Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 35

Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 35
ur og verzlunin svo langt í burtu, að matarinnkaup myndu valda yður eríiðleikum, ef þér ættuð að sjá um þau sjálf. — Mér lízt ágætlega á það, sagði Marianne og brosti. En verður það ekki of mikil fyrir- höfn fyrir ... ég á við ... ef ég á að borða allar máltiðir með ... — Engan veginn. Jannis Anna, systir Per, sem ók yður hingað, er dugleg matreiðslukona. Það •skiptir hana varla miklu máli hvort hún matbýr fyrir þrjá eða fjóra. En vel á minnst, nú verð- um við að koma inn og sjá um, að þér fáið í svanginn áður en þér farið aftur. Það var leitt, að þér skylduð þurfa að hverfa héðan strax. Það er þreytandi að sitja í lest næstum heilan sólarhring samfleytt. — Það gerir ekkert til! Ein- mitt núna hefði hún getað tek- izt á hendur hvað sem var. Hún var himinlifandi yfir að hafa fengið starfið. Ulf Stigman valdi númer á öðrum símanum, sem lá á skrif- borðinu. Þaðan var auðsjáan- lega beint samband við íbúðar- álmuna. Hann talaði við Louise Heiner og bað hana að sjá um, að tilvonandi einkaritari hans fengi mat og kaffi. Hún yrði nefnilega að fara frá Malingfors eftir klukkustund til þess að ná i miðdegislestina frá Falun. Er hann hafði lagt heyrnartólið á og ætlaði að fara að fylgja Marianne til aðalhússins, hringdi hinn síminn. — Leggið þér af stað á undan, sagði hann. Ég kem á eftir. Marianne fór út í fremri skrif- stofuna. Maðurinn, sem hafði staðið og leitað í skjalaskápnum, var þar nú ekki lerigur. En nú sneri ungfrú Eliasson sér við og heilsaði Marianne. — Fenguð þér starfið? spurði hún. — Já. Sóttu margir um? — Já, fjölmargir. En það vor- uð aðeins þér og einar tvær til, sem veiðistjóranum fannst koma til greina. — Hvernig er vinnan? Er margt, sem þarf að læra? — Já, það er það vitanlega, en það tekur skamman tíma. Og Jansson, bókhaldarinn er prýðis- maður. — Og hvernig er Stig sem yfirboðari? — Hann er ágætur. Nokkuð kröfuharður, en skemmtilegur og hreinlyndur. — Hvers vegna ætlið þér að hætta? Leiðist yður einveran? spurði Marianne. — Alls ekki. Ég er afar hrifin af Malingfors, en ég verð að koma mér héðan til þess að endurheimta sjálfsvirðingu mína og reyna að losna við minni- máttarkenndina. Varið yður á .. í þessu kom Stigman veiði- stjóri út í fremri skrifstofuna og dró Marianne með sér. Hún fékk þess vegna aldrei að vita, á hverju .... eða hverjum ... hún ætti að vara sig. — Þarna eigið þér að búa, sagði hann og benti á vinstri álmu hússins. — En hvað þetta er skáldlegt! sagði Marianne stórhrifin. — Ja, það er ekki sem verst núna en það var allt annað en skáldlegt áður en við létum gera við það og koma fyrir hitaleiðsl- um. Uss! Það hefur kostað mig offjár að gera þetta hús að mannabústað. Hann gekk með 'löngum skref- um yfir flötina og tók þrjú þrep í einu upp að aðaldyrunum. Það var enginn hægðarleikur að hafa við honum. Sjálfsagt væri ennþá erfiðara að fylgja honum eftir úti i skóginum. Marianne greip sig í að hugsa um, hvort hún myndi fá tækifæri til að reyna. Louise Reiner kom fram I for- salinn, strax og hún heyrði rödd Stigmans. Þarna var loks mann- vera, sem hæfði átjándualdar rómantikinni á Malingfors. Lou- ise Reinar var smávaxin og yndisleg, með slétt, ljósgullið hár, sem greitt var í stóran, skáldlegan hnút*, i hnakkanum. Hún var mjög frið sýnum, hvít á húð og blíðeygð eins og mál- verk eftir Watteau eða Roslin. Marianne gat ekki haft augun af henni. — Louise, þetta er ungfrú Bergström, nýi einkaritarinn minn. Hún kemur alkomin þann fyrsta júní, sagði Ulf Stigman. Rödd hans fékk á sig mýkri blæ, þegar hann talaði við Louise og hlýlegur glampi kom í augun. Hann var ástfanginn í Louise Reiner. Marianne fann fyrir óljósum sviða. Hvað kom henni það við? Hún hafði ekki einu sinni þekkt hann í klukkutíma. Hún mátti ekki öfunda aðra af hamingju þeirra. Ef til vill einhvern tima í framtíðinni... ef henni tækist að hreinsa sig af dóm og grun ... myndi hún einnig finna ein- hvern sem hún gæti eiskað og vildi elska hana. — Velkomin ungfrú Berg- ström, sagði Louise. Það er vissulega dálítið einmanalegt hérna, en ég skal gera það, sem í minu valdi stendur til að dvöl- in megi verða yður ánægjuleg. Ég... ég vona, að mér takist betur í þetta skipti, sagði hún í hálfglettnislegum afsökunar- róm. — Þú getur ekki áfellst sjálfa þig fyrir neitt, Louise, sagði Ulf Stigman alvarlega. Ég hef brýnt það fyrir þér þúsund sinn- um, að það er ekki þin sök þótt sumt fólk geti ekki unað sér í sveitinni. Þú slitur þér út að nauðsynjalausu fyrir aðra, sem gætu aldrei lært að meta hugul- semi þina. Marianne fannst sem orðum hans væri að einhverju leyti beint til hennar sjálfrar. En hver var það, sem Louise hafði mistekizt með? Það gat ómögu- lega verið ungfrú Eliasson, því ef Louise hefði beitt allri sinni viðmótsblíðu til að gera henni lifið þægilegt, þá hefði hún varla þurft að koma sér héðan til að „endurheimta sjálfsvirðingu sína“. Hún hlaut að hafa orðið ástfangin í Ulf Stigman og orð- I NÝJUM ... UMBÚÐUM!" FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.