- ingurinn" Marianne Bergström! Jafnvel Hákon Magnússon hafði ekki trúað henni. Hann hafði fengið sér vinnu á húsateiknara- skrifstofu í Stoekholm á meðan hún lá á' sjúkrahúsinu. Siðar frétti hún af skotspónum, að hann hefði sótt um starf utan- lands. Marianne dró djúpt andann. Hafði hún verið ástfangin af Hákoni? Hún mundi ekki eftir því. Það var orðið svo langt siðan, að engu líkara var, en hún hefði kynnzt honum í öðru lífi. Minningin um hann var eins og ör eftir sár; hún var þarna, en olli henni ekki lengur nein- um sársauka. Lestin rann inn á brautarstöð- ina í Ornas. Marianne var eini farþeginn, sem fór úr henni þar. Hún virti fyrir sér litlu stöðvar- bygginguna. Á þakskeggið var málað blómamynztur. Á lítiUi grasflöt fyrir framan húsið uxu sýrenurnar með blómakerfum, sem enn voru ósprungin út. Ljós- grænn vorgróðurinn brosti við henni hvarvetna. Hefði hún að- eins getað fært tímann aftur um tvö ár, þá hefði hún eflaust brosað á móti. Ungur maður í Ijósgráum buxum og ullarúlpu kom á móti henni. Hann var með snjóhvítt hár, ósýnilegar augabrúnir, hvít augnahár og ljósblá augu. — Eruð þér ungfrúin, sem eetlar til herragarðsins? spurði hann á syngjandi dalamállýzku. — Já. — Eruð þér með nokkurn farangur? — Nei, ég ætla aðeins að líta á umhverfið, og ég geri ráð fyr- ir, að Stigman veiðistjóri óski eftir að hitta mig... áður en hann ræður mig eða hafnar um- sókn minni. — Það var og. Hún ætlar þá að fara aftur. — Já, með miðdegislestinnl frá Falun. Ég verð að vera komin aftur til vinnu minnar snemma I fyrramálið. — Verður hún það, já. Ja, lík- lega verð það ég, sem ek henni til stöðvarinnar, nema þá að veiðistjórinn eigi sjálfur eitt- hvert erindi til bæjarins. Ég er nokkurs konar „allrahanda" maður á herragarðinum. Ég heiti Jannis Per Olson, enda þótt flestir kalli mig aðeins Jannis Per. Bak við stöðvarbygginguna stóð dökkrauður Volvo-bill. Mari- anne settist í framsætið og Jannis Per við stýrið. Hann myndi þó ekki geta neitað því, að hafa ekið, ef svo færi, að eitthvað kæmi fyrir. — Er langt héðan til Malings- fors-setursins? spurði Marianne. — Ne-e, aðeins átján kílómetr- ar, og það er flj.ótfarið í bil, en staðurinn er nokkuð einmana- legur. Á hún að taka við af ung- frú Eliasson sem einkaritari veiðistjórans? — Ég hef allavega sótt um stöðuna. Hvers vegna er ungfrú Eliasson að hætta? Jannis Per klóraði sér í höfð- inu áður en hann svaraði. — Ég veit það ekki, sagði hann. Það var ekki annað að sjá, en að hún væri ánægð í fyrstu, en upp á síðkastið hefur hún orðið æ leiðari í skapi og svo sagði hún allt í einu upp. Henni hefur eflaust leiðst einveran, gæti ég trúað. Eða þá, að hún hefur orðið ástfangin af veiði- stjóranum! — Ástfangin af... en ég hélt að hann væri gamall maður! sagði Marianne ósjálfrátt. — Ne-e, hann er ekki einu sinni þrítugur. En hann virðist lítið kæra sig um kvenfólk. Ef hann er þá ekki orðinn ástfang- inn í frúnni, sem er ráðskona á herragarðinum. Hún kom þang- að fyrir nokkrum mánuðum, þegar hún varð ekkja. Það er sagt, að maðurinn hennar hafi fyrirfarið sér. — Það var hræðilegt! — Vissulega var það. Skógurinn var myrkur og hljóður á báðar hliðar við veg- inn. Aðeins á stöku stað lýsti ung birkihrísla upp myrkviðinn, með silfurhvítan stofn og ljós- grænt laufskrúð. Skyldi henni ekki finnast hún einöngruð frá umheiminum þegar hún væri búin að fá þennan óendanlega skógivaxna varnarvegg á alla vegu? Það var vel hægt að imynda sér, að tröll og forynj- ur ættu sér þarna bústað. Við mjóan afleggjara stóð gult- skilti og á því gat að lesa nafn- ið Malingsfors-setur. Marianne fékk hjartslátt. Það var svo margt, sem teknar yrðu ákvarð- anir um næsta klukkutimann. „Að vera eða ekki vera,“ hugs- aði hún með nokkurri sjálfs- hæðni. Tilvitnunin hæfði henni reyndar ágætlega, því að það myndi vafalitið murka úr henni lífið smám saman, að verða um kyrrt á stað, þar sem allir þekktu hana og smákrakkarnir hrópuðu „ökuniðingur!" á eftir henni. Skógurinn þynntist og brátt kom í ljós lítið þorp, með rauð- um húsum, sem stóðu i brekku niður að mjóu, straumhörðu fljóti. Blautir trjástofnar döns- uðu í freyðandi straumiðunni, neðan við brú, sem stóð á stöplum úr mosagrónum grá- steini. Á hárri hæð hinum megin við ána, stóð hvitt herra- setur með svörtu mansard þaki og tveimur frjálsstæðum álm- um. Trjábryddur stígur lá frá veginum upp að setrinu. — Skrifstofan er í hægri álm- unni, sagði Jannis Per. Marianne steig út úr bílnum og litaðist um. Handan við setr- ið grillti í stórt, ísblátt vatn. — Hvaða vatn er það, sem sést á þarna? spurði hún. — Runn. Á gaf li skrif stof uálmunnar var brúnmáluð hurð. Marianne opnaði hana og kom inn í rétt- hyrnda forstofu. Beint á móti henni var önnur hurð. Hún barði að dyrum og karlmannsrödd svaraði: „Kom inn!“ Herbergið, sem hún gekk inn í var lágt undir loft. Grámáluð- um veggjunum var skipt í fleti. Gólfið var úr breiðum furuborð- um, ferniseruðum til þess að mæta kröfum nútímans um auð- velda ræstingu. Þetta var her- bergi, sem minnti á krínolíur og skrýft hár. Eða hafði það ef til vill einhvern tíma verið bú- staður þjóna i flauelsjökkum með hvítdyftar hárkollur. Nú hafði tveim stórum skrifborðum verið komið þarna fyrir. Við ann- að þeirra sat dökkhærð stúlka og glamraði á ritvél. Hann var klæddur grænni peysu og köfl- óttu pilsi. Hún hirti ekki um að gæta að hver væri kominn, en sneri vísvitandi baki i dyrn- ar. Það virtust ekki beint vin- gjarnlegar móttökur! Magur, þunnhærður maður með hornspangargleraugu stóð og var að blaða í möppum í stórum skjalaskáp. Var þetta eig- andi Malingfors herragarðsins og sögunarmillanna? hugsaði Marianne furðu lostin. Þannig hafði hún ekki ímyndað sér veiðimann og skógarvörð! Hann var ekki einu sinni útitekinn! Varla gat ungfrú Eliasson hafði orðið ástfangin í þessum skorpna, væskilslega karli! — Ég ætlaði að finna Stig- man veiðistjóra, sagði Marianne. — Hann er i innri skrifstof- unni, sagði maðurinn með möpp- urnar. Eruð þér ungfrú Berg- ström, sem hefur sótt um starf hérna? — Já. Hann opnaði dyrnar að innri skrifstofunni og tilkynnti, að ungfrú Bergström væri komin. Siðan vék hann til hliðar og hleypti Marianne framhjá sér. Það fyrsta, sem Marianne tók eftir við Ulf Stigmaú, var að hann var háfættur eins og elg- ur og svo veðurbarinn, að bros- hrukkurnar kringum augun voru eins og ljóst krumsprang í sól- brenndu andlitinu. Hann var bláttáfram ósvífnislega myndar- legur. Hann virtist bókstaflega geisla af lífskrafti og enda þótt skrifstofa hans væri full af pípu- reykjarsvælu fannst Marianne hún finna þar greniilm og skóg- arloft. Griðarstór, gráloðinn, schaferhundur fylgdi fast eftir slitnum reiðstigvélum hans, þeg- ar hann gekk til móts við Mari- anne. — Góðan dag! Verið velkomin, ungfrú Bergström. Gjörið svo vel að fá yður sæti, sagði hann. Marianne settist í einn hinna gömlu leðurstóla, sem mynduðu hring utan um reykingaborð. Leðurhúsgögn í fíngerðu átjándu aldar herbergi! hugsaði Mari- anne skelfingu lostin. Reyndar myndi það hæfa Stigman veiði- stjóra betur, að sitja við opinn eld í skógarvarðarkofa! Hann var hreint og beint alltof karl- mannlegur fyrir hinn snotra og smágerða gustavianska stfl. Nokkur augnablik fann Mari- anne, að hún var skoðuð í krók og kring af tvennum, sterkbrún- um augum: augu schaferhunds- ins voru árvökur, augu hús- bónda hans íhugul. Ulf Stigman renndi fingrun- um gegnum dökkbrúnt hárið og fór síðan að troða í pípuna sína. Honum hafði verið töluverð for- vitni á að vita hvernig sú mann- eskja liti út, sem sækti um starf, þar sem hún myndi ekki fá not fyrir helminginn af kunnáttu sinni. Sjálfsagt eitthvert stelpu- fífl, sem ímyndaði sér að jafn- vel skrifstofuvinna gæti orðið rómantizk, ef hún aðeins væri unnin á gömlu herrasetri. Þá villu hafði hann hugsað sér að nema burt hið bráðasta. En Marianne var ekki eins og hann hafði hugsað sér hana. Hún leit ekki út fyrir að vera neitt flón. Framh. á bls. 34. HON HAFÐI VERIÐ DÆMD SAKLAUS FYRIR AÐ HAFA ORÐIÐ MANNSBANI — MUNDI HON NOKK- URN TIMA FINNA HINN ÓÞEKKTA MANN SEM RAUNVERULEGA VAR VALDUR AÐ SLYSINU? EÐA ÁTTU SKUGGAR HINS LIÐNA AÐ VALDA ÞVI AÐ HON FENGI ALDREI MANNINN SF.M HÚN EI SKAÐI? FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.