Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 16

Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 16
í þriðja klassa með lestunum, þá var ég eins og ein af hópn- um, og ég sá landið með þeirra augum. Japan er dásamlega fallegt 'land, og japanska vor- ið er ógleymanlegt." ,.Þykir ekkert óviðkunnan- legt, að konur ferðist um árl karlmanna?“ „Jú, það þótti mjög undar- legt, að eiginmenn okkar skyldu leyfa okkur að fara án þeirra, en vinkonur mínar voru nútímalegri og frjálslyndari en allur almenningur, og þetta gamla viðhorf, að konan sé sköpuð til þess eins að gleðja karlmanninn og eigi að vera honum undirgefin, er að breyt- ast.“ Vestrœn áhrif fara ört vaxandi „Ber mikið á vestrænum áhrifum?“ „Já, óneitanlega, og þau fara ört vaxandi. Þeir hafa bítla- músík og næturklúbba, sjón- varp með amerískum skemmti- þáttum og japönsku tali, alls konar shows, bandarískar kvik- myndir, stúlkurnar vilja líta út eins og vestrænar film- stjörnur og missa við það mikið af sjarmanum — eins og þær geta verið ljómandi fallegar í sínum þjóðbúning- um. Að sumu leyti eru vest- rænu áhrifin náttúrlega til góðs, en mér finnst það mikill skaði ef þjóðlegu sérkennin hverfa." „Hvernig er klæðaburður fólksins?" „Á veturna ganga flestir í kímonóum, bæði karlmenn og konur, vegna þess að þeir eru hlýrri og hægt að klæða sig miklu meira undir þá,' t. d. í síðar nærbuxur, en á sumrin eru margir í fötum eftir vest- rænni tízku. Mér finnst jap- anskar konur ekki fallegar í vestrænum kjólum; þær ganga innskeifar og hafa yfirleitt Ijóta fótleggi. Yngra kven- fólkið málar sig mikið og af- skaplega illa, og sumar stúlk- ur láta meira að segja gera skurðaðgerð á augnaumbún- ingnum til að verða líkari vest- rænum konum, en það er alveg hræðilegt, finnst mér. Það sem fer vestrænum konum vel klæðir oft alls ekki þær jap- önsku — og öfugt.“ „Af hverju stafar þetta ein- kennilega göngulag japanskra kvenna?“ „Ja, til skamms tíma báru þær börn sín á bakinu allt til þriggja ára aldurs, og þess 16 vegna gengu þær álútar, inn- skeifar og tiplandi, en börnin urðu iðulega nærsýn, rangeyg og hjólbeinótt. Jafnvel á ökr- unum vinna þær með börn- in bundin á bak sér, og þau eru skorðuð með andlitið upp við hnakka móðurinnar og verða þannig rangeyg og nær- sýn.“ ' Húsin illa byggð og óupphituð „Hvernig er loftslagið í Tókíó?“ „Afleitt. Hitinn er ekki verst- ur, þó að hann fari yfir fjörutíu stig á Celsíus á sumrin, en rakinn er 90—95%, svo að maður er rennblautur af svita þegar heitt er, en alveg að drepa^t úr kulda á veturna, þótt hitastigið fari ekki mikið niður fyrir frostmark. Loftið í Tókíó og öðrum japönskum stórborgum er óhollt — bara að anda því að sér er á við að reykja einn pakka af sígarett- um á dag.“ „Þú hefðir ekki viljað setj- ast þarna að?“ „Ekki ef ég ætti að búa í japönsku húsi, verzla á mark- aðinum þeirra og búa við sömu kjör og þeir. Við höfðum það bezta úr báðum heimum, okk- ar eigin búðir þar sem 'fékkst bandarískur og japanskur varn- ingur, og við bjuggum í stein- steyptu upphituðu húsi og höfðum öll þægindi. Aftur á móti eru japönsk hús illa byggð og köld, engin upphitun í þeim nema glóðarker í stofu- gólfinu sem hægt er að verma við fæturna — það er gryfja í gólfinu sem kerið er í, borð- ið stendur yfir henni og teppi í kring, svo situr fólkið þarna með sjóðheita fætur og ískalt bak. Húsin eru lítil, grindin í þeim úr tré, mestöll suðurhlið- in aðeins gluggar og renni- hurðir sem hægt er að ýta til hliðar, svo að sólin hiti upp, innveggir úr pappír og allt dregið til eftir þörfum. Það er ekki mikið af húsgögnum inni, enda búa venjulega mai’gir í hverju herbergi vegna þess hve þröngt og takmarkað húsnæðið er. Nú er yngri kynslóðin farin að nota rúm til að sofa í, en það er nýtilkomið, og eldra fólkið sefur aðeins á þunnri dýnu á gólfinu. Sumir hafa sparistofu þar sem eru stólar, borð og sófi, en flestir krjúpa á gólfpúðum — þeir geta verið kyrrir í þeim stellingum klukkutímum saman án þess að finna til óþæginda. Það er ekki oft sem Japanir ' bjóða fólki heim til sin, af því að húsin eru svo lítil, að erfitt er að taka á móti gestum, en ég kynntist japönskum heimilum þegar ég umgekkst vinkonur mínar sem voru við mig alveg eins og ég væri ein af þeim.“ Kenndi útsaum og bakstur „Hvernig byrjaði þessi kunn- ingsskapur ykkar?“ „í veizlu sem herinn hélt fyrir konur japönsku hermann- anna. Einu sinni á ári er þeim boðið til tedrykkju, og þar sjá bandarísku konurnar um skemmtiatriði og móttökurnar. Eitt skiptið höfðum við sýningu á ýmsu dóti sem við höfðum sjálfar búið til, og ég sýndi ísaumaða dúka og servíettur. Tvær af japönsku konunum urðu svo hrifnar, að þær spurðu hvort ég vildi kenna þeim út- saum, og það varð úr, að þær komu heim til mín einu sinni í viku og höfðu með sér fimm aðrar vinkonur sínar. Ég sýndi þeim heimilishald á vestræna vísu, kenndi þeim útsaum og bakstur, til dæmis að búa til pönnukökur og vöfflur, og þær kenndu mér í staðinn að matreiða japanska rétti og sögðu mér frá sínum siðum. Við urðum mjög góðar vinkon- ur og hittumst ýmist heima hjá mér eða þeim, og þær fóru með mig að sjá margt sem útlend- ingum er sjaldan sýnt. Það er ekki mjög auðvelt að kynnast Japönum, en þegar þeir eru einu sinni búnir að gefa vin- áttu sína eru þeir allra manna tryggastir.“ „Gaztu talað japönsku?“ „Við lærðum það nauðsyn- legasta þannig að við gátum bjargað okkur á barnamáli, én það er talið sjö ára nám í há- skóla að læra japönsku til hlít- ar. Við fórum í hundrað tíma þar sem kennt var daglegt mál og þær setningar sem maður þarf mest á að halda til að geta tekið þátt í einföldum samræð- um, spurt um líðan fólks, rabb- að um veðrið o. s. frv. Ég tal- aði alltaf eins mikið japönsku og ég gat, því að það þótti landsmönnum gaman, en yfir- leitt skilur yngra fólkið ensku þó að það sé ekki sérlega dug- legt að tala hana. Krakkarnir urðu betri í málinu en við Franklin, og Katrín, yngsta dóttir okkar, sem nú er fimm ára, talaði það reiprennandi, en hún er líka fljótust að gleyma því aftur.“ Dónalegt að segja nei „Hvernig eru umgengnis- venjur Japana?“ „Þeir eru formfastir og afar kurteisir nema í umferðinni og almenningsvögnunum —1 þar gleyma þeir öllum fínu siðun- um og ryðjast áfram með oln- bogaskotum og hrindingum. Er þeir heilsast byrja þeir á að hneigja sig minnst þrisvar frá mitti með hendur fyrir framan sig þannig að lófarnir snerti hnén, svo kemur viss runa af kurteisisorðum sem maður þarf að læra vandlega. Oft eru hneigingarnar miklu fleiri en þrjár, og einu sinni taldi Gunn- ar sonur okkar fjórtán djúpar hneigingar hjá tveim vinkon- um sem voru að heilsast. Þeir tala oftast hver við annan í þriðju persónu, og ávarpið san sem þýðir herra, frú eða ungfrú eftir atvikum er notað jafnvel meðal náinna vina. Það þykir mjög dónalegt að segja nei, og mér fannst það kostulegt fyrst þegar ég kom inn í búð og spurði á japönsku um banana, að þá sagði stúlkan: ’Já, okasan (það þýðir ’frúin á heimilinu1), því miður eigum við þá ekki til í dag‘. Ef fólki er boðið heim einhvern ákveðinn dag og það getur ekki komið segir það: ’Já, okasan við getum komið, en því miður ekki á laugardaginn* eða hvaða dag það nú er. Japanir bera mikla virðingu fyrir eldra fólki, og unglingarnir sýna fullorðnum sérstaka hæversku. Stéttaskipt- ing er áberandi í landinu, og þeir sem hafa þótt ekki sé nema fáeina dropa af samúraí-blóði í æðum sér eru ógurlega hreykn- ir af því. Faðirinn er alltaf rétthæstur á heimilinu, síðan elzti sonurinn og svo móðirin nr. 3, og þegar faðirinn deyr erfir elzti sonurinn allt, bæði eignir og skyldur. Hann verður ættarhöfðinginn og verður að sjá um móður sína og yngri systkin. Hjónabönd eru enn venjulega ákveðin af foreldr- unum, og það virðist blessast vel — t. d. var það þannig hjá öllum vinkonum mínum, og þær voru ánægðar með sitt hlutskipti og hamingjusamar." „Hvað fannst þér um matar- æðið?“ „Ég var svo heppin að þykja japanskur matur mjög góður, en sumir útlendingar geta alls ekki fellt sig við hann. Það þykir ókurteisi að leifa mat, einkum þó hrísgrjónum — annað hvort á maður ekki að snerta réttinn eða borða hverja FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.